Frábærar viðtökur við Brúðguma Baltasars Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 17. janúar 2008 16:41 Aðstandendur myndarinnar á frumsýningunni í gær. „Mér líður bara frábærlega. Ég hef sjaldan fengið svona góð viðbrögð", segir Baltasar Kormákur, leikstjóri. Kvikmynd hans, Brúðguminn, var frumsýnd í stútfullu Háskólabíói í gær. Í ræðu sinni fyrir sýninguna í gær líkti Baltasar því að frumsýna mynd við það að standa nakinn á sviði. Sagði að frumsýningarkvíðinn skánaði ekkert með árunum - þvert á móti versnaði hann. Kvíðinn hefur að líkum til verið óþarfur, en óhætt er að segja að viðtökurnar hafi verið með eindæmum jákvæðar. Sögusvið Brúðgumans er Flatey á miðju sumri. Myndin gerist að miklu leiti um nótt og það er auðvelt að gleyma því að fyrir utan bíósalinn bíði manns metra háir bunkar af snjó þegar íslensk sumarnótt á Breiðafirðinum blasir við á skjánum. Myndin er lauslega byggð á verki Antons Tsjekhovs, Ívanov. Verk Tsjekhovs hafa haft orð á sér fyrir að vera þung og leiðinleg. Slíku er ekki fyrir að fara í Brúðgumanum sem er allt í senn, falleg, dramatísk, sorgleg en ekki síst bráðfyndin. Baltasar segir að meint leiðindi Tsjekhovs skrifist á þá sem setja hann þannig upp „Verk hans verða oft leiðinleg því að hann er tekinn of hátíðlega", segir Baltasar. Brúðguminn var unnin samhliða uppfærslu á Ivanov í Þjóðleikhúsinu, og vann sami hópur leikara og listrænna stjórnenda að báðum verkefnum. Baltasar segir að hann hafi verið búinn að velja leikara áður en handritið hafi verið skrifað, og að persónurnar hafi mótast mjög af leikurunum. Þannig talar Ólafur Egilsson í hlutverki sínu um sjálfsofnæmi sem veldur því að hann missir hárið. Þá átti Lárus, persóna Jóhanns Sigurðssonar, sér ungur þann draum að verða óperusöngvari, líkt og leikarinn sjálfur. „Þetta eru svona hlutir sem koma í gegnum vinnuna, við leikum okkur með þeirra tragikómidíur" segir Baltasar. Það voru ekki bara frumsýningargestir sem hrifust af myndinni. Dreifingarfyrirtækið Wild Bunch í Frakklandi hefur lýst yfir áhuga á að sjá um sölu á myndinni erlendis. Fyrirtækið er eitt hið stærsta á sínu sviði í heimi, og sáu meðal annars um hina geysivinsælu 4 mánuði, 2 vikur og 3 dagar, sem vann meðal annars Gullpálmann á Cannes hátíðinni í fyrra. Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Saga jarðaði alla við borðið Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
„Mér líður bara frábærlega. Ég hef sjaldan fengið svona góð viðbrögð", segir Baltasar Kormákur, leikstjóri. Kvikmynd hans, Brúðguminn, var frumsýnd í stútfullu Háskólabíói í gær. Í ræðu sinni fyrir sýninguna í gær líkti Baltasar því að frumsýna mynd við það að standa nakinn á sviði. Sagði að frumsýningarkvíðinn skánaði ekkert með árunum - þvert á móti versnaði hann. Kvíðinn hefur að líkum til verið óþarfur, en óhætt er að segja að viðtökurnar hafi verið með eindæmum jákvæðar. Sögusvið Brúðgumans er Flatey á miðju sumri. Myndin gerist að miklu leiti um nótt og það er auðvelt að gleyma því að fyrir utan bíósalinn bíði manns metra háir bunkar af snjó þegar íslensk sumarnótt á Breiðafirðinum blasir við á skjánum. Myndin er lauslega byggð á verki Antons Tsjekhovs, Ívanov. Verk Tsjekhovs hafa haft orð á sér fyrir að vera þung og leiðinleg. Slíku er ekki fyrir að fara í Brúðgumanum sem er allt í senn, falleg, dramatísk, sorgleg en ekki síst bráðfyndin. Baltasar segir að meint leiðindi Tsjekhovs skrifist á þá sem setja hann þannig upp „Verk hans verða oft leiðinleg því að hann er tekinn of hátíðlega", segir Baltasar. Brúðguminn var unnin samhliða uppfærslu á Ivanov í Þjóðleikhúsinu, og vann sami hópur leikara og listrænna stjórnenda að báðum verkefnum. Baltasar segir að hann hafi verið búinn að velja leikara áður en handritið hafi verið skrifað, og að persónurnar hafi mótast mjög af leikurunum. Þannig talar Ólafur Egilsson í hlutverki sínu um sjálfsofnæmi sem veldur því að hann missir hárið. Þá átti Lárus, persóna Jóhanns Sigurðssonar, sér ungur þann draum að verða óperusöngvari, líkt og leikarinn sjálfur. „Þetta eru svona hlutir sem koma í gegnum vinnuna, við leikum okkur með þeirra tragikómidíur" segir Baltasar. Það voru ekki bara frumsýningargestir sem hrifust af myndinni. Dreifingarfyrirtækið Wild Bunch í Frakklandi hefur lýst yfir áhuga á að sjá um sölu á myndinni erlendis. Fyrirtækið er eitt hið stærsta á sínu sviði í heimi, og sáu meðal annars um hina geysivinsælu 4 mánuði, 2 vikur og 3 dagar, sem vann meðal annars Gullpálmann á Cannes hátíðinni í fyrra.
Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Saga jarðaði alla við borðið Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira