Lífið

Britney skrifaði sjálfsmorðsbréf

Skilnaður, forræðisdeilur og glíma við geðraskanir virðast hafa haft alvarlegri áhrif a Britney Spears en almennt var talið. Samkvæmt heimildum In Touch Weekly skildi Britney eftir sjálfsvígssbréf á baðherberginu heima hjá sér tveimur dögum áður en hún var njörvuð niður á sjúkrabörur og flutt á Cedars Sinai sjúkrahúsið.

Blaðið hefur það eftir vini söngkonunnar að bréfið hafi verið afar sorglegt. Britney hafi tilgreint fjölda ástæðna fyrir því að betra væri að hún hyrfi, og vitnað í ljóð um dauðann. „Hún skrifaði um hve einmanalegt og grimmt lífið gæti verið og hversu friðsamlegur dauðinn virtist skyndilega. Hún talaði mikið um það að vilja bara frá að hvíla í friði" sagði vinurinn.

Heimildamaðurinn segir einnig að meint geðhvarfasýki hennar sé ekki eina geðræna vandamálið sem hún þurfi að glíma við: „Hún er með klofinn persónuleika. Og hún þjáðist af fæðingarþunglyndi eftir báðar fæðingarnar." „Stundum gleymir hún að taka lyfin sín, stundum tekur hún of mikið. Þegar þú bætir drykkjunni ofan á það verður hún oft erfið að eiga við", bætti hann við.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.