Fleiri fréttir

Gerviprestur reynir að skíra barn

Maður sem þóttist vera prestur var handtekinn af lögreglu þar sem hann bjó sig undir að skíra barn í smábæ í norður-Portúgal í síðustu viku. ,,Um leið og hann sleppti orðunum ,,Í nafni Föðurins, Sonarins og hins Heilaga Anda" kom lögreglan inn og greip hann" sagði einn kirkjugesta við dagblað bæjarins Jornal de Noticias.

Segir Manhunt 2 vera listaverk

Tölvuleikurinn Manhunt 2 hefur fengið óblíðar móttökur hjá skoðunaraðilum bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Í Bretlandi er leikurinn bannaður og í Bandaríkjunum fékk hann þyngsta mögulega dóm og verður eingöngu leyfður fyrir fullorðna. Það þýðir að ekki verður hægt að gefa leikinn út fyrir leikjavélar Sony.

Pamela Anderson ætlar að opna nektardansstað

Baywatch leikkonan fyrrverandi, sem átti finnskan langafa, hefur verið á ferðalagi um Finnland með pabba sínum og ætlar að heiðra uppruna sinn með nýrri viðskiptahugmynd.

Ætlar að hlaupa lengur en sólarhring

Ofurmaraþonhlauparinn Dean Karnazes ætlar að reyna að slá heimsmetið í því að hlaupa á hlaupabretti með því að hlaupa tæpa 250 kílómetra á hlaupabretti á Times Square í New York.

Pamela Anderson skammar Finna fyrir loðdýrarækt

,,Finnland þarf að ganga inn í 21 öldina og hætta loðdýrarækt." Þetta eru skilaboðin frá Pamelu Anderson til forseta landsins. Í opnu bréfi til Tarja Halonen, forseta Finnlands, segir Anderson: ,,Ég er stolt af finnskum rótum fjölskyldu minnar, en ég var vonsvikin þegar ég komst að því að fleiri refir eru drepnir í Finnlandi en nokkurs staðar annars staðar í heiminum."

Paris Hilton er þakklát fyrir litlu hlutina í lífinu

Paris Hilton segir að fangelsisvistin hafi gert hana þakklátari fyrir litlu hlutina í lífinu. Hótelkeðjuerfinginn á nú einungis nokkra daga eftir af fangelsisdómi sem hún hlaut fyrir að brjóta skilorð með því að keyra án ökuréttinda.

Retro Stefson á föstudagstónleikum 12 tóna

Hljómsveitin Retro Stefson treður upp á föstudagstónleikum 12 tóna í dag. Sveitin lýsir tónlist sinni sem blöndu af Retro-Latin-Surf-Soul-Powerpoppi og eiga meðlimir rætur sínar að rekja um allan heim, þó einkum til rómanskra málsvæða sem endurspeglast bæði í tónlist þeirra, textagerð og klæðnaði.

Höfðar til barnssálarinnar

Breski tónlistarmaðurinn Jarvis Cocker les upp úr íslensku þjóðsögunni Búkollu á tónlistarsíðunni Daytrotter.com. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segir söguna í uppáhaldi hjá mörgum.

Réði nýjan lögfræðing

Pamela Bach, fyrrverandi eiginkona „strandvarðarins“ Davids Hasselhoff, hefur ráðið sér nýjan lögfræðing í forræðisdeilu sinni við Hasselhoff. Bach ákvað að reka síðasta lögmann sinn skömmu eftir að Hasselhoff hlaut forræði yfir tveimur dætrum þeirra, þrátt fyrir að myndir hafi verið birtar af honum á netinu ofurölvi. Bach hefur áfrýjað málinu og ætlar sér ekki að tapa í þetta sinn.

Blístrar eins og teketill

„Ég er búinn að gera þetta margoft með humra og krabba. Þeir eru soðnir lifandi. Ég veit ekki hvernig humar finnur til eða krabbi eða hvers kyns skepnur þetta eru en þær lamast um leið og þær fara ofan í,“ segir matreiðslumaðurinn Siggi Hall.

Undir dönskum áhrifum

Jóhanna Harpa Árnadóttir lætur til sín taka í eldhúsinu auk þess að sinna áhugaverðu starfi og vera fyrsti kvenformaður Verkfræðinga­félags Íslands.

Weisz leikur hjá Jackson

Rachel Weisz hefur tekið að sér aðalhlutverkið í nýjustu kvikmynd Peters Jackson, The Lovely Bones. Myndin er byggð á metsölubók Alice Seabold. Weisz leikur móður stúlku sem var rænt og síðan myrt. Getur stúlkan fylgst með fjölskyldu sinni að handan og séð hvernig missirinn breytir henni smám saman.

Hver er tina Brown?

Tina Brown fæddist í Maidenhead á Englandi 1953. Hún fékk snemma áhuga á skrifum og vann meðal annars leikritasamkeppni The Sunday Times árið 1973. Hún þótti ákaflega snjall blaðamaður og varð fræg á Bretlandi þegar hún fór að umgangast menn á borð við Dudley Moore og Auberon Waugh.

Æfir með meistaraflokki Vals að Hlíðarenda

„Mér finnst bara helvíta gaman í fótbolta og graslyktin er alltaf jafn góð,“ segir Ólafur Stefánsson, einn besti handknattleiksmaður Íslands og heims, en hann æfir um þessar mundir með meistaraflokki Vals í knattspyrnu.

Nýju ljósi varpað á Díönu

Hefur ekki allt verið skrifað, myndað og sagt um Díönu Spencer, prinsessuna af Wales? Það finnst fyrrum glanstímaritaritstjóranum Tinu Brown ekki og nýlega gaf hún út bókina Diana‘s Chronicle sem er sögð varpa nýju ljósi á prinsessu fólksins.

Týndust í Liverpool

Rokksveitin Gavin Portland er á tónleikaferð um Bretland sem stendur yfir til 2. júlí. Fyrst hitar sveitin upp fyrir Hell is for Heroes en eftir það heldur hún nokkra tónleika ein og sér.

Tíu ára afmæli Furstanna

Tíu ára starfsafmæli Furstanna verður haldið á Kringlukránni um helgina. Á efnisskrá Furstanna verður swing og latínmúsik, efni sem hún hefur verið að leika undanfarin ár.

Góða hjarta Dags í biðstöðu

„Við erum að velta þessu fyrir okkur núna og ég reikna með að þetta ætti að skýrast á næsta hálfa mánuðinum,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi kvikmyndarinnar The Good Heart eftir Dag Kára Pétursson. Allt bendir nú til þess að upphaflegum leikarahópi með þá Tom Waits og Ryan Gosling í fararbroddi verði alfarið skipt út.

Vilhjálmur bretaprins 25 ára með milljónir á mánuði

Prinsinn ætti að minnsta kosti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að eiga ekki fyrir 25 ára afmælisveislunni, því hann fær á afmælisdaginn aðgang að vöxtum á arfi eftir Díönu móður sína. Arfurinn er metinn á 6.5 milljónir punda eða rúmar 800 milljón krónur. Fjármálasérfræðingar reikna með að vextirnir nemi á milli 30 og 43 milljónum króna á ári.

Búsið gæti drepið Britney

John Sundahl, áfengisráðgjafi Britney Spears, hefur varað hana við því að hætti hún ekki að drekka gæti hún dáið. ,,Ég sagði henni að ef hún falli, haldi ég ekki að hún lifi það af" sagði Sundahl. ,,Ef þú vilt ekki að verða edrú fyrir sjálfa þig, gerðu það þá fyrir börnin þín"

Jónsmessurganga um Elliðarárdal

Jónsmessuganga verður farin um Elliðaárdal á föstudagskvöldið klukkan 22:30. Minjasafn Reykjavíkur og Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur standa fyrir göngunni um þetta einstaka útivistarsvæði í miðju Reykjavíkur.

Vilja skýra barn sitt ,,4real"

Nýsjálenskt par berst nú fyrir réttinum til að skýra son sinn ,,4real", sem gæti útlagst ,,í alvöru", en yfirvöld eru ekki hrifin. Pat og Sheena Wheaton ákváðu nafnið þegar þau sáu barnið fyrst í ómskoðun og áttuðu sig á því að þau væru ,,í alvöru" að verða foreldrar.

Bannar Kryddpíunum að verða óléttar

Simon Fuller, heilinn á bak við endurkomu kryddpíanna, ætlar ekki að standa í neinu rugli. Hann hefur þess vegna sett þeim nokkrar reglur, sem þær þurfa að fara eftir í samstarfinu.

Kate Moss mætti ein í afmæli McCartneys

Kate Moss skildi vandræðagemsann sinn, Pete Doherty, eftir heima þegar hún mætti í 65 ára afmæli bítilsins Paul McCartney í gær. Súpermódelið líktist helst Hollywood-dívu af gamla skólanum þegar hún mætti til veislunnar að heimili McCartneys í St John's Wood í skósíðum hvítum silkikjól.

Vill að Amy Winehouse semji næsta Bond-lag

Tónskáldið David Arnold, sem séð hefur um tónlistina í síðustu fjórum Bond-myndunum vill fá vandræðabarnið Amy Winehouse til að semja næsta Bond-lag.

Fær bætur fyrir að bera brjóstin

Ung kona sem var handtekin fyrir að spóka sig berbrjósta á götum New York fær tæpar tvær milljónir í bætur frá borginni. Jill Coccaroo, 27 ára listamaður, var þann fjórða ágúst árið 2005 á listasýningu í East Village. Henni varð heitt, og brá á það ráð að leysa niður um sig efri hluta samfestings sem hún var í, og tölta svo um ber að ofan til að kæla sig.

Nicole Richie ekki á leið í steininn strax

Réttarhöldum yfir raunveruleikaþáttastjörnunni Nicole Richie fyrir að keyra undir áhrifum var í gær frestað til 11. júlí. Richie var handtekin þar sem hún keyrði á röngum vegarhelmingi á hraðbraut í Los Angeles. Lögregla sagði að hún hefði viðurkennt að vera undir áhrifum kannabisefna og verkjalyfsins vicodin.

Sólstöðuganga í Hrísey

Sólstöðuganga verður farin í Hrísey annað kvöld, fimmtudagskvöldið 21. júní klukkan 20.00. Ferðin er á vegum minjasafnsins á Akureyri. Þorsteinn Þorsteinsson leiðir gönguna og mun segja frá Hrísey fyrr og nú. Allir eru velkomnir í gönguna sem er ókeypis.

Visir býður á Die Hard 4.0 í London

Berglind Anna er á leiðinni á rauða dregilinn í London að hitta stjörnurnar úr stórmyndinni Die Hard 4.0 á heimsfrumsýningu myndarinnar í dag, miðvikudag. Þar mun hún vera í félagsskap með frægðarfólki eins og Bruce Willis, Timothy Olyphant, Justin Long, Maggie Q, Kevin Smith og fleirum.

Marc Forster leikstýrir næstu Bond-mynd

Leikstjórinn Marc Forster mun leikstýra næstu Bond mynd. Daniel Craig mun leika Bond í annað sinn í tuttugustu og annarri myndinni um spæjarann. Hún kemur í kjölfar Casino Royal, tekjuhæstu Bond-myndinni til þessa.

Ferðamenn fara úr hvalaskoðun í hvalkjötsát

„Þeir koma hér til mín og gleypa þetta í sig alveg hreint," segir Kjartan Halldórsson sem rekur veitingastaðinn Sægreifann við Reykjavíkurhöfn. Hann segir það daglegt brauð að erlendir ferðamenn komi til hans að smakka hvalkjöt eftir að hafa farið í hvalaskoðun. „Þeir fara út að skoða hvalina og svo blæs hvalurinn framan í þá og þá koma þeir gráðugir til mín að borða," segir sægreifinn og hlær.

Kvæðakonan Camilla á blogginu

Steinunn Camilla úr stúlknasveitinni Nylon hefur opnað bloggsíðuna manzana.blog.is sem væri ef til vill ekki til frásögur færandi nema þar sýnir söngkonan hæfileika sína með kveðskap og ljóðagerð. „Ég hef nú skrifað ljóð síðan að ég var níu ára,“ segir Steinunn sem tók bloggið í sína þjónustu í síðustu viku.

Nýtt myndband Páls Óskars í anda Sin City

Nýtt myndband með Páli Óskari Hjálmtýssyni við lagið Allt fyrir ástina verður frumsýnt á föstudaginn og fullyrðir söngvarinn sjálfur að um „flottasta tónlistarmyndband sem gert hefur verið á Íslandi" sé að ræða. Gríðarlega mikill tími og fjármunir hafa verið lagðir í myndbandið en í því er stuðst við svokallaða „green-screen" tækni þar sem allur bakgrunnur er þrívíddarteiknaður.

Reyfisskáli reistur við Norræna húsið

Stærðarinnar glerskáli verður reistur við hliðina á Norræna húsinu í ágúst. Skálinn er rúmlega 700 fermetrar að stærð, jafn stór Norræna húsinu sjálfu, og rúmar þúsund manns. Hann verður reistur í tilefni Reyfis-hátíðarinnar sem Norræna húsið stendur fyrir. Hátíðin stendur yfir í níu daga, 18. til 26. ágúst.

Fóstran með kærasta

Daisy Wright, barnfóstran sem leikarinn Jude Law hélt framhjá með er hann var enn með Siennu Miller, er byrjuð með Maxi Jazz, söngvara Faithless. Wright, sem er 28 ára, og Maxi, sem er nýorðinn fimmtugur, sáust láta vel hvort að öðru á Wire­less-hátíðinni sem var haldin í Bretlandi um síðustu helgi.

Tiger Woods fjölgar mannkyninu

Síðustu misseri hafa verið erfið fyrir Tiger Woods. Hann missti pabba sinn, Earl Woods, á síðasta ári en þeir voru mjög nánir vinir. Þrátt fyrir tap á US-Open um helgina gafst Woods tækifæri til að fagna sínum stærsta sigri á mánudeginum.

VR skoðar mál FL Media

„Við reiknum með því að fá reikningana frá Rottweiler í dag og þá munum við fara yfir málin,“ segir Ómar Vilhelmsson, framkvæmdarstjóri Flass.net. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um meintar vanefndir viðburðarfyrirtækisins FL Media hvað launamál varðar í kjölfar þess að rapphljómsveitin XXX Rottweiler setti upp heimasíðuna oskaraxelskuldarpening.blogspot.com.

Konur yfirsnyrtar?

Snyrtifræðingur með yfir 20 ára starfsreynslu segir það færast mjög í aukana að konur fari í svokallað Brasilískt vax. Hún segir að staðan sé að breytast þannig að konur treysti sér varla í almenningssturtur lengur nema vel snyrtar.

Velgengni Vesturports

Leikhópurinn Vesturport hefur slegið í gegn í leikhúsum í Bretlandi eins og hér á landi og ekki má gleyma kvikmyndunum Foreldrar og Börn. Hópurinn undirbýr nú kvikmynd sem byggist á leikritinu Brim en þangað til það gerist heldur vöxturinn í Bretlandi áfram.

Tölvuleikur bannaður í Bretlandi

Búið er að banna dreifingu á tölvuleiknum Manhunt 2 í Bretlandi. Þetta er í fyrsta sinn í heilan áratug sem leikur er bannaður þar. Manhunt 2 er framhald Manhunt sem var mjög umdeildur á sínum tíma.

Át sautján metra af brenninetlu

Ellefta heimsmeistarakeppnin í brenninetluáti fór fram í enska smáþorpinu Marshwood á laugardaginn. Keppnin er haldin laugardag fyrir sumarsólstöður ár hvert, og dró í ár að sér keppendur alla leið frá Ástralíu og Rússlandi.

Stefnir í drullubað á Glastonbury

Gangi spár eftir verður rigning á Glastonbury hátíðinni í ár. ,,Vikan verður vætusöm, svo þetta verður sami drullupytturinn og venjulega" sagði veðurfræðingurinn Stewart Wortley við BBC. Upphafsmaður hátíðarinnar, Michael Eavis mun opna hlið landareignar sinnar í Somerset fyrir hátíðargestum á miðvikudag en hátíðin sjálf stendur frá föstudegi til sunnudags.

Þriðja barn Juliu Roberts kemur í heiminn

Julia Roberts eignaðist þriðja barn sitt og eiginmannsins Danny Moder í Los Angeles í gær. Barnið, 15 marka drengur, fær nafnið Henry Daniel. Talsmaður fjölskyldunnar sagði að móður og barni heilsaðist vel.

Enginn lítill K-Fed á leiðinni

Shar Jackson, fyrrverandi kærasta og barnsmóðir Kevin Federline er æf yfir sögusögnum um að hún gangi með þriðja barn þeirra skötuhjúa.Hún hyggst nú kæra Star tímaritið sem sagði fyrst frá hinni meintu þungun og vitnaði í vini Jackson sögunni til stuðnings.

Sjá næstu 50 fréttir