Lífið

Sólstöðuganga í Hrísey

Sólstöðuganga verður farin í Hrísey annað kvöld, fimmtudagskvöldið 21. júní klukkan 20.00. Ferðin er á vegum minjasafnsins á Akureyri. Þorsteinn Þorsteinsson leiðir gönguna og mun segja frá Hrísey fyrr og nú. Allir eru velkomnir í gönguna sem er ókeypis.

Gangan hefst á bryggjunni í Hrísey og tekur um tvo tíma. Tilvalið er svo fyrir göngufólk að enda ferðina með kaffibolla á Veitingahúsinu Brekku.

Ferjan fer frá Árskógsandi kl 19:30 og tilbaka kl 23:00. Fargjald fram og tilbaka með ferjunni er: 800 fyrir fullorðna en 400 krónur fyrir börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.