Höfðar til barnssálarinnar 22. júní 2007 04:00 Tónlistarmaðurinn Jarvis Cocker les upp úr Búkollu á erlendri netsíðu. Breski tónlistarmaðurinn Jarvis Cocker les upp úr íslensku þjóðsögunni Búkollu á tónlistarsíðunni Daytrotter.com. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segir söguna í uppáhaldi hjá mörgum. Cocker er fyrstur í röð þekktra tónlistarmanna sem ætla að lesa upp úr bókum á síðunni og kaus hann að segja frá ævintýrum Búkollu, sem hafa lengi verið ofarlega í huga okkar Íslendinga. „Mér hefur alltaf fundist þetta mjög indæl saga," segir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur. „Þetta er dálítil uppáhaldssaga hjá mörgum. Hún gengur mjög vel í krakka og þá sem halda þessu barnslega í sér. Það eru ýmsir listamenn sem segja þetta, þar á meðal tónlistarmenn. Þá er þetta eitthvað sem höfðar til barnssálarinnar eins og þegar litli drengurinn bjargast með hjálp kýrinnar," segir Árni. „Foreldrunum þótti ekki sérlega vænt um hann og hann var einmana." Svo virðist sem ævintýrið um Búkollu, sem hefur verið þýtt yfir á ensku og japönsku, hafi snert taug í Cocker enda er stutt síðan hann hitti föður sinn í Ástralíu eftir þrjátíu ára aðskilnað. „Þótt við værum líffræðilega tengdir var þetta eins og að hitta einhvern ókunnugan," sagði Cocker um endurfundina. „Við tengdumst ekki eins og feðgar gera. Ég hafði séð fyrir mér ákveðna týpu sem ég hélt að hann væri en síðan kom raunveruleikinn í ljós. Það var mjög erfitt." Jarvis Cocker hefur komið tvisvar hingað til lands. Í fyrra skiptið kom hann með hljómsveitinni Pulp og spilaði í Laugardalshöll árið 1997 við góðar undirtektir. Þorsteinn Kragh, sem skipulagði komu sveitarinnar hingað til lands, segir áhuga Cocker á Búkollu ekki koma sér á óvart. „Hann er mjög skemmtilegur og „intelligent" gaur og mikill húmoristi. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á landi og þjóð og var mikið að pæla í íslenskum skáldum og músík," segir Þorsteinn. „Þessir krakkar eru langskemmtilegasta fólk sem ég hef flutt inn á mínum sautján ára ferli í bransanum." Búkolla hefur verið íslenskum tónlistarmönnum ansi hugleikin í gegnum tíðina. Laddi söng eftirminnilega um hina baulandi Búkollu á plötunni Deió árið 1981 og Björk Guðmundsdóttir söng lagið Búkolla á sinni fyrstu sólóplötu sem kom út 1976. Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Jarvis Cocker les upp úr íslensku þjóðsögunni Búkollu á tónlistarsíðunni Daytrotter.com. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segir söguna í uppáhaldi hjá mörgum. Cocker er fyrstur í röð þekktra tónlistarmanna sem ætla að lesa upp úr bókum á síðunni og kaus hann að segja frá ævintýrum Búkollu, sem hafa lengi verið ofarlega í huga okkar Íslendinga. „Mér hefur alltaf fundist þetta mjög indæl saga," segir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur. „Þetta er dálítil uppáhaldssaga hjá mörgum. Hún gengur mjög vel í krakka og þá sem halda þessu barnslega í sér. Það eru ýmsir listamenn sem segja þetta, þar á meðal tónlistarmenn. Þá er þetta eitthvað sem höfðar til barnssálarinnar eins og þegar litli drengurinn bjargast með hjálp kýrinnar," segir Árni. „Foreldrunum þótti ekki sérlega vænt um hann og hann var einmana." Svo virðist sem ævintýrið um Búkollu, sem hefur verið þýtt yfir á ensku og japönsku, hafi snert taug í Cocker enda er stutt síðan hann hitti föður sinn í Ástralíu eftir þrjátíu ára aðskilnað. „Þótt við værum líffræðilega tengdir var þetta eins og að hitta einhvern ókunnugan," sagði Cocker um endurfundina. „Við tengdumst ekki eins og feðgar gera. Ég hafði séð fyrir mér ákveðna týpu sem ég hélt að hann væri en síðan kom raunveruleikinn í ljós. Það var mjög erfitt." Jarvis Cocker hefur komið tvisvar hingað til lands. Í fyrra skiptið kom hann með hljómsveitinni Pulp og spilaði í Laugardalshöll árið 1997 við góðar undirtektir. Þorsteinn Kragh, sem skipulagði komu sveitarinnar hingað til lands, segir áhuga Cocker á Búkollu ekki koma sér á óvart. „Hann er mjög skemmtilegur og „intelligent" gaur og mikill húmoristi. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á landi og þjóð og var mikið að pæla í íslenskum skáldum og músík," segir Þorsteinn. „Þessir krakkar eru langskemmtilegasta fólk sem ég hef flutt inn á mínum sautján ára ferli í bransanum." Búkolla hefur verið íslenskum tónlistarmönnum ansi hugleikin í gegnum tíðina. Laddi söng eftirminnilega um hina baulandi Búkollu á plötunni Deió árið 1981 og Björk Guðmundsdóttir söng lagið Búkolla á sinni fyrstu sólóplötu sem kom út 1976.
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira