Fleiri fréttir

Reyna við heimsmet í sippi

Þess verður freistað í Egilshöll í dag að setja heimsmet í sippi. Þetta er einn af fjölmörgum dagskrárliðum Grafarvogsdagsins sem hófst í heitu pottunum í Grafarvogslaug klukkan átta í morgun.

Töluvert frá heimsmetinu

Ekki tókst að setja heimsmet í sippi í Grafarvoginum í dag eins og stefnt hafði verið að á Grafarvogsdeginum. 660 manns tóku þátt í sippinu sem er Íslandsmet. Heimsmetið eiga 2.474 Kínverjar sem sippuðu saman í þrjá mínútur í Hong Kong fyrr á þessu ári og er það met skráð í heimsmetabók Guinnes.

Kabarettgestir sendir heim

Sýningargestir sem áttu miða á Kabarett í Íslensku óperunni í fyrrakvöld voru sendir heim áður en sýningin byrjaði. Felix Bergsson, sem fer með eitt aðalhlutverkanna í sýningunni, hafði tognað illa og á síðustu stundu var ákveðið að fella sýninguna niður.

Insúlín í æð liðin tíð?

Allt útlit er fyrir að fólk með sykursýki muni í nánustu framtíð ekki lengur þurfa að sprauta sig með insúlíni á hverjum degi. Lyfjanefnd á vegum stjórnvalda í Bandaríkjanna lagði í gær blessun sína yfir insúlín sem tekið er inn í gegnum munn í stað þess að sprauta því í æð.

Íslandsmet í hópknúsi

Íslandsmetið í hópknúsi var slegið í dag þegar 156 háskólanemar knúsuðust við styttuna af Sæmundi á selnum framan við aðalbyggingu Háskóla Íslands. Hópknúsið, sem á að auka samkennd og kærleika innan háskólasamfélagsins, var hluti dagskrár Stúdentadaga þar sem nýnemar eru boðnir velkomnir í skólann.

Mobile connect á Íslandi

Á heimasíðu Ogvodafone er greint frá nýrri og spennandi  þjónustuleið fyrirtækisins í fjarskiptum. Vodafone kynnir nú Mobile Connect þjónustu sína á Íslandi  núna í September og hleypir svo af stað í beinu framhaldi Blackberry þjónustu í október sem farið hefur sigurför um heiminn. Nú þegar eru 3,5 milljónir notanda að Blackberry og eykst sú tala sífellt.  

Skjálfti 3 2005

Seinustu helgi, 2-4 september var haldinn Skjálfti 3 leikjamót Símans og Opinna kerfa í íþróttahúsinu við Digranesskóla í Kópavogi. Ákveðið var að senda útsendara GEIM á vettvang á sunnudeginum sem og seinasta keppnisdegi til  að athuga með eftirskjálfta mótsins.

Lagarfljót í máli og myndum

Lagarfljótsormurinn var léttur á bárunni þegar bók um hans miklu móður var kynnt í gær. Bókin er afrakstur margra ára vinnu Helga Hallgrímssonar, náttúrufræðings á Egilsstöðum.

Mikil aðsókn í listamiðstöð

Íslenskur arkitekt, Elísabet Gunnarsdóttir, stýrir Norrænu listamiðstöðinni í Vestur-Noregi. Aðsókn er gríðarleg og síðast bárust yfir fjögur hundruð umsóknir um sextán pláss.

Stjörnuleit á Egilsstöðum í dag

Idol-sveit Stöðvar tvö er nú á Egilsstöðum í leit að næstu Idol-stjörnu sinni. Áheyrnarprufur hefjast klukkan tvö í dag á Hótel Héraði. Þangað geta söngvissir héraðsbúar leitað ef þeir vilja komast á toppinn. Á Egilsstöðum lýkur jafnframt visitasíum Idol-sveitarinnar á landsbyggðinni.

Stórskemmtun til styrktar strætóstjóra

Góðgerðarskemmtun með glæsilegri kvölddagskrá og dansleik verður haldin n.k. laugardag á Broadway til styrktar Birni Hafsteinssyni, vagnstjóra hjá Strætó, sem slasaðist alvarlega fyrir skömmu í umferðarslysi í Reykjavík. Þar koma fram landskunnir skemmtikraftar, sem allir gefa vinnu sína.

PSP Innrásin

Fyrirbærið Playstation Portable frá Sony er lent á klakanum. 2000 litlir svartir ferkantaðir hlutir á stærð við sjónvarpsfjarstýringu eru meðal Íslendinga akkúrat núna! Hugsanlega eru fleiri svona tæki í fórum túrista en það er á huldu að svo stöddu! Á næstu misserum munu þessi tól vera á faraldsfæti meðal vor, sérstaklega á svonefndum heitum reitum.

Barnastarf kirkjunnar að hefjast

Barnastarf kirkjunnar hefst næstkomandi sunnudag.15-20 þúsund börn og fullorðnir koma nálægt barnastarfi Þjóðkirkjunnar á hverju ári og sé aðeins litið til sunnudagaskólastarfs fyrir börn upp að 7 ára aldri er fjöldi barna áætlaður milli 8 og 9 þúsund.

Stórtónleikar hjá Gospelkórnum

Búast má við miklu fjöri hjá Gospelkórnum sem ætlar að halda stórtónleika í Laugardalshöll annað kvöld. Kórinn, sem stofnaður var fyrir kristnitökuhátíðina árið 2000, hefur notið mikillar hylli og er jafnan uppselt alls staðar þar sem þessi kór kemur fram. Undirleikarar hjá honum eru margir af færustu hljóðfæraleikurum landsins. Að sögn kunnugra verður gleðin slík að hún hrífur jafnt trúaða sem efasemdarmenn með sér.

Franz Ferdinand í Krikanum í kvöld

Franz Ferdinand, ein vinsælasta hljómsveit heims, heldur tónleika í Kaplakrika í kvöld. Hljómsveitarmeðlimirnir eru ánægðir með að vera komnir til Íslands.

PSP komin á markaðinn

Það er stór dagur í dag í Evrópu fyrir Sony því  nýja PSP er komin á markaðinn og því einnig á Íslandi. Útsöluverð er í kringum 21.999 – 23.999 og sökum hversu mikil eftirspurn er á vélunum eru aðeins um 2000 vélar í sölu í dag á Íslandi.

Byrjaðu aldrei að reykja

Herferð gegn reykingum, sem ber yfirskriftina Byrjaðu aldrei að reykja hefst í dag. Takmark átaksins er að stuðla að umræðu og fræðslu án fordóma og brýna fyrir ungu fólki mikilvægi þess að afla sér upplýsinga og fræðslu áður en það byrjar að reykja.

Óborganleg skemmtun

Hagyrðingar landsins eru óðum að koma sér í réttar stellingar fyrir landsmótið á Hótel Sögu á laugardag. Sigurður Sigurðarson dýralæknir, kvæðamaður og hagyrðingur hefur sótt tólf af sextán landsmótum og hlakkar mjög til.

BF2 umfjöllun

Nýlega kom út þriðji leikurinn í Battlefield seríunni, Battlefield 2, og er maður dreginn til Mið Austurlanda og Kína til að berjast þar upp á líf og dauða. Í þetta skiptið ertu klæddur upp sem hermaður framtíðarinnar, árið 2010, sem Bandarískur Landgöngu-liði eða hermaður hjá Kínversku PLA(Peoples Liberation Army) eða MEC (Middle Eastern Coalition).

Green Day sigursælust á MTV-hátíð

Pönkið lifir og rokkið líka - í það minnsta hjá MTV. Hljómsveitin Green Day var sigursælust á árlegri verðlaunahátíð tónlistarsjónvarpsstöðvarinnar í gærkvöldi.

Cocker kominn til landsins

Söngvarinn heimsþekkti Joe Cocker kom til landsins í dag. Hann heldur tónleika í Laugardalshöllinni á fimmtudaginn. Þetta verða fyrstu tónleikarnir í endurbyggðri Laugardalshöll. Cocker, sem þykir hafa afar sérstaka rödd svo ekki sé talað um sviðsframkomu, hefur verið lengi að. Hann öðlaðist heimsfrægð þegar hann kom fram á Woodstock-tónlistarhátíðinni árið 1969.

Kvikmynd um Splinter cell?

Í fréttatilkynningu frá Dreamworks kvikmyndaverinu er sagt frá að þeir séu stutt frá því að eignast kvikmyndaréttinn af tölvuleikjum Tom Clancy um Splinter cell. Munu Dreamworks tefla fram David Pyne(The Manchurian candidate) sem leikstjóraefni fyrir komandi kvikmynd um Sam Fisher og leyniaðgerðir hans með Third Echelon í háspennu, hátæknivæddum ævintýrum hans.

Hlaupaleiðsögn í Róm

Þeir sem heimsækja Rómaborg reyna yfirleitt að komast yfir að sjá það markverðasta í borginni. Nýjasta nýtt í skoðunarferðum um borgina er hlaupaleiðasögn Carolinu Gasparetto.

Destroy all Humans

Þegar ég heyrði fyrst um Destroy all humans þá brosti ég aðeins, svo fékk ég leikinn í hendurnar og byrjaði að brosa meira. Á endanum var ég byrjaður að skellihlæja. Það myndast brosviprur einfaldlega þegar ég hugsa til leiksins. Í Destroy all humans leikur þú Cryptosporidum 137 frá plánetunni Furon sem er sentur til jarðar til þess að bjarga Cryptosporidum 136 og fá þér nokkra safaríka heila í leiðinni.

Stuð og stemming í Idolinu

Forval fyrir þriðju Idol keppnina hófst á Hótel Loftleiðum klukkan níu í morgun. Búist er við metþátttöku yfir landið eða 1400 keppendum og 600- 700 keppendum á hótelið í dag. Þegar aðstandendur keppninnar mættu á svæðið klukkan hálfátta í morgun hafði myndast löng röð fyrir utan hótelið og sumir sváfu í bílum fyrir utan.

Heimsmetabók Guinnes 50 ára

Sá sem setið hefur lengst í ísmolabaði var þar í eina klukkustund og átta mínútur. Hæsta upphæð á einum sektarseðli er þrettán milljónir, fjögur hundruð tuttugu og níu milljónir króna og það var óheppinn Finni sem fékk sektina. Þetta og fleira kemur fram í heimsmetabók Guinness sem nú fagnar hálfrar aldar afmæli.

Veggfóður hefur göngu sína á Sirkus

Hönnunar og lífstílsþátturinn Veggfóður hefur göngu sína á Sirkus næstkomandi mánudagskvöld. Sjónvarpsfólkið vinsæla Vala Matt og Hálfdán Steinþórsson eru þáttastjórnendur. Tvímenningarnir munu einnig vera með fríðan flokk fagfólks og hugmyndasmiða á bakvið sig.

Gáfnafar kynjanna

Karlar eru gáfaðri en konur. Þetta hefur gáfaðri helmingur mannkyns svo sem alltaf vitað, en nú er komin vísindaleg staðfesting og það frá femínista. </font />

Skilnaður Dönum kostnaðarsamur

Skilnaður Jóakims prins og Alexöndru prinsessu kostar danska skattborgara nokkurt fé. Þrátt fyrir að dönsk stjórnvöld hafi sett sér það mark að opinber útgjöld skuli ekki aukast um meira en hálft prósent hækkar framlagið til konungsfjölskyldunnar dönsku um rúm þrjú prósent - úr 840 milljónum króna í 867 milljónir.

Viðtal við Icegaming klanið

Icegaming klanið hefur verið boðið að keppa á World Tour Stop í Sheffield á Bretlandseyjum í september næstkomandi. GEIM sló á þráðinn í talsmann Icegaming, Þórð Þorsteinsson og fræddist aðeins um starfsemi klansins.

Halo færir sig upp á silfurtjaldið

Samkvæmt frétt úr skemmtiiðnaðar blaðinu Variety hafa Universal og 20th Century Fox komist að samkomulagi um að framleiða kvikmynd eftir hinum vinsæla skotleik Halo sem Xbox spilarar ættu að þekkja vel. Myndin á að vera komin í bíó innan við tvö ár samkvæmt heimildum.

Ryu Ga Gotoku tilkynntur formlega

Þeir sem áttu Dreamcast tölvuna sálugu frá Sega ættu að þekkja til leiksins Shenmue sem er talinn dýrasti leikur sögunnar. Í þeim leik var allt gert til að búa til lifandi heim með sterkum söguþræði og heilsteyptum karakterum.

Karlhóra komin til landsins

Karlhóra er komin til landsins. Hún segist vera reiðubúin að taka að sér verkefni, bæði í þeim geira og hjá Clint Eastwood.

Ný plata frá Sigur Rós í september

Meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar segja Takk, nýjustu plötu sína, ólíka fyrri plötum sínum. Þeir segjast hafa farið inn í hljóðverið, án þess að hafa samið nokkuð, og svo hafi einhver byrjað að spila og lögin orðið til. Takk kemur út 12. september.

Vinnualkar betri í rúminu

Karlmenn sem vinna langa vinnudaga og eiga í basli með að koma á jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs eru bestir í bólinu. Þetta er niðurstaða bandarískrar rannsóknar sem kynnt var á árlegu þingi bandarískra sálfræðinga. Rannsóknin leiddi í ljós að konur svona karla voru ánægðastar með kynlífið.

Rolling Stones lagðir af stað

Þau eru lögð af stað enn á ný, gömlu brýnin í Rolling Stones. Fjörutíu og þremur árum eftir að þeir fóru í sína fyrstu tónleikaferð blésu félagarnir til sóknar í Boston í gærkvöldi.

Líf og fjör í skólunum

Það var líf og fjör í og við grunnskólanna þegar þeir voru settir í dag. Nemendur fengu afhenda stundaskrá fyrir veturinn, en á morgun og á miðvikudag hefst skólastarfið samkvæmt stundaskránni í flestum grunnskólum Reykjavíkur. Spenna og eftirvænting var áberandi hjá krökkunum sem voru að byrja í skólanum, enda langt sumarfrí að baki.

Útsendarar Idols á Vestjörðum

Útsendarar Idol - Stjörnuleitar hafa verið á ferð á Vestfjörðum um helgina í leit sinni að næstu Idol-stjörnu. Leitin hefur gengið vel og hafa fjölmargir sungið fyrir framan myndavélina í öllum bæjum og byggðarlögum á Vestfjörðum.

Leita Idol-stjörnu á Vestfjörðum

Útsendarar Idol - Stjörnuleitar eru nú að ferðast um Vestfirði í leit að næstu Idol-stjörnu. Heimsóttir eru allir bæir á Vestfjörðum - Ísafjörður og Bolungarvík í dag en Hólmavík á morgun.

Mannfuglakeppni í Englandi

Fjöldi manna sem langar að fljúga eins og fuglinn hefur kastað sér fram af Bognor-bryggjunni í Englandi í dag. Ástæðan er hin árlega Bognor-mannfuglakeppni, þar sem keppt er um þriggja milljóna króna verðlaun.

Grísatærnar toppa allt

Fjalar Sigurðarson er heilmikill matgerðarmaður og hefur gaman af að steikja og brasa, sérstaklega á gasi en notar verkamannaútgáfur af réttunum ef sá gállinn er á honum.

Offita og veggjakrot

Í niðurstöðum nýrrar breskrar könnunar sem British Medical Journal birti í gær kemur fram að fólk sem býr í borgarumhverfi, þar sem lítið er um græn svæði en mikið af sorpi og veggjakroti og öðrum subbuskap sem fyglir stórborgum, er mun hættara við að verða offitu og offitusjúkdómum að bráð en þeim sem lifa í hreinlegra og grænna umhverfi.

Draugagangur í miðborginni

Draugangur var í miðborg Reykjavíkur í dag, en þeir voru komnir í bæinn í tilefni af Menningarnótt.

Brennslan

Birta, fylgirit Fréttablaðsins sem kemur út á föstudögum, bað mig um að taka lista yfir tíu lög sem ég myndi vilja brenna á disk. Ég valdi músík eftir Van Morrison, The Verve, Paul McCartney, Bob Dylan, Curtis Mayfield, Mariu Muldaur, The Who, Manos Hadidakis, Miles Davis og Schumann...

Sjá næstu 50 fréttir