Fleiri fréttir

Aðal­lega fyrir and­legu hliðina að koma aftur og vera með

Embla Kristínardóttir átti kröftuga innkomu af bekknum fyrir Valskonur í kvöld þegar þær báru sigurorð af Grindavík í Subway-deild kvenna, lokatölur 63-83 suður með sjó. Embla, sem er hokin af reynslu, bæði í deild og með landsliði Íslands þrátt fyrir ungan aldur, er að sögn hægt og bítandi að finna sitt gamla form en hún fór í barneignarleyfi undir lok árs 2021.

Lárus Ingi: Við hvílum okkur svo­lítið í fyrri hálf­leik

Lárus Ingi Magnússon aðstoðarþjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, sem gegndi hlutverki aðalþjálfara í fjarveru Rúnars Inga Erlingssonar, var ekki beinlínis skælbrosandi eftir stórsigur á liði Breiðabliks 85-45 fyrr í kvöld.

ÍSÍ neyði landsliðið úr undankeppni EM

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur aldrei verið eins nálægt sæti á heimsmeistaramóti og er það landslið Íslands sem er næst því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París 2024. Útlit er hins vegar fyrir að liðið verði ekki með í undankeppni næsta Evrópumóts nema ÍSÍ taki í taumana, samkvæmt formanni Körfuknattleikssambands Íslands.

Elvar skoraði fimm í Meistaradeildarsigri

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Rytas Vilnius unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti tyrkneska liðinu Bahcesehir í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld, 95-88.

Espaði Doncic upp og fékk 53 stig í andlitið

Luka Doncic skoraði fimmtíu stig eða meira í fjórða sinn á tímabilinu þegar Dallas Mavericks bar sigurorð af Detroit Pistons, 111-105, í NBA-deildinni í nótt. Allan leikinn var hann í hrókasamræðum við aðstoðarþjálfara Detroit og þær voru ekki allar á kurteisu nótunum.

„Hélt hann myndi taka þetta tíma­bil með trompi“

Að sjálfsögðu var „Framlengingin“ á sínum stað í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Þar spyr Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurninga sem sérfræðingarnir þurfa að svara. Farið var yfir hvaða leikmaður deildarinnar hefur komið mest á óvart ásamt mörgu öðru áhugaverðu.

Vrkić í Grindavík

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við hinn 35 ára gamla Zoran Vrkić um að spila með liðinu í Subway deild karla í körfubolta út leiktíðina.

Kári Jónsson: Vorum kannski orðnir of þægilegir

Kári Jónsson sá alveg hag í því að hafa tapað fyrir Breiðabliki í kvöld þó að hann hafi náttúrlega verið svekktur með frammistöðuna. Leikurinn endaði 89-78 og þrátt fyrir 20 stig frá Kára þá áttu Valsmenn varla möguleika á móti Blikum í seinni hálfleik sérstaklega.

Umfjöllun og viðtöl: Breiða­blik - Valur 89-78 | Heima­menn vaknaðir af værum blundi

Eftir fjögur töp í röð sýndu leikmenn Breiðabliks úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Vals með 11 stiga mun í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Smáranum 89-78 og segja má að Breiðablik sé vaknað af værum blundi. Sigurinn færir Blika líka í áttina að heimavallarréttinum en það eru þó fjögur stig í fjórða sætið úr því fimmta þar sem Blikar finna sig í dag eftir 14 umferðir.

Máté Dalmay: Daniel Mortensen setti niður risastór skot

Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ekki sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þegar liðið vann torsóttan sigur gegn KR eftir framlengingu í Subway-deild karla í körfubolta. Maté var þó létt að hafa náð að landa tveimur stigum. 

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 103-101 | Heima­menn sigruðu botn­liðið í spennu­trylli

Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum.

Sigrún snýr aftur til Hauka

Körfuboltakonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir mun leika með Haukum út yfirstandandi keppnistímabil eftir að hafa ákveðið að hætta hjá Fjölni, þar sem hún var spilandi aðstoðarþjálfari.

Jóhann Þór: „Það verða breytingar ef við náum þeim í gegn fyrir lok gluggans“

„Ég er fyrst og fremst stoltur af mínu liði, við gáfum þeim bara hörkuleik. Það er svolítið að tala svona, auðvitað er ég svekktur eftir tap. En við vorum ákveðnir að labba stoltir héðan út og ég held að við getum borið höfuðið hátt, sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld.

Arnar í bann en leikmenn sluppu

Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd KKÍ vegna framgöngu sinnar í leiknum gegn Keflavík síðastliðinn föstudag í Subway-deildinni í körfubolta.

Sjá næstu 50 fréttir