Körfuboltakvöld um troðsluna hans Hilmars Smára og brotið sem fylgdi: „Heppinn að slasa sig ekki“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2023 07:01 Hilmar Snær lenti heldur illa eftir að brotið var á honum þegar hann tróð boltanum með tilþrifum. Vísir/Diego „Í þessum leik sáum við troðslu með stóru T. Mögulega tilþrif ársins,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um troðslu Hilmars Smára Henningssonar í sigri Hauka á KR í framlengdum leik í Subway-deild karla á föstudagskvöld. „Kom mér á óvart, að dómarar leiksins hafi ekki dæmt villu … ég ætla ekki að lenda aftur í dómarapistlum á Karfan.is, Facebook og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta er villa,“ sagði Brynjar Þór Björnsson um tilþrif Hilmars Smára og brotið sem fylgdi. Klippa: Körfuboltakvöld: Í þessum leik sáum við troðslu með stóru T „Ég segi bara eitt, nú þarf Karl Jónsson að taka fram penna og lyklaborð og skrifa 64 blaðsíðna lærða ritrýnda grein um það hvernig þeir þrír menn sem dæmdu þennan leik gátu ekki séð að þetta var villa. Það er ótrúlegt. Það má gera fullt af mistökum í leik en að það kemur hættuleg árás á gæja sem er að troða. Það er brotið á honum tvisvar,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Hann er bara heppinn að slasa sig ekki. Ef ég hefði verið Hilmar hefði ég örugglega fengið tæknivillu. Ég hefði látið dómarann heyra það,“ bætti Brynjar Þór við. Þessa ótrúlegu körfu, brot og umræðu Körfuboltakvölds má sjá í spilaranum hér að neðan. Einnig var farið yfir líkamsstöðu Máté Dalmay, þjálfara Hauka, á hliðarlínunni. „Honum hlýtur að vera annað hvort mál að míga eða kúka, þetta er ekkert eðlileg líkamsstaða. Það er eitthvað að gerast, hann er að fá einhvern magakrampa.“ Körfubolti Körfuboltakvöld Haukar Subway-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flottustu tilþrifin í 14. umferð - Svakaleg troðsla á toppnum Fjórtánda umferð Subway deildar karla í körfubolta var gerð upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. 28. janúar 2023 12:00 Leik lokið: Haukar - KR 103-101 | Heimamenn sigruðu botnliðið í spennutrylli Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum. 27. janúar 2023 20:20 Máté Dalmay: Daniel Mortensen setti niður risastór skot Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ekki sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þegar liðið vann torsóttan sigur gegn KR eftir framlengingu í Subway-deild karla í körfubolta. Maté var þó létt að hafa náð að landa tveimur stigum. 27. janúar 2023 21:30 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira
„Kom mér á óvart, að dómarar leiksins hafi ekki dæmt villu … ég ætla ekki að lenda aftur í dómarapistlum á Karfan.is, Facebook og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta er villa,“ sagði Brynjar Þór Björnsson um tilþrif Hilmars Smára og brotið sem fylgdi. Klippa: Körfuboltakvöld: Í þessum leik sáum við troðslu með stóru T „Ég segi bara eitt, nú þarf Karl Jónsson að taka fram penna og lyklaborð og skrifa 64 blaðsíðna lærða ritrýnda grein um það hvernig þeir þrír menn sem dæmdu þennan leik gátu ekki séð að þetta var villa. Það er ótrúlegt. Það má gera fullt af mistökum í leik en að það kemur hættuleg árás á gæja sem er að troða. Það er brotið á honum tvisvar,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Hann er bara heppinn að slasa sig ekki. Ef ég hefði verið Hilmar hefði ég örugglega fengið tæknivillu. Ég hefði látið dómarann heyra það,“ bætti Brynjar Þór við. Þessa ótrúlegu körfu, brot og umræðu Körfuboltakvölds má sjá í spilaranum hér að neðan. Einnig var farið yfir líkamsstöðu Máté Dalmay, þjálfara Hauka, á hliðarlínunni. „Honum hlýtur að vera annað hvort mál að míga eða kúka, þetta er ekkert eðlileg líkamsstaða. Það er eitthvað að gerast, hann er að fá einhvern magakrampa.“
Körfubolti Körfuboltakvöld Haukar Subway-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flottustu tilþrifin í 14. umferð - Svakaleg troðsla á toppnum Fjórtánda umferð Subway deildar karla í körfubolta var gerð upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. 28. janúar 2023 12:00 Leik lokið: Haukar - KR 103-101 | Heimamenn sigruðu botnliðið í spennutrylli Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum. 27. janúar 2023 20:20 Máté Dalmay: Daniel Mortensen setti niður risastór skot Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ekki sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þegar liðið vann torsóttan sigur gegn KR eftir framlengingu í Subway-deild karla í körfubolta. Maté var þó létt að hafa náð að landa tveimur stigum. 27. janúar 2023 21:30 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira
Sjáðu flottustu tilþrifin í 14. umferð - Svakaleg troðsla á toppnum Fjórtánda umferð Subway deildar karla í körfubolta var gerð upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. 28. janúar 2023 12:00
Leik lokið: Haukar - KR 103-101 | Heimamenn sigruðu botnliðið í spennutrylli Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum. 27. janúar 2023 20:20
Máté Dalmay: Daniel Mortensen setti niður risastór skot Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ekki sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þegar liðið vann torsóttan sigur gegn KR eftir framlengingu í Subway-deild karla í körfubolta. Maté var þó létt að hafa náð að landa tveimur stigum. 27. janúar 2023 21:30