Körfubolti

Steph Curry rekinn út úr húsi fyrir að henda munnstykkinu sínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry svekkir sig yfir því að hafa verið rekinn út úr húsi en Golden State Warriors náði að klára leikinn án hans.
Stephen Curry svekkir sig yfir því að hafa verið rekinn út úr húsi en Golden State Warriors náði að klára leikinn án hans. Getty/Lachlan Cunningham

Stephen Curry skoraði 34 stig í 122-120 sigri Golden State Warriors á Memphis Grizzlies í NBA deildinni í körfubolta í nótt en fékk þó ekki að klára leikinn.

Curry var rekinn út úr húsi þegar 74 sekúndur voru efir af leiknum en Jordan Poole tryggði Warriors sigurinn með körfu í blálokin.

Curry gerðist sekur um að henda munnstykkinu sínu upp í stúku og samkvæmt dómara leiksins er það brottrekstrarsök ef það er gert að krafti eins og Steph gerði vissulega.

„Hann veit að hann má ekki gera svona mistök. Það var frábært að vinna leikinn eftir að Steph var rekinn út úr húsi,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors.

Hér fyrir neðan má sjá þetta atvik.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


×