Haukakonur unnu tíu stiga sigur á Grindavík að Ásvöllum, 77-67, þar sem heimakonur tóku frumkvæðið snemma leiks og héldu því allt til enda.
Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stigahæst í liði Hauka með 21 stig en Danielle Victoria Rodriguez var atkvæðamest gestanna með 23 stig.
Í Skógarseli á sama tíma beið ÍR lægri hlut fyrir Njarðvík, 61-77 og var sigur gestanna aldrei í hættu.
Raquel De Lima Viegas Laneiro var stigahæst í liði Njarðvíkur með nítján stig á meðan Greeta Uprus gerði 25 stig fyrir ÍR.