Körfubolti

Ungur fótalaus strákur gefur jafnöldrum sínum ekkert eftir í körfunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Josiah Johnson undirbýr sig að fara inn á völlinn.
Josiah Johnson undirbýr sig að fara inn á völlinn. Skjámynd/ESPN

Körfuboltastrákurinn Josiah Johnson hefur vakið mikla athygli vestan hafs og ekki að ástæðulausu. Það er ekki hægt að segja annað en að strákurinn skeri sig úr.

Josiah er þrettán ára gamall en hann fæddist án fóta. Það stoppaði hann samt aldrei í að spila körfubolta.

Josiah elskar körfubolta og hefur spilað hann alla ævi þrátt fyrir að vera ekki beint með líkamann til þess.

Það besta við Josiah er að hann vann sér sæti í skólaliði sínu og komst í liðið. Hann hefur meira að segja fengið að byrja leik hjá liðinu.

WLKY hefur fjallað um Josiah Johnson og nú síðast sýndi ESPN frá tilþrifum hans á körfuboltavellinum eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×