„Embiid hefur aldrei verið í betri stöðu til að sækja þessa MVP styttu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. janúar 2023 07:01 Joel Embiid hefur verið frábær að undanförnu. Mitchell Leff/Getty Images Liðurinn „Nei eða Já“ var að sjálfsögðu á sínum stað í Lögmál leiksins í gær. Farið var yfir hvort New Orleans Pelicans væri í brasi, hvort Joel Embiid væri mögulega verðmætasti leikmaður deildarinnar um þessar mundir og margt annað. Í Lögmál leiksins er farið yfir það helsta sem gerst hefur í NBA deildinni í körfubolta. Þá virkar „Nei eða Já“ þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram staðhæfingu eða spurningu sem sérfræðingar þáttarins þurfa að svara játandi eða neitandi ásamt því að rökstyðja svar sitt. New Orleans Pelicans missir af úrslitakeppninni „Já, missa af úrslitakeppninni. Það er vesen, detta inn í umspilið. Haldast í topp 10 og fá að spila í umspilinu. Ég hef áhyggjur af þessu Zion Williamson dóti og áhyggjur af þeim bara, almennt. Ekki góð ára yfir þessu,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson. „Brandon Ingram, búið að vera meiðslavesen á honum allt tímabilið. Þeir fara í umspilið. Get ímyndað mér að þeir detti þar úr leik,“ bætti Tómas Steindórsson við. Joel Embiid er í topp þrír í keppninni um MVP styttuna eftirsóttu „Já, akkúrat núna. Hann er á eftir Nikola Jokić, hann er jafnvel bara í öðru,“ sagði Tómas eftir að hugsa sig um hverjir væru betri en Embiid og Jokić um þessar mundir. „Þetta er Jokić, Jayson Tatum og Embiid akkúrat núna. Kjósendur eru með stutt minni, þau munu muna eftir þessum leik sem Embiid tók á Jokić. Menn muna eftir svona. Embiid hefur aldrei verið í betri stöðu til að sækja þessa MVP styttu,“ sagði Sigurður Orri. „Ég held bara að ef það væri kosið núna, eftir þennan leik, myndi hann vinna,“ skaut Kjartan Atli inn í áður en Tómas sagðist hreinlega halda með Embiid í baráttunni um MVP [Verðmætasti leikmaður deildarinnar]. Annað sem var farið yfir í „Nei eða Já“ að þessu sinni var hvort Damian Lillard ætti að klára ferilinn í Portlan Trail Blazers, þá var farið yfir hversu góður Scottie Pippen væri í NBA-deild dagsins í dag og hvaða leikmenn frá 90´s sérfræðingarnir væru til í að sjá í deildinni í dag. Klippa: Körfuboltakvöld: Embiid hefur aldrei verið í betri stöðu til að sækja þessa MVP styttu Körfubolti Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Skoðuðu kostulegt atvik í NBA: „Með því fyndnara sem maður hefur séð“ NBA-sérfræðingarnir í Lögmálum leiksins skoða í þætti kvöldsins meðal annars það sem á gekk í lok venjulegs leiktíma leiks LA Lakers og Boston Celtics um helgina, þar sem slæm dómaramistök kostuðu Lakers líklega sigur. 30. janúar 2023 17:01 Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira
Í Lögmál leiksins er farið yfir það helsta sem gerst hefur í NBA deildinni í körfubolta. Þá virkar „Nei eða Já“ þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram staðhæfingu eða spurningu sem sérfræðingar þáttarins þurfa að svara játandi eða neitandi ásamt því að rökstyðja svar sitt. New Orleans Pelicans missir af úrslitakeppninni „Já, missa af úrslitakeppninni. Það er vesen, detta inn í umspilið. Haldast í topp 10 og fá að spila í umspilinu. Ég hef áhyggjur af þessu Zion Williamson dóti og áhyggjur af þeim bara, almennt. Ekki góð ára yfir þessu,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson. „Brandon Ingram, búið að vera meiðslavesen á honum allt tímabilið. Þeir fara í umspilið. Get ímyndað mér að þeir detti þar úr leik,“ bætti Tómas Steindórsson við. Joel Embiid er í topp þrír í keppninni um MVP styttuna eftirsóttu „Já, akkúrat núna. Hann er á eftir Nikola Jokić, hann er jafnvel bara í öðru,“ sagði Tómas eftir að hugsa sig um hverjir væru betri en Embiid og Jokić um þessar mundir. „Þetta er Jokić, Jayson Tatum og Embiid akkúrat núna. Kjósendur eru með stutt minni, þau munu muna eftir þessum leik sem Embiid tók á Jokić. Menn muna eftir svona. Embiid hefur aldrei verið í betri stöðu til að sækja þessa MVP styttu,“ sagði Sigurður Orri. „Ég held bara að ef það væri kosið núna, eftir þennan leik, myndi hann vinna,“ skaut Kjartan Atli inn í áður en Tómas sagðist hreinlega halda með Embiid í baráttunni um MVP [Verðmætasti leikmaður deildarinnar]. Annað sem var farið yfir í „Nei eða Já“ að þessu sinni var hvort Damian Lillard ætti að klára ferilinn í Portlan Trail Blazers, þá var farið yfir hversu góður Scottie Pippen væri í NBA-deild dagsins í dag og hvaða leikmenn frá 90´s sérfræðingarnir væru til í að sjá í deildinni í dag. Klippa: Körfuboltakvöld: Embiid hefur aldrei verið í betri stöðu til að sækja þessa MVP styttu
Körfubolti Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Skoðuðu kostulegt atvik í NBA: „Með því fyndnara sem maður hefur séð“ NBA-sérfræðingarnir í Lögmálum leiksins skoða í þætti kvöldsins meðal annars það sem á gekk í lok venjulegs leiktíma leiks LA Lakers og Boston Celtics um helgina, þar sem slæm dómaramistök kostuðu Lakers líklega sigur. 30. janúar 2023 17:01 Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira
Skoðuðu kostulegt atvik í NBA: „Með því fyndnara sem maður hefur séð“ NBA-sérfræðingarnir í Lögmálum leiksins skoða í þætti kvöldsins meðal annars það sem á gekk í lok venjulegs leiktíma leiks LA Lakers og Boston Celtics um helgina, þar sem slæm dómaramistök kostuðu Lakers líklega sigur. 30. janúar 2023 17:01