Memphis Grizzlies, sem situr í öðru sæti Vesturdeildarinnar, tapaði sínum fimmta leik í röð þegar liðið heimsótti Minnesota Timberwolves.
Steph Curry fór mikinn í öruggum sigri Golden State Warriors á Toronto Raptors en Curry var stigahæsti leikmaður vallarins með 35 stig auk þess sem hann gaf ellefu stoðsendingar.
Steph in the Warriors win:
— NBA (@NBA) January 28, 2023
35 points
7 rebounds
11 assists
4 threes pic.twitter.com/cTxtVC8Feb
Gríska undrið Giannis Antetokounmpo fór fyrir sínu liði, Milwaukee Bucks, þegar liðið vann sinn þriðja leik í röð gegn lánlausu liði Indiana Pacers.
Giannis gerði 41 stig auk þess að rífa niður tólf fráköst og gefa sex stoðsendingar
Giannis dropped a 41-piece in a @Bucks win tonight!
— NBA Fantasy (@NBAFantasy) January 28, 2023
His dominant performance earns him the @YahooFantasy Player of the Night
41 PTS | 12 REB | 6 AST | 68.4 FPTS pic.twitter.com/mvpmGilpjr
Úrslit næturinnar
Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 131-141
Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 111-100
Miami Heat - Orlando Magic 110-105
Oklahoma City Thunder - Cleveland Cavaliers 112-100
Golden State Warriors - Toronto Raptors 129-117