NBA: Reiður Embiid sýndi hvað í sér býr, aftur tapaði Lakers fyrir Boston í framlengdum leik og Nets eiga New York Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2023 10:31 Embiid kom, sá, skoraði 47 stig og sigraði. Mitchell Leff/Getty Images Fjölmargir áhugaverðir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöldi og í nótt. Þar ber helst að nefna sigur Philadelphia 76ers á Denver Nuggets, sigur Boston Celtics á Los Angeles Lakers í framlengdum leik og sigur Brooklyn Nets á New York Knicks. Joel Embiid verður ekki meðal þeirra 10 leikmanna sem byrja stjörnuleik NBA deildarinnar í ár og virðist sem það hafi farið fyrir brjóstið á kauða. Hann átti hreint út sagt magnaðan leik þegar 76ers vann sjö stiga sigur á Nikola Jokić og félögum í Nuggets. Það byrjaði hins vegar ekki vel fyrir Embiid og vini hans þar sem Denver var 15 stigum yfir í hálfleik, staðan þá 58-73. Í síðari hálfleik gekk hins vegar allt upp og Philadelphia vann leikinn 126-119. Embiid var langstigahæstur á vellinum með 47 stig en hann tók einnig 18 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. James Harden kom þar á eftir með 17 stig, 13 stoðsendingar og 4 fráköst. Hjá Denver skoraði Jokić 24 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Jamal Murray kom þar á eftir með 22 stig. 47 points18 rebounds5 assists3 steals2 blocksJoel Embiid put on a MONSTER performance in the Sixers W. #NBARivalsWeek pic.twitter.com/TiXwFAFsZE— NBA (@NBA) January 28, 2023 Nets og Knicks mættust svo í baráttunni um Stóra eplið. Kevin Durant var enn frá vegna meiðsla og þá tapaði liðið fyrir Detroit Pistons í leiknum á undan þessum. Knicks hefur hugsað sér gott til glóðarinnar. Það voru hins vegar Nets sem byrjuðu betur og voru á endanum 13 stigum yfir í hálfleik. Lagði það grunninn að sigri liðsins en það fór svo að Nets vann með sjö stiga mun, 122-115. NETS WIN pic.twitter.com/GdnDUn7Fr6— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) January 29, 2023 Kyrie Irving var að sjálfsögðu stigahæstur í Nets með 32 stig, þetta var sjötti leikurinn í röð sem hann skorar 30 stig eða meira. Kyrie gaf einnig 9 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Þeir leikmenn Nets sem tóku þátt í leiknum komust allir á blað og allir skoruðu 5 stig eða meira. Hjá Knicks var Jalen Brunson stigahæstur með 26 stig. Þar á eftir kom RJ Barrett með 24 stig á meðan Julius Randle skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. 20+ points in the fourth... AGAIN. pic.twitter.com/RHwYiChiXi— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) January 29, 2023 Gömlu fjendurnir Boston Celtics og Los Angeles Lakers mættust í Boston. Heimaliðið hafði tapað þremur leikjum í röð á meðan Anthony Davis er mættur aftur í lið Lakers sem lætur sig dreyma um að komast allavega í umspilið um sæti í úrslitakeppninni. Á sama tíma er Boston að passa sig að missa ekki toppsætið í Austurdeildinni. Leikurinn var mjög jafn frá upphafi til enda og taphrina Boston greinilega haft áhrif á sjálfstraust liðsins. Spennan var gríðarleg undir lok leiks en Lakers var þremur stigum yfir þegar tæpar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Lakers hafa átt í vandræðum með að loka leikjum allt tímabilið og það kom í bakið á þeim í nótt. Al Horford átti ömurlegt þriggja stiga skot en Jaylen Brown náði frákastinu, setti boltann ofan í ásamt því að fá vítaskot til að jafna leikinn – sem hann og gerði. Atvikið sem um er ræðir.Maddie Meyer/Getty Images LeBron James fékk tækifæri til að vinna leikinn í blálokin en Jayson Tatum sló í hendina á LeBron er hann keyrði að körfunni, skotið geigaði og ekkert dæmt. Staðan því 105-105 þegar venjulegur leiktími rann út og það þýðir aðeins eitt, framlenging. Þar reyndust Boston sterkari og unnu á endanum fjögurra stiga sigur, 125-121. Er þetta annar leikur liðanna sem fer í framlengingu á leiktíðinni og í bæði skiptin hefur Boston unnið. Brown var stigahæstur í liði Celtics með 37 stig ásamt því að taka 9 fráköst. Tatum skoraði 30 stig og tók 11 fráköst. Þá skaut Malcolm Brogdon upp kollinum með 26 stig. 37 PTS 9 REB 3 ASTJaylen Brown showed out in the Celtics W. pic.twitter.com/XA8U7W8Rkd— NBA (@NBA) January 29, 2023 Hjá Lakers var LeBron með 41 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Davis skoraði 16 stig og tók 10 fráköst. LeBron tonight:41 points9 rebounds8 assists6 threes117 points to the all-time scoring record. pic.twitter.com/YjfVdotVHr— NBA (@NBA) January 29, 2023 Önnur úrslit Orlando Magic 109 – 128 Chicago BullsDetroit Pistons 90 – 85 Houston RocketsAtlanta Hawks 113 - 120 LA ClippersNew Orleans Pelicans 103 – 113 Washington WizardsSan Antonio Spurs 118 – 128 Phoenix Suns [Framlenging]Minnesota Timberwolves 117 – 110 Sacramento KingsUtah Jazz 108 – 100 Dallas MavericksPortland Trail Blazers 105 – 123 Toronto Raptors A look at the updated NBA standings https://t.co/6FlAliik3X pic.twitter.com/pOg3zPkkZd— NBA (@NBA) January 29, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira
Joel Embiid verður ekki meðal þeirra 10 leikmanna sem byrja stjörnuleik NBA deildarinnar í ár og virðist sem það hafi farið fyrir brjóstið á kauða. Hann átti hreint út sagt magnaðan leik þegar 76ers vann sjö stiga sigur á Nikola Jokić og félögum í Nuggets. Það byrjaði hins vegar ekki vel fyrir Embiid og vini hans þar sem Denver var 15 stigum yfir í hálfleik, staðan þá 58-73. Í síðari hálfleik gekk hins vegar allt upp og Philadelphia vann leikinn 126-119. Embiid var langstigahæstur á vellinum með 47 stig en hann tók einnig 18 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. James Harden kom þar á eftir með 17 stig, 13 stoðsendingar og 4 fráköst. Hjá Denver skoraði Jokić 24 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Jamal Murray kom þar á eftir með 22 stig. 47 points18 rebounds5 assists3 steals2 blocksJoel Embiid put on a MONSTER performance in the Sixers W. #NBARivalsWeek pic.twitter.com/TiXwFAFsZE— NBA (@NBA) January 28, 2023 Nets og Knicks mættust svo í baráttunni um Stóra eplið. Kevin Durant var enn frá vegna meiðsla og þá tapaði liðið fyrir Detroit Pistons í leiknum á undan þessum. Knicks hefur hugsað sér gott til glóðarinnar. Það voru hins vegar Nets sem byrjuðu betur og voru á endanum 13 stigum yfir í hálfleik. Lagði það grunninn að sigri liðsins en það fór svo að Nets vann með sjö stiga mun, 122-115. NETS WIN pic.twitter.com/GdnDUn7Fr6— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) January 29, 2023 Kyrie Irving var að sjálfsögðu stigahæstur í Nets með 32 stig, þetta var sjötti leikurinn í röð sem hann skorar 30 stig eða meira. Kyrie gaf einnig 9 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Þeir leikmenn Nets sem tóku þátt í leiknum komust allir á blað og allir skoruðu 5 stig eða meira. Hjá Knicks var Jalen Brunson stigahæstur með 26 stig. Þar á eftir kom RJ Barrett með 24 stig á meðan Julius Randle skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. 20+ points in the fourth... AGAIN. pic.twitter.com/RHwYiChiXi— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) January 29, 2023 Gömlu fjendurnir Boston Celtics og Los Angeles Lakers mættust í Boston. Heimaliðið hafði tapað þremur leikjum í röð á meðan Anthony Davis er mættur aftur í lið Lakers sem lætur sig dreyma um að komast allavega í umspilið um sæti í úrslitakeppninni. Á sama tíma er Boston að passa sig að missa ekki toppsætið í Austurdeildinni. Leikurinn var mjög jafn frá upphafi til enda og taphrina Boston greinilega haft áhrif á sjálfstraust liðsins. Spennan var gríðarleg undir lok leiks en Lakers var þremur stigum yfir þegar tæpar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Lakers hafa átt í vandræðum með að loka leikjum allt tímabilið og það kom í bakið á þeim í nótt. Al Horford átti ömurlegt þriggja stiga skot en Jaylen Brown náði frákastinu, setti boltann ofan í ásamt því að fá vítaskot til að jafna leikinn – sem hann og gerði. Atvikið sem um er ræðir.Maddie Meyer/Getty Images LeBron James fékk tækifæri til að vinna leikinn í blálokin en Jayson Tatum sló í hendina á LeBron er hann keyrði að körfunni, skotið geigaði og ekkert dæmt. Staðan því 105-105 þegar venjulegur leiktími rann út og það þýðir aðeins eitt, framlenging. Þar reyndust Boston sterkari og unnu á endanum fjögurra stiga sigur, 125-121. Er þetta annar leikur liðanna sem fer í framlengingu á leiktíðinni og í bæði skiptin hefur Boston unnið. Brown var stigahæstur í liði Celtics með 37 stig ásamt því að taka 9 fráköst. Tatum skoraði 30 stig og tók 11 fráköst. Þá skaut Malcolm Brogdon upp kollinum með 26 stig. 37 PTS 9 REB 3 ASTJaylen Brown showed out in the Celtics W. pic.twitter.com/XA8U7W8Rkd— NBA (@NBA) January 29, 2023 Hjá Lakers var LeBron með 41 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Davis skoraði 16 stig og tók 10 fráköst. LeBron tonight:41 points9 rebounds8 assists6 threes117 points to the all-time scoring record. pic.twitter.com/YjfVdotVHr— NBA (@NBA) January 29, 2023 Önnur úrslit Orlando Magic 109 – 128 Chicago BullsDetroit Pistons 90 – 85 Houston RocketsAtlanta Hawks 113 - 120 LA ClippersNew Orleans Pelicans 103 – 113 Washington WizardsSan Antonio Spurs 118 – 128 Phoenix Suns [Framlenging]Minnesota Timberwolves 117 – 110 Sacramento KingsUtah Jazz 108 – 100 Dallas MavericksPortland Trail Blazers 105 – 123 Toronto Raptors A look at the updated NBA standings https://t.co/6FlAliik3X pic.twitter.com/pOg3zPkkZd— NBA (@NBA) January 29, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira