Körfubolti

Sendill með mat inn á vellinum í miðjum körfuboltaleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sendillinn sést hér kominn inn á völlinn í miðjum leik.
Sendillinn sést hér kominn inn á völlinn í miðjum leik. Skjámynd/Twitter/@CBB_Central

Sum atvik eru svo fáránleg að ef flestir myndu ekki trúa því nema þau sæju það með berum augum. Dæmi um þetta var atvikið í bandaríska háskólakörfuboltanum í leik Loyola Chicago og Duquesne.

Leikurinn var í járnum í seinni hálfleik og Loyola Chicago þremur stigum yfir, 40-37.

Allt í einu birtist sendill með matarsendingu og virtist vera að leita af þeim sem hafði pantað matinn.

Sendillinn var ekkert að pæla í því sem var í gangi í leiknum og steig inn á völlinn meðan leikmaður var með boltann rétt hjá honum.

Dómarinn rak hann strax af velli og stuttu eftir tóku dómararnir leikhlé til að koma öryggismálum leikvallarins á hreint.

Sjónvarpslýsendurnir tóku vel eftir manninum og annar þeirra þóttist sjá pokann merktan með Uber Eats límmiða og ýjaði að því að einhver hafi pantað sér McDonald's.

Atvikið furðulega má sjá hér fyrir ofan.

Í framhaldinu hafa menn velt því fyrir sér hvernig sendillinn hafi komist miðalaus alla leið inn á völlinn og það er líka orðrómur um að þetta hafi verið einhver hrekkur.

Hvað svo sem er hið rétta í þessu þá var þetta eitthvað sem þú sérð ekki á hverjum degi í körfuboltaleik.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×