Aðallega fyrir andlegu hliðina að koma aftur og vera með Siggeir F. Ævarsson skrifar 1. febrúar 2023 23:16 Embla Kristínardóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Dröfn Embla Kristínardóttir átti kröftuga innkomu af bekknum fyrir Valskonur í kvöld þegar þær báru sigurorð af Grindavík í Subway-deild kvenna, lokatölur 63-83 suður með sjó. Embla, sem er hokin af reynslu, bæði í deild og með landsliði Íslands þrátt fyrir ungan aldur, er að sögn hægt og bítandi að finna sitt gamla form en hún fór í barneignarleyfi undir lok árs 2021. Aðeins sjö mánuðum eftir að yngri dóttir hennar kom í heiminn er Embla kominn á fullt með Valskonum, og því lá beinast við að spyrja hana hvernig henni liði. „Mér líður bara vel. Gott að vera að spila aftur, mjög gaman, og gott fyrir andlegu hliðina líka. En þetta var bara geggjaður liðssigur og gaman að vera í Val.“ Embla gat þó ekki tekið undir þá fullyrðingu blaðamanns að hún væri hratt og örugglega að komast í sitt gamla form. „Nei alls ekki, augljóslega ekki sko.“ – sagði Embla og hló við, greinilega skemmt yfir bjartsýni blaðamanns. „En það er bara eitthvað sem kemur. Ég reyni bara að spila á minni reynslu, skjóta opnum skotum, koma með einhverja baráttu og taka fráköst. Ég er alls ekki að spila eins og í mínu gamla formi en það kemur bara og það er ekkert sem ég er að stressa mig á. Þetta er aðallega fyrir andlegu hliðina, koma aftur og vera með. Vera partur af liði. Og komast útúr húsi!“ Embla kom eins og áður sagði með mikinn kraft og baráttuanda inn í leik Vals í kvöld. Hún kom með margt inn í leikinn sem sést ekki endilega á tölfræðiskýrslunni og virtist hreinlega kveikja í liðsfélögum sínum þegar leikurinn var í járnum. Hún uppskar tvær villur í röð á örstuttum kafla og var ansi ósátt við aðra þeirra. Það var því ekki úr vegi að spyrja Emblu hvort Ísak Kristinsson hefði mögulega splæst tæknivillu á þessi viðbrögð? „Eflaust Simmi já líka.“ – sagði Embla hlæjandi. „Þetta er bara leikurinn, hiti og leikmenn þurfa að fá að pústa líka.“ En þetta er samt eitthvað sem er ómissandi partur af leiknum, stundum þarf bara einhvern til að sýna smá tilfinningar og koma hlutnum á hreyfingu? „Algjörlega, og við erum með fullt lið og fullt af leikmönnum þar sem hver og einn er með sitt hlutverk og þetta er bara hlutverkið mitt núna. Að koma og gösslast aðeins inná. Fá nokkrar villur og kannski æsa aðeins upp í leikmönnum.“ Nú eru Valskonur komnar með 10 sigra í röð í deildinni. Er Embla ekki bara nokkuð bjartsýn á framhaldið? „Jú en við erum bara að hugsa um einn leik í einu, ekkert endilega að hugsa um þessa tíu leiki í röð. Næsti leikur er bara næsti leikur. Sigur í kvöld og við ætlum bara að halda áfram, einn sigur í einu.“ Framundan er landsleikjapása. Tekur Embla henni fagnandi á þessum tímapunkti? „Kærkomin hvíld fyrir mig! Fínt að fá að æfa örlítið meira, hlaupa aðeins og komast betur inn í liðskerfin. Kærkomið held ég.“ UMF Grindavík Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Sjá meira
Aðeins sjö mánuðum eftir að yngri dóttir hennar kom í heiminn er Embla kominn á fullt með Valskonum, og því lá beinast við að spyrja hana hvernig henni liði. „Mér líður bara vel. Gott að vera að spila aftur, mjög gaman, og gott fyrir andlegu hliðina líka. En þetta var bara geggjaður liðssigur og gaman að vera í Val.“ Embla gat þó ekki tekið undir þá fullyrðingu blaðamanns að hún væri hratt og örugglega að komast í sitt gamla form. „Nei alls ekki, augljóslega ekki sko.“ – sagði Embla og hló við, greinilega skemmt yfir bjartsýni blaðamanns. „En það er bara eitthvað sem kemur. Ég reyni bara að spila á minni reynslu, skjóta opnum skotum, koma með einhverja baráttu og taka fráköst. Ég er alls ekki að spila eins og í mínu gamla formi en það kemur bara og það er ekkert sem ég er að stressa mig á. Þetta er aðallega fyrir andlegu hliðina, koma aftur og vera með. Vera partur af liði. Og komast útúr húsi!“ Embla kom eins og áður sagði með mikinn kraft og baráttuanda inn í leik Vals í kvöld. Hún kom með margt inn í leikinn sem sést ekki endilega á tölfræðiskýrslunni og virtist hreinlega kveikja í liðsfélögum sínum þegar leikurinn var í járnum. Hún uppskar tvær villur í röð á örstuttum kafla og var ansi ósátt við aðra þeirra. Það var því ekki úr vegi að spyrja Emblu hvort Ísak Kristinsson hefði mögulega splæst tæknivillu á þessi viðbrögð? „Eflaust Simmi já líka.“ – sagði Embla hlæjandi. „Þetta er bara leikurinn, hiti og leikmenn þurfa að fá að pústa líka.“ En þetta er samt eitthvað sem er ómissandi partur af leiknum, stundum þarf bara einhvern til að sýna smá tilfinningar og koma hlutnum á hreyfingu? „Algjörlega, og við erum með fullt lið og fullt af leikmönnum þar sem hver og einn er með sitt hlutverk og þetta er bara hlutverkið mitt núna. Að koma og gösslast aðeins inná. Fá nokkrar villur og kannski æsa aðeins upp í leikmönnum.“ Nú eru Valskonur komnar með 10 sigra í röð í deildinni. Er Embla ekki bara nokkuð bjartsýn á framhaldið? „Jú en við erum bara að hugsa um einn leik í einu, ekkert endilega að hugsa um þessa tíu leiki í röð. Næsti leikur er bara næsti leikur. Sigur í kvöld og við ætlum bara að halda áfram, einn sigur í einu.“ Framundan er landsleikjapása. Tekur Embla henni fagnandi á þessum tímapunkti? „Kærkomin hvíld fyrir mig! Fínt að fá að æfa örlítið meira, hlaupa aðeins og komast betur inn í liðskerfin. Kærkomið held ég.“
UMF Grindavík Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Sjá meira