Aðallega fyrir andlegu hliðina að koma aftur og vera með Siggeir F. Ævarsson skrifar 1. febrúar 2023 23:16 Embla Kristínardóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Dröfn Embla Kristínardóttir átti kröftuga innkomu af bekknum fyrir Valskonur í kvöld þegar þær báru sigurorð af Grindavík í Subway-deild kvenna, lokatölur 63-83 suður með sjó. Embla, sem er hokin af reynslu, bæði í deild og með landsliði Íslands þrátt fyrir ungan aldur, er að sögn hægt og bítandi að finna sitt gamla form en hún fór í barneignarleyfi undir lok árs 2021. Aðeins sjö mánuðum eftir að yngri dóttir hennar kom í heiminn er Embla kominn á fullt með Valskonum, og því lá beinast við að spyrja hana hvernig henni liði. „Mér líður bara vel. Gott að vera að spila aftur, mjög gaman, og gott fyrir andlegu hliðina líka. En þetta var bara geggjaður liðssigur og gaman að vera í Val.“ Embla gat þó ekki tekið undir þá fullyrðingu blaðamanns að hún væri hratt og örugglega að komast í sitt gamla form. „Nei alls ekki, augljóslega ekki sko.“ – sagði Embla og hló við, greinilega skemmt yfir bjartsýni blaðamanns. „En það er bara eitthvað sem kemur. Ég reyni bara að spila á minni reynslu, skjóta opnum skotum, koma með einhverja baráttu og taka fráköst. Ég er alls ekki að spila eins og í mínu gamla formi en það kemur bara og það er ekkert sem ég er að stressa mig á. Þetta er aðallega fyrir andlegu hliðina, koma aftur og vera með. Vera partur af liði. Og komast útúr húsi!“ Embla kom eins og áður sagði með mikinn kraft og baráttuanda inn í leik Vals í kvöld. Hún kom með margt inn í leikinn sem sést ekki endilega á tölfræðiskýrslunni og virtist hreinlega kveikja í liðsfélögum sínum þegar leikurinn var í járnum. Hún uppskar tvær villur í röð á örstuttum kafla og var ansi ósátt við aðra þeirra. Það var því ekki úr vegi að spyrja Emblu hvort Ísak Kristinsson hefði mögulega splæst tæknivillu á þessi viðbrögð? „Eflaust Simmi já líka.“ – sagði Embla hlæjandi. „Þetta er bara leikurinn, hiti og leikmenn þurfa að fá að pústa líka.“ En þetta er samt eitthvað sem er ómissandi partur af leiknum, stundum þarf bara einhvern til að sýna smá tilfinningar og koma hlutnum á hreyfingu? „Algjörlega, og við erum með fullt lið og fullt af leikmönnum þar sem hver og einn er með sitt hlutverk og þetta er bara hlutverkið mitt núna. Að koma og gösslast aðeins inná. Fá nokkrar villur og kannski æsa aðeins upp í leikmönnum.“ Nú eru Valskonur komnar með 10 sigra í röð í deildinni. Er Embla ekki bara nokkuð bjartsýn á framhaldið? „Jú en við erum bara að hugsa um einn leik í einu, ekkert endilega að hugsa um þessa tíu leiki í röð. Næsti leikur er bara næsti leikur. Sigur í kvöld og við ætlum bara að halda áfram, einn sigur í einu.“ Framundan er landsleikjapása. Tekur Embla henni fagnandi á þessum tímapunkti? „Kærkomin hvíld fyrir mig! Fínt að fá að æfa örlítið meira, hlaupa aðeins og komast betur inn í liðskerfin. Kærkomið held ég.“ UMF Grindavík Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira
Aðeins sjö mánuðum eftir að yngri dóttir hennar kom í heiminn er Embla kominn á fullt með Valskonum, og því lá beinast við að spyrja hana hvernig henni liði. „Mér líður bara vel. Gott að vera að spila aftur, mjög gaman, og gott fyrir andlegu hliðina líka. En þetta var bara geggjaður liðssigur og gaman að vera í Val.“ Embla gat þó ekki tekið undir þá fullyrðingu blaðamanns að hún væri hratt og örugglega að komast í sitt gamla form. „Nei alls ekki, augljóslega ekki sko.“ – sagði Embla og hló við, greinilega skemmt yfir bjartsýni blaðamanns. „En það er bara eitthvað sem kemur. Ég reyni bara að spila á minni reynslu, skjóta opnum skotum, koma með einhverja baráttu og taka fráköst. Ég er alls ekki að spila eins og í mínu gamla formi en það kemur bara og það er ekkert sem ég er að stressa mig á. Þetta er aðallega fyrir andlegu hliðina, koma aftur og vera með. Vera partur af liði. Og komast útúr húsi!“ Embla kom eins og áður sagði með mikinn kraft og baráttuanda inn í leik Vals í kvöld. Hún kom með margt inn í leikinn sem sést ekki endilega á tölfræðiskýrslunni og virtist hreinlega kveikja í liðsfélögum sínum þegar leikurinn var í járnum. Hún uppskar tvær villur í röð á örstuttum kafla og var ansi ósátt við aðra þeirra. Það var því ekki úr vegi að spyrja Emblu hvort Ísak Kristinsson hefði mögulega splæst tæknivillu á þessi viðbrögð? „Eflaust Simmi já líka.“ – sagði Embla hlæjandi. „Þetta er bara leikurinn, hiti og leikmenn þurfa að fá að pústa líka.“ En þetta er samt eitthvað sem er ómissandi partur af leiknum, stundum þarf bara einhvern til að sýna smá tilfinningar og koma hlutnum á hreyfingu? „Algjörlega, og við erum með fullt lið og fullt af leikmönnum þar sem hver og einn er með sitt hlutverk og þetta er bara hlutverkið mitt núna. Að koma og gösslast aðeins inná. Fá nokkrar villur og kannski æsa aðeins upp í leikmönnum.“ Nú eru Valskonur komnar með 10 sigra í röð í deildinni. Er Embla ekki bara nokkuð bjartsýn á framhaldið? „Jú en við erum bara að hugsa um einn leik í einu, ekkert endilega að hugsa um þessa tíu leiki í röð. Næsti leikur er bara næsti leikur. Sigur í kvöld og við ætlum bara að halda áfram, einn sigur í einu.“ Framundan er landsleikjapása. Tekur Embla henni fagnandi á þessum tímapunkti? „Kærkomin hvíld fyrir mig! Fínt að fá að æfa örlítið meira, hlaupa aðeins og komast betur inn í liðskerfin. Kærkomið held ég.“
UMF Grindavík Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira