Körfubolti

Máté Dalmay: Daniel Mortensen setti niður risastór skot

Hjörvar Ólafsson skrifar
Máté Dalmay var sáttari við stigin en spilamennskuna í þessum leik. 
Máté Dalmay var sáttari við stigin en spilamennskuna í þessum leik.  Vísir/Pawel

Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ekki sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þegar liðið vann torsóttan sigur gegn KR eftir framlengingu í Subway-deild karla í körfubolta. Maté var þó létt að hafa náð að landa tveimur stigum. 

„Framan af leik héldum við að við gætum tekið þennan leik á hálfum hraða en það er bara ekki möguleiki á þessum tímapunkti í tímabilinu. 

Við vorum að taka rosalega margar rangar ákvarðanir þegar við vorum að ná einhverjum takt í spilamennskuna hjá okkur. Um leið og við náðum upp einhverjum varnarleik eða flæði í sóknarleiknum þá kom tapaður bolti eða slök ákvörðun í kjölfarið,“ sagði Máté Dalmay, þjálfari Hauka, eftir að þessum æsispennandi leik lauk.

Daniel Mortensen reyndist Haukum afar vel þegar mest á reyndi. Vísir/Pawel

„Við náðum hins vegar að taka okkur saman í andlitinu og úr varð þessi rosalega spennutryllir. Bæði lið settu stór skot ofan í og Daniel Mortensen batt tvisvar sinnum endahnútinn á play sem ég setti upp og kom okkur í framlengingu. 

Þessi leikur hefði getað dottið hvoru megin sem var en sem betur fer náðum við að vera yfir þegar mestu máli skiptir," sagði Maté enn fremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×