Birna Valgerður gaf ekki kost á sér í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2023 13:42 Birna Valgerður Benónýsdóttir er næststigahæsti íslenski leikmaðurinn í Subway deild kvenna. Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson hefur valið tólf leikmenn sem spila síðustu tvo leikina í undankeppni Evrópumóts kvenna í körfubolta í næsta mánuði. Benedikt gerir eina breytingu á liðinu sem hann valdi í nóvember. Haukakonan Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir kemur inn fyrir Dagnýju Lísu Davíðsdóttur en Dagný er meidd. Það vakti athygli að miðherjinn öflugi úr Keflavík, Birna Valgerður Benónýsdóttir, er ekki í hópnum en Birna er að skora 16,0 stig í leik fyrir topplið Subway deildar kvenna. Tinna Guðrún Alexandersdóttir úr Haukum er eini íslenski leikmaður deildarinnar sem að skora meira að meðaltali í leik í vetur. Í tilkynningu KKÍ kemur fram að Birna sé ekki frá vegna meiðsla eins og í verkefninu í nóvember en þær sem ekki gátu tekið þátt að þessu sinni vegna meiðsla eru þær Dagný Lísa, Hallveig Jónsdóttir úr Val og Helena Sverrisdóttir úr Haukum. Uppfært: Þó að það hafi ekki komið fram í tilkynningu KKÍ í dag þá gaf Birna Valgerður ekki kost á sér í landsliðið. Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari, staðfesti við Vísi, að leikmaðurinn hafi ekki gefið kost á sér í þetta verkefni. Leikið verður nú í febrúar heima og að heiman og þar með klárast þessi undankeppni. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía. Ísland hefur leikið gegn Rúmeníu tvisvar og Ungverjalandi hér heima í nóvember 2022 fyrir rúmu ári síðan. Ísland náði í einn sigur, í leiknum í nóvember síðastliðnum á heimavelli gegn Rúmeníu og hafði að auki innbyrðis sigur eftir tvo leiki. Leikir febrúar verða gegn Ungverjalandi og Spáni. Fyrst verður leikið á útivelli gegn Ungverjalandi þann 9. febrúar í Miskolc, og svo hér heima gegn Spáni í seinni leiknum. Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 12. febrúar klukkan 19:45. Íslenska liðið mun ferðast út mánudaginn 6. febrúar og vera við æfingar ytra fram að leik. Íslenska liðið er þannig skipað: Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (4 landsleikir) Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (8) Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (14) Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (4) Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (6) Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Haukar (2) Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (4) Hildur Björg Kjartansdóttir · Valur (38) Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (10) Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (28) Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (2) Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (27) Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson. Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir · Atlas Endurhæfing Læknir: Unnur Tara Jónsdóttir Fararstjórn: Kristinn Geir Pálsson, Sigrún Ragnarsdóttir og Hannes S. Jónsson. Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Benedikt gerir eina breytingu á liðinu sem hann valdi í nóvember. Haukakonan Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir kemur inn fyrir Dagnýju Lísu Davíðsdóttur en Dagný er meidd. Það vakti athygli að miðherjinn öflugi úr Keflavík, Birna Valgerður Benónýsdóttir, er ekki í hópnum en Birna er að skora 16,0 stig í leik fyrir topplið Subway deildar kvenna. Tinna Guðrún Alexandersdóttir úr Haukum er eini íslenski leikmaður deildarinnar sem að skora meira að meðaltali í leik í vetur. Í tilkynningu KKÍ kemur fram að Birna sé ekki frá vegna meiðsla eins og í verkefninu í nóvember en þær sem ekki gátu tekið þátt að þessu sinni vegna meiðsla eru þær Dagný Lísa, Hallveig Jónsdóttir úr Val og Helena Sverrisdóttir úr Haukum. Uppfært: Þó að það hafi ekki komið fram í tilkynningu KKÍ í dag þá gaf Birna Valgerður ekki kost á sér í landsliðið. Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari, staðfesti við Vísi, að leikmaðurinn hafi ekki gefið kost á sér í þetta verkefni. Leikið verður nú í febrúar heima og að heiman og þar með klárast þessi undankeppni. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía. Ísland hefur leikið gegn Rúmeníu tvisvar og Ungverjalandi hér heima í nóvember 2022 fyrir rúmu ári síðan. Ísland náði í einn sigur, í leiknum í nóvember síðastliðnum á heimavelli gegn Rúmeníu og hafði að auki innbyrðis sigur eftir tvo leiki. Leikir febrúar verða gegn Ungverjalandi og Spáni. Fyrst verður leikið á útivelli gegn Ungverjalandi þann 9. febrúar í Miskolc, og svo hér heima gegn Spáni í seinni leiknum. Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 12. febrúar klukkan 19:45. Íslenska liðið mun ferðast út mánudaginn 6. febrúar og vera við æfingar ytra fram að leik. Íslenska liðið er þannig skipað: Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (4 landsleikir) Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (8) Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (14) Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (4) Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (6) Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Haukar (2) Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (4) Hildur Björg Kjartansdóttir · Valur (38) Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (10) Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (28) Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (2) Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (27) Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson. Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir · Atlas Endurhæfing Læknir: Unnur Tara Jónsdóttir Fararstjórn: Kristinn Geir Pálsson, Sigrún Ragnarsdóttir og Hannes S. Jónsson.
Íslenska liðið er þannig skipað: Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (4 landsleikir) Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (8) Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (14) Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (4) Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (6) Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Haukar (2) Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (4) Hildur Björg Kjartansdóttir · Valur (38) Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (10) Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (28) Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (2) Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (27) Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson. Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir · Atlas Endurhæfing Læknir: Unnur Tara Jónsdóttir Fararstjórn: Kristinn Geir Pálsson, Sigrún Ragnarsdóttir og Hannes S. Jónsson.
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira