Fleiri fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Grindavík 87-91 | Baráttusigur Grindavíkur á Egilsstöðum
Grindvíkingar komu sér aftur á sigurbraut í úrvalsdeild karla í körfuknattleik með 87-91 sigri á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Grindvíkingar voru fastir fyrir í vörninni og héngu sem hundar ár roði á forustu sinni í lokin.

Umfjöllun og viðtal: Þór Þ. - Njarðvík 88-119 | Njarðvíkingar settu upp skotsýningu og kafsigldu Þórsara
Njarðvíkingar sóttu botnlið Þórsara heim í Þorlákshöfn í kvöld. Fyrir leikinn voru heimamenn aðeins með einn sigur í sarpnum, en þeir unnu nágranna Njarðvíkinga í Keflavík í þar síðustu umferð. Það er hæpið að tala um einhverja skyldusigra í þessari jöfnu Subway-deild, en fyrirfram reiknuðu sennilega flestir með sigri gestanna.

Umfjöllun og viðtal: KR - ÍR 88-95 | ÍR skildi Vesturbæinga eftir í fallsæti eftir fimmta tap KR á heimavelli
ÍR lagði KR í kaflaskiptum leik í Vesturbænum í áttundu umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir sterka byrjun heimamanna skiptust liðin á forystu alveg þar til í síðasta leikhluta þar sem hærri nýting ÍR liðsins gaf þeim yfirhöndina og á endanum sigurinn í þessum mikilvæga fallbaráttuleik.

Loksins endanleg niðurstaða í máli Tindastóls og Hauka
Áfrýjunardómstóll KKÍ hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í málinu sem varðar bikarleik Tindastóls og Hauka í körfubolta karla.

Tólf stig frá Elvari þegar Rytas vann í Meistaradeildinni
Elvar Friðriksson og félagar hans í litáíska liðinu Rytas unnu góðan sigur á gríska liðinu Peristeri í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld. Þetta er annar sigurleikur Rytas í keppninni.

Doncic afrekaði í þriðja sinn það sem enginn annar leikmaður hefur náð í vetur
Luka Doncic fór enn á ný fyrir Dallas Mavericks liðinu í nótt þegar liðið ann þriggja stiga sigur á NBA-meisturum Golden State Warriors, 116-113.

„Við erum ekki að biðja um að fá jafnmikið borgað og karlarnir“
Það er gríðarlega mikill munur á því að hvað leikmenn í NBA-deildinni og leikmenn í WNBA-deildinni eru að fá borgað í laun fyrir vinnu sína. Einn af bestu leikmönnum WNBA-deildarinnar á síðasta tímabili hefur lagt inn sín sjónarmið í umræðuna.

Barkley útskýrir af hverju Jordan hætti að tala við hann
Michael Jordan og Charles Barkley voru miklir vinir í eina tíð en núna eru tíu ár síðan þeir töluðust við. Í viðtali við Bleacher Report fer Barkley yfir ástæðu þess að Jordan hætti að tala við hann.

KR-ingar þurfi að láta Helga fara: „Þetta er bara komið gott“
Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru eins og svo oft áður um víðan völl í Framlengingunni og ræddu þar meðal annars um slæma stöðu KR-inga í Subway-deildinni.

KR skiptir út manni fyrir botnslaginn mikilvæga
KR-ingar stefna á að tefla fram nýjum leikmanni á fimmtudaginn í leiknum mikilvæga gegn ÍR í Subway-deild karla í körfubolta. Þeir sendu annan leikmann heim í staðinn.

„Auðvitað er þetta ótrúlega erfitt andlega“
Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir úr Haukum vonast til að komast aftur á völlinn fyrir áramót en hún jafnar sig eftir liðþófaaðgerð. Hún segir taka á að vera utan vallar en hlakkar mikið til að komast aftur á parketið.

Lögmál leiksins: „Þetta eru fjórir af fimm eða sex bestu leikmönnum deildarinnar“
Hinn klassíski liður „Nei eða Já“ er fastur liður hjá strákunum í Lögmál leiksins. Þar er farið yfir það helst sem hefur gerst í NBA deildinni á undanförnum dögum. Farið var yfir hvaða lið myndi vinna ef Bandaríkin myndu mæta heiminum í Ryder Cup körfuboltans. Þá var velt fyrir sér hvort Sacramento Kings myndi enda fyrir ofan Los Angeles Lakers.

Lögmál leiksins: „Er því miður bara ekki gott lið“
Lögmál leiksins er á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld. Þar er að venju farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA deildarinnar í körfubolta. Í þætti kvöldsins verður staða mála hjá Luka Dončić og félögum í Dallas Mavericks skoðuð.

Sara tók stigametið af Jóni Arnóri í gær
Sara Rún Hinriksdóttir setti nýtt stigamet í gær í sigri íslenska körfuboltalandsliðsins á Rúmeníu í undankeppni Evrópumótsins.

Körfuboltakvöld: Taylor Maurice Johns stal senunni
Að venju fór Körfuboltakvöld yfir tilþrif síðustu umferðar í Subway deild karla í körfubolta. Farið var yfir tíu bestu tilþrif umferðarinnar og var það Taylor Maurice Johns, leikmaður ÍR, sem fékk tilþrif vikunnar.

Myndir frá mögnuðum sigri Íslands í Laugardalshöll
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann frækinn sigur á Rúmeníu í Laugardalshöll í dag, lokatölur 68-58. Hér að neðan má sjá myndir úr Laugardalshöllinni

„Frábær leikur en manni finnst samt eins og við hefðum getað gert betur á köflum“
Sara Rún Hinriksdóttir átti sannkallaðan stjörnuleik fyrir Ísland í dag þegar liðið lagði Rúmenínu í undankeppni Evrópumótsins. Sara endaði með tæpan helming stiga íslenska liðsins, 33 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Hvernig leið Söru í leikslok?

„Langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið“
Íslenska kvennalandsliðið vann góðan 10 stiga sigur á Rúmenum í Laugardalshöllinni í dag í undankeppni Evrópumótsins, lokatölur 68-58. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins, tók undir að þetta hefði verið ansi jafn leikur og tók Söru Rún Hinriksdóttur og hennar frammistöðu sérstaklega út fyrir sviga.

Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 68-58 | Sanngjarn sigur Íslands á Rúmeníu í jöfnum leik
Ísland tók á móti Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var seinni leikur Íslands í þessum landsleikjaspretti, en sá fyrri tapaðist stórt 120-54, gegn sennilega sterkasta kvennalandsliði Evrópu þessa dagana, Spáni.

Þórir og félagar unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og félagar hans í Oviedo unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tóka á móti Leyma Coruna í áttundu umferð spænsku B-deildarinnar í körfubolta í dag, 93-83.

LeBron dró vagninn og Lakers vann annan leikinn í röð
Eftir erfitt gengi í upphafi tímabils vann Los Angeles Lakers sinn annan leik í röð er liðið haimsótti San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 138-143, en það var hinn 37 ára gamli LeBron James sem fór fyrir liði Lakers.

Körfuboltakvöld ekki sammála Viðari Erni: „Stundum að horfa inn á við, ekki alltaf á einhverja aðra“
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ósáttur með ritaraborðið í leik Vals og sinna manna í Subway deild karla. Körfuboltakvöld fór yfir síðustu mínútu leiksins til að komast að því hvort Viðar Örn hefði eitthvað fyrir sér.

Körfuboltakvöld um andlausa frammistöðu KR: „Þetta er ekki boðlegt“
KR hefur byrjað tímabilið í Subway deild karla hræðilega og tapaði liðið enn einum leiknum á föstudagskvöld, að þessu sinni gegn Keflavík. Ekki nóg með að tapa leik eftir leik heldur virðist sem mörgum leikmönnum liðsins sé alveg sama. Körfuboltakvöld fór yfir síðasta leik KR og lét leikmenn liðsins einfaldlega heyra það.

Boston besta liðið um þessar mundir | LeBron sneri aftur
Gott gengi Boston Celtics í NBA deildinni í körfubolta hélt áfram í nótt þegar liðið lagði Sacramento Kings að velli. LeBron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers sem vann einnig öruggan sigur.

Stjarnan leikur framvegis í Umhyggjuhöllinni og styður við bakið á langveikum börnum
Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar skrifaði í gær undir samning við E. Sigurðsson ehf. byggingarfélag um að fyrirtækið yrði einn af aðalstyrkaraðilum liðsins. Samhliða því mun fyrirtækið styðja við Umhyggju, félag langveikra barna, og heimavöllur liðsins fékk í kjölfarið nýtt nafn, Umhyggjuhöllin.

Ægir og félagar upp um sex sæti með sigri
Ægir Þór Steinarsson og félagar hans í Alicante stukku upp um sex sæti í spænsku B-deildinni í körfubolta er liðið vann nauman fjögurra stiga sigur gegn Estudiantes í kvöld, 89-85.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 91-75 | Keflavík aftur á sigurbraut en staðan svört hjá KR-ingum
Keflavík sýndi fagmannlega og stöðuga frammistöðu þegar liðið sigldi í höfn sannfærandi 91-75 sigri í viðureign sinni við sært KR-lið í sjöundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í Blue Car Rental-höllinni í Keflavík í kvöld.

„Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni“
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var skiljanlega svekktur eftir tap gegn toppliði Vals í Subway-deild karla kvöld. Hann getur þó verið ánægður með margt í leik sinna manna.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Höttur 80-79 | Meistararnir mörðu nýliðana
Íslandsmeistarar Vals mörðu nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Hattar í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 82-79. Valsmenn sitja nú einir á toppi deildarinnar eftir sigurinn.

Skoraði sitjandi frá þriggja stiga línunni
Bandaríska körfuboltakonan Madison Cox er ein af fáum leikmönnum í sögu skóla síns sem hefur skorað yfir þúsund stig fyrir körfuboltalið skólans og það þarf ekki að koma neinum á óvart sem sáu hana skora magnaða körfu á dögunum.

Kyrie Irving segir að liðsfélagi hans frá Japan sé besti skotmaður í heimi
Japanski körfuboltamaðurinn Yuta Watanabe hefur vakið mikla athygli í NBA-deildinni í vetur enda farið á kostum með liði Brooklyn Nets.

„Forsendubrestur frá því að ég var ráðinn“
Yngvi Gunnlaugsson tók við kvennaliði Breiðabliks í körfubolta í sumar en fimm mánuðum síðar er hann hættur. Brotthvarf lykilleikmanna réði þar mestu.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-71 | Njarðvík aftur á sigurbraut
Eftir tvo tapleiki í röð komst Njarðvík aftur á sigurbraut eftir sigur á Haukum í hörkuleik. Haukar voru yfir lengst af í leiknum en eftir mikla þrautseigju náðu Njarðvíkingar að loka leiknum og unnu fjögurra stiga sigur 75-71. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Breiðablik 110-75 | Stólarnir stöðvuðu sigurgöngu Blika
Í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld tók Tindastóll á móti Breiðablik í Subway deild karla í körfubolta og urðu lokatölur leiksins 110-65 Tindastól í vil.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 94-65 | Stjarnan valtaði yfir Grindvíkinga í Garðabænum
Stjarnan og Grindavík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld í 7. umferð Subway-deildar karla. Fyrir leikinn voru bæði lið voru þrjá sigra og þrjú töp, og því bæði með augastað á því að ýta sér upp fyrir 50% sigurhlutfall í deildinni.

Umfjöllun: ÍR - Þór Þ. 79-73 | Dísætur og dýrmætur sigur ÍR
Tvö neðstu lið Subway-deildar karla, ÍR og Þór Þ., áttust við í mikilvægum fallslag í Skógarselinu. ÍR-ingar höfðu betur, 79-73, eftir spennuleik og skildu Þórsara eftir á botni deildarinnar.

„Það sem að ég fékk var þetta ógeðslega ÍR-attitjúd“
„Við erum búnir að tapa fullt af leikjum í röð þannig að þetta var geggjað. Þetta var frábær frammistaða svona heilt yfir,“ segir Ísak Máni Wíum, hinn ungi þjálfari ÍR, eftir dýrmætan og sætan sigur gegn Þór úr Þorlákshöfn í Breiðholti í kvöld, 79-73, í Subway-deildinni í körfubolta.

Íslensku stelpurnar fengu stóran skell gegn Spánverjum
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mátti þola 66 stiga tap er liðið heimsótti gríðarsterkt lið Spánverja í undankeppni EM í kvöld, 120-54.

„Þetta var mjög þungt“
Grindvíkingar máttu þola stórt tap gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld, lokatölur 94-65 þar sem Grindvíkingar náðu aldrei upp neinum takti í sinn leik og hittu afleitlega fyrir utan þriggjastiga línuna. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari þeirra var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna og sagði þá ekki hafa sýnt sitt rétta andlit í leiknum.

„Hann er náttúrulega bara Herra Þorlákshöfn“
Emil Karel Einarsson átti frábæran leik með Þór þegar liðið vann loksins leik í Subway deildinni en sigurinn kom á móti einu af efstu liðum deildarinnar og eftir að Þórsliðið hafði lent í miklu mótlæti.

Hefur miklar áhyggjur af KR-liðinu: „Vont að horfa á þetta“
KR vann sex Íslandsmeistaratitla í röð frá 2014 til 2019 en nú er liðið í bullandi fallhættu. Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds eru ekkert öruggir með að þeir spili í deildinni næsta vetur án breytinga.

Tindastóll áfrýjaði og óvissan í bikarnum heldur áfram
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur áfrýjað úrskurði aganefndar KKÍ þess efnis að Haukum skyldi dæmdur 20-0 sigur í bikarleik liðanna í haust.

Stólarnir aftur með fjóra erlenda inn á vellinum: „Daðrar við að vera lúðalegt“
Tindastóll datt út úr bikarkeppni KKÍ í vetur eftir að liðið gerðist brotlegt við útlendingareglurnar og þeir voru nálægt því að tapa öðrum leik 20-0 í síðustu umferð Subway deildarinnar.

Vinnie sló stoðsendingametið sem var sett á síðustu öld
Vincent „Vinnie“ Malik Shahid setti nýtt stoðsendingamet í úrvalsdeild karla í körfubolta í gær þegar hann leiddi Þórsara til fyrsta sigur síns á tímabilinu.

Björn fær nýra úr mömmu: „Vissi að þetta yrði endastöðin“
„Vegna þess hve léleg nýrun eru orðin þá má ég ekki við því aukaálagi sem fylgir því að æfa og spila körfubolta,“ segir KR-ingurinn Björn Kristjánsson sem neyðst hefur til að leggja körfuboltaskóna á hilluna.