Fleiri fréttir

„Sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál“

Formaður KKÍ segir vandamál íþróttahreyfingarinnar kristallast í því neyðarástandi sem nú ríkir hjá Skallagrími sem gæti þurft að draga körfuboltalið sín úr keppni vegna skorts á sjálfboðaliðum og fjárhagslegum styrkjum. Ekkert lið kæmi í stað Skallagríms í úrvalsdeild kvenna ef liðið hætti við keppni og ekkert lið myndi þá falla í vor.

Kleinur, pítsudeig og morgunvaktir niðri á bryggju vegna Evrópuævintýris

Leikmenn, sjálfboðaliðar, stjórnarmenn og aðrir sem að körfuknattleiksdeild Hauka koma hafa gert sitt til að sjaldséð Evrópuævintýri íslensks körfuboltaliðs verði að veruleika. Það kemur til með að kosta tæpar 12 milljónir fyrir Hauka að leika í Evrópubikar kvenna í ár.

Grindvíkingar fundu eftirmann Dags í Ísrael

Grindvíkingar hafa styrkt liðið sitt fyrir komandi tímabil í úrvalsdeild karla í körfubolta og fundið um leið mann fyrir leikstjórnandann Dag Kár Jónsson sem fór á dögunum út í atvinnumennsku.

Dagur Kár ekki með Grinda­vík í vetur

Grindvíkingurinn Dagur Kár Jónsson mun ekki leika með Grindavík í efstu deild karla í körfubolta hér á landi í vetur þar sem hann hefur samið við spænska liðið Ourense Baloncesto. Hann segist spenntur fyrir vetrinum og telur þetta vera góða áskorun.

Martin hafði betur gegn Tryggva

Landsliðsmennirnir Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason mættust í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Báðir áttu mjög góðan leik er Valencia vann sex stiga sigur á Zaragoz, lokatölur 76-70.

Tuttugu stig Söru dugðu ekki til

Sara Rún Hinriksdóttir og liðsfélagar hennar í Phoenix Constanta þurftu að sætta sig við níu stiga tap gegn Cluj Napoca í rúmensku deildinni í körfubolta í dag. Lokatölur 66-57, en Sara var stigahæsti leikmaður vallarins.

Haukar, Höttur og Álftanes með fullt hús stiga

Fimm leikir fóru fram í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Haukar, Höttur og Álftanes hafa öll unnið báða leiki sína í upphafi móts, en Hamar, Skallagrímur og ÍA eru enn í leit að sínum fyrsta sigri.

Brynjar Karl aftur heim til Leiknis

Brynjar Karl Sigurðsson er nýr formaður körfuknattleiksdeildar Leiknis Reykjavíkur. Hann var kosinn formaður á fundi körfuknattleiksdeildarinnar á dögunum.

Haukar áfram í riðlakeppni EuroCup

Haukakonur eru komnar í riðlakeppni EuroCup í körfubolta þrátt fyrir tveggja stiga tap gegn portúgalska liðinu Unaio Sportiva í kvöld, 81-79. Haukar unnu fyrri leikinn með fimm stigum á heimavelli og fara því áfram á samanlögðum árangri.

Sóllilja og félagar úr leik í Evrópubikarnum

Sóllilja Bjarndóttir og liðsfélagar hennar í sænska liðinu A3 Basket Umeå töpuðu í dag  gegn ungverska liðinu FCSM Csata í undankeppni Evrópubikarkeppni kvenna í körfubolta, 81-79. Csata vann fyrri leik liðanna með 15 stiga mun og Sóllilja og Umeå sitja því eftir með sárt ennið.

Óbólusettur Irving gæti misst af öllum heimaleikjum Brooklyn Nets

Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, hættir á að missa af heimaleikjum liðsins í vetur þar sem hann er óbólusettur. New York er ein þeirra borga í Bandaríkjunum þar sem leikmenn í innanhús íþróttum þurfa að vera bólusettir til að mega spila.

Álftanes og Sindri með örugga sigra

Tveir leikir fóru fram í fyrstu umferð 1. deildar karla í körfubolta í kvöld. Álftanes vann sannfærandi sigur gegn Skallagrím 101-67 og Sindri lagði Fjölni 93-75.

Fyrsta tap Tryggva og félaga

Tryggvi Hlinason og félagar hans í Zaragoza töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Liðið mætti stigalausu liði San Pablo Burgos og þurfti að sætta sig við 21 stigs tap, 75-54.

Martin og fé­lagar komnir á blað

Valencia vann sinn fyrsta sigur í ACB-deildinni í körfubolta á tímabilinu í deildinni. Unnu Martin Hermannsson og félagar 20 stiga útisigur á Manresa, 89-69.

Bjarni: Stoltur af fyrsta sigri Hauka í Evrópukeppni

Haukakonur unnu sinni fyrsta sigur í Evrópukeppni. Haukar unnu Sportiva frá Portúgal 81-76. Leikurinn var jafn og spennandi alveg fram að síðustu mínútu. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar kátur í leiks lok. 

Tryggvi og félagar með fullt hús eftir tvo leiki

Tryggvi Hlinason og félagar hans í Casademont Zaragoza unnu í dag öruggan  stiga sigur gegn Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Lokatölur 76-100, en þetta var annar sigur Zaragoza í jafn mörgum leikjum í upphafi tímabils.

Sjá næstu 50 fréttir