„Ótrúlega stórt og frábært skref fyrir kvennakörfuna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2021 09:31 Helena Sverrisdóttir og stöllur hennar urðu bikarmeistarar um þarsíðustu helgi og í fyrradag tryggðu þær sér sæti í riðlakeppni EuroCup. vísir/bára Helena Sverrisdóttir átti stórleik þegar Haukar tryggðu sér sæti í riðlakeppni EuroCup í fyrradag. Haukar töpuðu fyrir Sportiva á Asóreyjum, 81-79, en fóru áfram, 160-157 samanlagt. Helena skoraði 32 stig í leiknum, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Hún hitti úr sex af tíu skotum sínum inni í teig og fjórum af sex skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá skoraði hún átta stig af vítalínunni. Fyrir frammistöðu sína var Helena valin í lið umferðarinnar hjá FIBA. Who's your #EuroCupWomen Qualifiers second-leg MVP ? Kolby Morgan (@elazigioisk) @nausial_ (Sportiva/AzorisHotels) @HelenaSverris (Haukar) Brittany Brewer (@liegepanthers) @kalanibrown21 (@HataywBasket)VOTE and let us know — EuroCup Women (@EuroCupWomen) October 1, 2021 Helena var að stíga upp í flugvél þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni í gær. Hún var að vonum glöð í bragði enda sæti í riðlakeppni EuroCup í höfn þrátt fyrir tapið. „Við byrjuðum ömurlega og lentum strax mikið undir. En við héldum haus og trúðum því alltaf að við gætum komið til baka,“ sagði Helena. Sportiva byrjaði leikinn miklu betur, skoraði fyrstu tíu stig hans og komst í 21-2. Haukar náðu þó fljótlega áttum og voru bara níu stigum undir í hálfleik, 48-39. Frammistaða Hauka í seinni hálfleik var svo miklu betri en í þeim fyrri. Í 3. leikhluta skoraði Sportiva til að mynda aðeins tíu stig. Þjöppuðum okkur saman í vörninni „Þær svínhittu og það gekk allt upp hjá þeim. Á meðan fengum við ágætis færi sem við kláruðum ekki. Við vissum að það yrði ekki svoleiðis allan leikinn. Við þjöppuðum okkur saman í vörninni og hægt og rólega komum við til baka,“ sagði Helena. Að hennar sögn renndu Haukar nokkuð blint í sjóinn fyrir einvígið gegn Sportiva. „Maður áttaði sig ekki alveg á styrkleikanum. Við vissum að þetta væri kannski ekki sterkasta liðið sem við gátum fengið. En að sama skapi er þetta atvinnumannalið með tvo bandaríska leikmenn. Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt en höfðum trú á að því að við gætum strítt þeim,“ sagði Helena. Haukar unnu fyrri leikinn á Ásvöllum, 81-79, sem gaf þeim byr undir báða vængi fyrir leikinn á Asóreyjum. „Þar fundum við að við gátum alveg strítt þeim og gott betur. Það hjálpaði okkur í gær, að vita að þær væru ekki tuttugu stigum betri en við,“ sagði Helena. Miklu stærri keppni en áður Haukar eru fyrsta íslenska kvennaliðið sem kemst í riðlakeppni EuroCup. Andstæðingarnar þar verða Villeneuve D'Ascq ESB og Tarbes Gespe Bigorre frá Frakklandi og tékkneska liðið KP Brno. Liðin mætast heima og að heiman og því bíða Hauka sex Evrópuleikir í haust. „Þessi keppni er orðin miklu stærri en hún var og fleiri góð lið. Þetta er ótrúlega stórt og frábært skref fyrir kvennakörfuna,“ sagði Helena. „Þetta eru frábær lið sem við mætum, atvinnumannalið, og þetta verður verðugt verkefni fyrir okkur.“ Sem fyrr segir leika Haukar sex Evrópuleiki til viðbótar fram að áramótum. Dagskrá liðsins verður því ansi þétt næstu vikurnar. „Þetta er hörku dagskrá. Við byrjum í riðlakeppninni 14. október og hún verður í sex vikur. Svo kemur landsliðshlé og við erum auðvitað með marga leikmenn þar. Þetta verður hörkuvinna og við þurfum að vera sérstaklega duglegar að hugsa um líkamann,“ sagði Helena. Vonast eftir velvilja vinnuveitenda og skólastjóra „Það mun mæða mikið á þjálfurunum að stýra álaginu á æfingum því við spilum mjög mikið. En þetta er mjög spennandi. Vonandi verða vinnuveitendur og skólastjórar góðir við liðið svo allir komist í ferðalögin. Það fer mikill tími og vinna í þetta og vonandi gengur þetta allt vel,“ sagði Helena. Hún vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu í leiknum í fyrradag. „Ég tók bara þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar sem er miklu vinna en vanalega hjá mér. En ég skoraði og það var það sem vantaði hjá okkur. Ég reyni bara að gera það sem ég get til að hjálpa liðinu að vinna og það tókst í gær. Mér er drullusama hvernig ég spila á meðan liðinu gengur vel,“ sagði Helena að lokum. Körfubolti Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
Helena skoraði 32 stig í leiknum, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Hún hitti úr sex af tíu skotum sínum inni í teig og fjórum af sex skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá skoraði hún átta stig af vítalínunni. Fyrir frammistöðu sína var Helena valin í lið umferðarinnar hjá FIBA. Who's your #EuroCupWomen Qualifiers second-leg MVP ? Kolby Morgan (@elazigioisk) @nausial_ (Sportiva/AzorisHotels) @HelenaSverris (Haukar) Brittany Brewer (@liegepanthers) @kalanibrown21 (@HataywBasket)VOTE and let us know — EuroCup Women (@EuroCupWomen) October 1, 2021 Helena var að stíga upp í flugvél þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni í gær. Hún var að vonum glöð í bragði enda sæti í riðlakeppni EuroCup í höfn þrátt fyrir tapið. „Við byrjuðum ömurlega og lentum strax mikið undir. En við héldum haus og trúðum því alltaf að við gætum komið til baka,“ sagði Helena. Sportiva byrjaði leikinn miklu betur, skoraði fyrstu tíu stig hans og komst í 21-2. Haukar náðu þó fljótlega áttum og voru bara níu stigum undir í hálfleik, 48-39. Frammistaða Hauka í seinni hálfleik var svo miklu betri en í þeim fyrri. Í 3. leikhluta skoraði Sportiva til að mynda aðeins tíu stig. Þjöppuðum okkur saman í vörninni „Þær svínhittu og það gekk allt upp hjá þeim. Á meðan fengum við ágætis færi sem við kláruðum ekki. Við vissum að það yrði ekki svoleiðis allan leikinn. Við þjöppuðum okkur saman í vörninni og hægt og rólega komum við til baka,“ sagði Helena. Að hennar sögn renndu Haukar nokkuð blint í sjóinn fyrir einvígið gegn Sportiva. „Maður áttaði sig ekki alveg á styrkleikanum. Við vissum að þetta væri kannski ekki sterkasta liðið sem við gátum fengið. En að sama skapi er þetta atvinnumannalið með tvo bandaríska leikmenn. Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt en höfðum trú á að því að við gætum strítt þeim,“ sagði Helena. Haukar unnu fyrri leikinn á Ásvöllum, 81-79, sem gaf þeim byr undir báða vængi fyrir leikinn á Asóreyjum. „Þar fundum við að við gátum alveg strítt þeim og gott betur. Það hjálpaði okkur í gær, að vita að þær væru ekki tuttugu stigum betri en við,“ sagði Helena. Miklu stærri keppni en áður Haukar eru fyrsta íslenska kvennaliðið sem kemst í riðlakeppni EuroCup. Andstæðingarnar þar verða Villeneuve D'Ascq ESB og Tarbes Gespe Bigorre frá Frakklandi og tékkneska liðið KP Brno. Liðin mætast heima og að heiman og því bíða Hauka sex Evrópuleikir í haust. „Þessi keppni er orðin miklu stærri en hún var og fleiri góð lið. Þetta er ótrúlega stórt og frábært skref fyrir kvennakörfuna,“ sagði Helena. „Þetta eru frábær lið sem við mætum, atvinnumannalið, og þetta verður verðugt verkefni fyrir okkur.“ Sem fyrr segir leika Haukar sex Evrópuleiki til viðbótar fram að áramótum. Dagskrá liðsins verður því ansi þétt næstu vikurnar. „Þetta er hörku dagskrá. Við byrjum í riðlakeppninni 14. október og hún verður í sex vikur. Svo kemur landsliðshlé og við erum auðvitað með marga leikmenn þar. Þetta verður hörkuvinna og við þurfum að vera sérstaklega duglegar að hugsa um líkamann,“ sagði Helena. Vonast eftir velvilja vinnuveitenda og skólastjóra „Það mun mæða mikið á þjálfurunum að stýra álaginu á æfingum því við spilum mjög mikið. En þetta er mjög spennandi. Vonandi verða vinnuveitendur og skólastjórar góðir við liðið svo allir komist í ferðalögin. Það fer mikill tími og vinna í þetta og vonandi gengur þetta allt vel,“ sagði Helena. Hún vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu í leiknum í fyrradag. „Ég tók bara þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar sem er miklu vinna en vanalega hjá mér. En ég skoraði og það var það sem vantaði hjá okkur. Ég reyni bara að gera það sem ég get til að hjálpa liðinu að vinna og það tókst í gær. Mér er drullusama hvernig ég spila á meðan liðinu gengur vel,“ sagði Helena að lokum.
Körfubolti Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira