Mikið jafnræði var með liðunum framan af leik, en þegar flautað var til hálfleiks var staðan 37-34, Cluj í vil.
Sara og liðsfélagar hennar áttu ekki góðan þriðja leikhluta, en liðið skoraði ekki nema tíu stig gegn tuttugu stigum Cluj.
Þrátt fyrir fínan fjórða leikhluta náði Phoenix ekki að brúa bilið og lokatölur urðu 66-57. Sara Rún var stigahæsti leikmaður vallarins með tuttugu stug, en hún gaf einnig þrjár stoðsendingar og tók átta fráköst.