Fleiri fréttir

Martin þýskur meistari

Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74.

Nína Jenný til liðs við Val

Valur hefur samið við miðherjann Nínu Jenný Kristjánsdóttur til tveggja ára. Nína lék með ÍR í 1. deildinni á síðustu leiktíð en þar var hún með 13,4 stig og 7,1 frákast að meðaltali í leik.

Ísak Örn semur við Fjölni

Ísak Örn Baldursson, 16 ára körfuboltaleikmaður, hefur samið við Fjölni og mun leika með liðinu í 1. deild í vetur. Hann kemur til Fjölnis frá uppeldisfélagi sínu Snæfelli.

Nikola Jokic greindist með kórónuveiruna

NBA-stjarnan Nikola Jokic, sem leikur með Denver Nuggets, hefur verið greindur með kórónuveiruna. Hann fór í skimun í heimalandinu Serbíu og reyndist sýnið jákvætt.

Valsmenn búnir að semja við Sinisa Bilic

Slóveninn Sinisa Bilic hefur gert samning við Valsmenn í Domino´s deild karla í körfubolta og er þetta fyrsti nýi leikmaðurinn sem Finnur Freyr Stefánsson fær til liðsins.

Martin stigahæstur í sigri Alba Berlín

Martin Hermannsson átti mjög góðan leik fyrir Alba Berlín í úrslitakeppni þýsku deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi. Alba Berlín sigraði Göttingen með 88 stigum gegn 85.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.