Sagði Lebron og Durant að „halda kjafti og drippla“ en að Brees „hefði rétt á sinni skoðun“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2020 10:30 LeBron James og Kevin Durant eru mótherjar inn á vellinum en samherjar utan hans. Ezra Shaw/Getty Images Mikill munur er á viðbrögðum Laura Ingraham, þáttastjórnanda á Fox News, við ummælum Drew Brees og því þegar LeBron James og Kevin Durant ræddu við hana fyrir tveimur árum síðan. Eins og Vísir hefur greint frá lét Drew Brees, hinn 41 árs gamli leikstjórnandi New Orleans Saints í NFL-deildinni, ummæli falla sem féllu í grýttan jarðveg. Svo vægt sé tekið til orða. Brees hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum. Fjallað var um ummælin á sjónvarpsstöðinni Fox News. Þar vakti athygli að fréttaþulan Laura Ingraham varði Brees og sagði að „hann hefði rétt á sinni skoðun.“ Aðeins tvö eru síðan Laura sagði LeBron James og Kevin Durant, tveimur af bestu körfuboltamönnum NBA-deildarinnar undanfarin ár, að „halda kjafti og drippla“ þegar þeir ræddu pólitísk málefni í þættinum hennar. „Hann má tjá sig um skoðanir sínar varðandi það að taka hné og hversu mikilvægur bandaríski fáninn er fyrir honum. Hann er manneskja og þetta snýst um meira en aðeins [bandarískan] fótbolta,“ sagði Ingraham í þætti sínum The Ingraham Angle á miðvikudagskvöld. LeBron tjáði sig um málið á Twitter. „Ef þið hafið ekki enn áttað ykkur á því af hverju mótmælin eru í gangi og af hverju við erum að haga okkur eins og við erum haga okkur þá þá er það af því við erum svo andskoti þreytt á þessari meðferð sem þið sjáið hér. Getum við brotið þetta niður fyrir ykkur á einfaldari hátt en í þessu myndandi,“ segir LeBron en téð myndband má sjá í Twitter-færslu hans hér að neðan. Þar sést munurinn á því þegar Ingraham talar við þá LeBron og Durant annarsvegar og svo þegar hún ræðir við Brees. If you still haven t figured out why the protesting is going on. Why we re acting as we are is because we are simply F-N tired of this treatment right here! Can we break it down for you any simpler than this right here???? . And to my people don t worry I won t stop until I see https://t.co/e4pJ0PvwJj— LeBron James (@KingJames) June 4, 2020 Í gærkvöld, fimmtudag, ræddi Ingraham málið í þætti sínum. Þar sagði hún að aðstæður í kringum ummæli hennar árið 2018 og nýverið væru ekki eins og því væri ekki hægt að bera málin saman. „Allir Bandaríkjamenn hafa rétt á að tjá sig um það sem liggur þeim á hjarta. Við þurfum að eiga betri og meiri samskipti ef við ætlum okkur að jafna okkur sem þjóð. Við þurfum meiri virðingu,“ sagði Ingraham að lokum. USA Today tók saman. We will never just "shut up and dribble" #blacklivesmatter pic.twitter.com/98tUB3IxjM— UNINTERRUPTED (@uninterrupted) June 4, 2020 Körfubolti NBA NFL Tengdar fréttir NFL stjarnan baðst afsökunar í kjölfar ummæla sem gerðu allt brjálað Einn virtasti leikstjórnandi NFL-deildarinnar gerði allt brjálað með ummælum sínum um bandaríska fánann og þjóðsönginn. 5. júní 2020 08:00 Einn reynslumesti leikmaður NFL-deildarinnar fær mikla gagnrýni fyrir ummæli sín Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints í NFL-deildinni, fékk að heyra það á samfélagsmiðlum eftir ummæli ummæli um óeirðirnar í Bandaríkjunum. LeBron James, Aaron Rodgers, Michael Thomas og fleiri eru þar á meðal. 4. júní 2020 08:30 Búið að staðfesta breytt fyrirkomulag NBA | 22 lið mæta til leiks í Disney World Sökum kórónufaraldursins mun tímabil NBA-deildarinnar í körfubolta enda með töluvert öðru sniði en venja er. 5. júní 2020 07:30 Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Mikill munur er á viðbrögðum Laura Ingraham, þáttastjórnanda á Fox News, við ummælum Drew Brees og því þegar LeBron James og Kevin Durant ræddu við hana fyrir tveimur árum síðan. Eins og Vísir hefur greint frá lét Drew Brees, hinn 41 árs gamli leikstjórnandi New Orleans Saints í NFL-deildinni, ummæli falla sem féllu í grýttan jarðveg. Svo vægt sé tekið til orða. Brees hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum. Fjallað var um ummælin á sjónvarpsstöðinni Fox News. Þar vakti athygli að fréttaþulan Laura Ingraham varði Brees og sagði að „hann hefði rétt á sinni skoðun.“ Aðeins tvö eru síðan Laura sagði LeBron James og Kevin Durant, tveimur af bestu körfuboltamönnum NBA-deildarinnar undanfarin ár, að „halda kjafti og drippla“ þegar þeir ræddu pólitísk málefni í þættinum hennar. „Hann má tjá sig um skoðanir sínar varðandi það að taka hné og hversu mikilvægur bandaríski fáninn er fyrir honum. Hann er manneskja og þetta snýst um meira en aðeins [bandarískan] fótbolta,“ sagði Ingraham í þætti sínum The Ingraham Angle á miðvikudagskvöld. LeBron tjáði sig um málið á Twitter. „Ef þið hafið ekki enn áttað ykkur á því af hverju mótmælin eru í gangi og af hverju við erum að haga okkur eins og við erum haga okkur þá þá er það af því við erum svo andskoti þreytt á þessari meðferð sem þið sjáið hér. Getum við brotið þetta niður fyrir ykkur á einfaldari hátt en í þessu myndandi,“ segir LeBron en téð myndband má sjá í Twitter-færslu hans hér að neðan. Þar sést munurinn á því þegar Ingraham talar við þá LeBron og Durant annarsvegar og svo þegar hún ræðir við Brees. If you still haven t figured out why the protesting is going on. Why we re acting as we are is because we are simply F-N tired of this treatment right here! Can we break it down for you any simpler than this right here???? . And to my people don t worry I won t stop until I see https://t.co/e4pJ0PvwJj— LeBron James (@KingJames) June 4, 2020 Í gærkvöld, fimmtudag, ræddi Ingraham málið í þætti sínum. Þar sagði hún að aðstæður í kringum ummæli hennar árið 2018 og nýverið væru ekki eins og því væri ekki hægt að bera málin saman. „Allir Bandaríkjamenn hafa rétt á að tjá sig um það sem liggur þeim á hjarta. Við þurfum að eiga betri og meiri samskipti ef við ætlum okkur að jafna okkur sem þjóð. Við þurfum meiri virðingu,“ sagði Ingraham að lokum. USA Today tók saman. We will never just "shut up and dribble" #blacklivesmatter pic.twitter.com/98tUB3IxjM— UNINTERRUPTED (@uninterrupted) June 4, 2020
Körfubolti NBA NFL Tengdar fréttir NFL stjarnan baðst afsökunar í kjölfar ummæla sem gerðu allt brjálað Einn virtasti leikstjórnandi NFL-deildarinnar gerði allt brjálað með ummælum sínum um bandaríska fánann og þjóðsönginn. 5. júní 2020 08:00 Einn reynslumesti leikmaður NFL-deildarinnar fær mikla gagnrýni fyrir ummæli sín Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints í NFL-deildinni, fékk að heyra það á samfélagsmiðlum eftir ummæli ummæli um óeirðirnar í Bandaríkjunum. LeBron James, Aaron Rodgers, Michael Thomas og fleiri eru þar á meðal. 4. júní 2020 08:30 Búið að staðfesta breytt fyrirkomulag NBA | 22 lið mæta til leiks í Disney World Sökum kórónufaraldursins mun tímabil NBA-deildarinnar í körfubolta enda með töluvert öðru sniði en venja er. 5. júní 2020 07:30 Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
NFL stjarnan baðst afsökunar í kjölfar ummæla sem gerðu allt brjálað Einn virtasti leikstjórnandi NFL-deildarinnar gerði allt brjálað með ummælum sínum um bandaríska fánann og þjóðsönginn. 5. júní 2020 08:00
Einn reynslumesti leikmaður NFL-deildarinnar fær mikla gagnrýni fyrir ummæli sín Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints í NFL-deildinni, fékk að heyra það á samfélagsmiðlum eftir ummæli ummæli um óeirðirnar í Bandaríkjunum. LeBron James, Aaron Rodgers, Michael Thomas og fleiri eru þar á meðal. 4. júní 2020 08:30
Búið að staðfesta breytt fyrirkomulag NBA | 22 lið mæta til leiks í Disney World Sökum kórónufaraldursins mun tímabil NBA-deildarinnar í körfubolta enda með töluvert öðru sniði en venja er. 5. júní 2020 07:30
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins