Körfubolti

Martin spilar um þýska meistaratitilinn í beinni á Stöð 2 Sport

Sindri Sverrisson skrifar
Martin Hermannsson ætlar sér að verða þýskur meistari.
Martin Hermannsson ætlar sér að verða þýskur meistari. VÍSIR/GETTY

Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn á úrslitaleikjum Alba Berlín og Ludwigsburg um þýska meistaratitilinn í körfubolta.

Fyrri leikurinn er á morgun kl. 18.30 og sá seinni á sunnudag kl. 13. Fara þeir báðir fram í Audi Dome í München líkt og aðrir leikir í úrslitakeppninni, og ráða samanlögð úrslit því hvort liðanna verður meistari. Leikirnir verða báðir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson er algjör lykilleikmaður í liði Alba Berlín sem þegar hefur tryggt sér bikarmeistaratitilinn í körfubolta á leiktíðinni.

Hlé var gert á keppni í þýsku deildinni í mars vegna kórónuveirufaraldursins og ákveðið að leika ekki frekar í deildinni eftir að íþróttastarf fór í gang að nýju í Þýskalandi heldur fara beint í nýja útgáfu af úrslitakeppni. Tíu lið tóku þar þátt, átta þeirra komust úr riðlakeppni í útsláttarkeppni og nú standa tvö eftir. Alba Berlín vann nokkuð örugglega gegn Göttingen og Oldenburg á leið sinni í úrslitin en Ludwigsburg sló út Bayern München með miklum naumindum og vann einnig Ulm.


Tengdar fréttir

Martin stigahæstur er Alba Berlin varð bikarmeistari

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson varð í kvöld þýsku bikarmeistari er lið hans Alba Berlín vann öruggan sigur á Baskets Oldenburg í úrslitum. Martin gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur á vellinum með 20 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.