Körfubolti

Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins

Ísak Hallmundarson skrifar

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitaeinvígi þýsku deildarinnar.

Martin skoraði 14 stig í leiknum, gaf sex stoðsendingar, tók tvö fráköst og stal einum bolta. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlín ásamt Rokas Giedraitis og stoðsendingahæstur. 

Lokatölur urðu 88-65 fyrir Alba, sem unnu alla leikhlutana nema þann síðasta. Þeir eru því í ansi góðum málum fyrir seinni leikinn sem fer fram á sunnudag, en til að tryggja sér titilinn þurfa þeir að tapa með minna en 23 stigum eða einfaldlega vinna leikinn. 

Helstu tilþrif Martins má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.