„Mörg lið sem ég væri mjög til í að spila fyrir sem hafa haft samband“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júní 2020 09:00 Martin á lestarstöðinni í Berlín í fyrradag. vísir/getty Ekki liggur enn fyrir hvar Martin Hermannsson leikur á næsta tímabili. Samningur hans við nýkrýnda Þýskalandsmeistara Alba Berlin er að renna út og félagið vill halda honum. Martin standa þó ýmsir kostir til boða. Martin ræðir við forráðamenn Alba Berlin í dag. „Þeir vilja bjóða mér nýjan samning og auðvitað skoða ég það. En það er margt annað spennandi í pípunum,“ sagði Martin í samtali við Vísi í gær. Á sunnudaginn varð Alba Berlin Þýskalandsmeistari eftir sigur á Riesen Ludwigsburg, 74-75, í seinni úrslitaleik liðanna. Martin og félagar unnu þann fyrri, 65-88, og einvígið, 163-139 samanlagt. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði fjórtán stig í báðum úrslitaleikjunum. Alba Berlin varð einnig þýskur bikarmeistari og auk þess að spila í EuroLeague, sterkustu deild Evrópu. Martin átti marga góða leiki í EuroLeague og frammistaða hans þar vakti mikla athygli. Mörg félög vilja fá Martin í sínar raðir. „Félög hafa sett pappíra á borðið og önnur félög ætla að gera það sama. En það er enn smá tími í að ég taki endanlega ákvörðun. Það er margt mjög spennandi í boði og mörg lið sem ég væri mjög til í að spila fyrir sem hafa haft samband,“ sagði Martin. En eru meiri eða minni líkur að hann verði áfram hjá Alba Berlin? „Það er allt opið. Okkur fjölskyldunni líður rosalega vel hérna og Berlín er geggjuð borg. Þetta er frábært lið og menn eru ekkert saddir þótt við höfum unnið tvöfalt. Maður finnur það alveg. Þeir vilja gera betur í EuroLeague,“ svaraði Martin. „Ég þarf að hugsa um að vera á stað þar sem ég fæ að spila og er í stóru hlutverki. Ég verð bara 26 ára á þessu ári og er enn þokkalegur ungur. Ég þarf bara að setjast niður með umboðsmanninum og fjölskyldunni og sjá hvað hentar best. En auðvitað vill maður alltaf taka næsta skref.“ Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjörug lestarferð til Berlínar eftir að titilinn var í höfn Leikmenn Alba Berlin fögnuðu þýska meistaratitlinum vel og innilega á leiðinni aftur til höfuðborgarinnar frá München. 29. júní 2020 14:00 Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37 Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira
Ekki liggur enn fyrir hvar Martin Hermannsson leikur á næsta tímabili. Samningur hans við nýkrýnda Þýskalandsmeistara Alba Berlin er að renna út og félagið vill halda honum. Martin standa þó ýmsir kostir til boða. Martin ræðir við forráðamenn Alba Berlin í dag. „Þeir vilja bjóða mér nýjan samning og auðvitað skoða ég það. En það er margt annað spennandi í pípunum,“ sagði Martin í samtali við Vísi í gær. Á sunnudaginn varð Alba Berlin Þýskalandsmeistari eftir sigur á Riesen Ludwigsburg, 74-75, í seinni úrslitaleik liðanna. Martin og félagar unnu þann fyrri, 65-88, og einvígið, 163-139 samanlagt. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði fjórtán stig í báðum úrslitaleikjunum. Alba Berlin varð einnig þýskur bikarmeistari og auk þess að spila í EuroLeague, sterkustu deild Evrópu. Martin átti marga góða leiki í EuroLeague og frammistaða hans þar vakti mikla athygli. Mörg félög vilja fá Martin í sínar raðir. „Félög hafa sett pappíra á borðið og önnur félög ætla að gera það sama. En það er enn smá tími í að ég taki endanlega ákvörðun. Það er margt mjög spennandi í boði og mörg lið sem ég væri mjög til í að spila fyrir sem hafa haft samband,“ sagði Martin. En eru meiri eða minni líkur að hann verði áfram hjá Alba Berlin? „Það er allt opið. Okkur fjölskyldunni líður rosalega vel hérna og Berlín er geggjuð borg. Þetta er frábært lið og menn eru ekkert saddir þótt við höfum unnið tvöfalt. Maður finnur það alveg. Þeir vilja gera betur í EuroLeague,“ svaraði Martin. „Ég þarf að hugsa um að vera á stað þar sem ég fæ að spila og er í stóru hlutverki. Ég verð bara 26 ára á þessu ári og er enn þokkalegur ungur. Ég þarf bara að setjast niður með umboðsmanninum og fjölskyldunni og sjá hvað hentar best. En auðvitað vill maður alltaf taka næsta skref.“
Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjörug lestarferð til Berlínar eftir að titilinn var í höfn Leikmenn Alba Berlin fögnuðu þýska meistaratitlinum vel og innilega á leiðinni aftur til höfuðborgarinnar frá München. 29. júní 2020 14:00 Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37 Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira
Fjörug lestarferð til Berlínar eftir að titilinn var í höfn Leikmenn Alba Berlin fögnuðu þýska meistaratitlinum vel og innilega á leiðinni aftur til höfuðborgarinnar frá München. 29. júní 2020 14:00
Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37
Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30