Körfubolti

Vince Carter leggur skónna á hilluna eftir 22 ára feril

Ísak Hallmundarson skrifar
Vince Carter á ótrúlegan feril að baki. 
Vince Carter á ótrúlegan feril að baki.  NordicPhotos/GettyImages

Vince Carter, 43 ára körfuboltamaður, hefur tilkynnt það að hann sé hættur sem atvinnumaður í körfubolta eftir ótrúlegan 22 ára feril í NBA-deildinni.

Carter lék síðustu tvö ár með Atlanta Hawks en ævintýrið hófst allt saman hjá Toronto Raptors, þar sem hann var valinn í nýliðavalinu árið 1998. 

Hann lék með Raptors til ársins 2004 en þá fór hann til New Jersey Nets. Eftir það hefur hann spilað með Orlando Magic, Phoenix Suns, Dallas Mavericks, Memphis Grizzlies, Sacramento Kings og nú síðast Atlanta Hawks.

Carter var valinn nýliði ársins í NBA árið 1999, vann ólympíugull með Bandaríkjunum árið 2000 og var valinn átta sinnum í röð í stjörnuleik NBA frá 2000-2007.

Carter hefur spilað 1541 leik og er þriðja leikjahæsti leikmaður NBA frá upphafi. Þá er áhugavert að hann hefur spilað að minnsta kosti einn leik á móti 37% af öllum leikmönnum sem hafa spilað í NBA frá upphafi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×