Borgaði yfir þrjár milljónir fyrir tuttugu síðna ástarbréf frá Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2020 14:30 Michael Jordan í leik með Chicago Bulls á svipuðum tíma og hann skrifaði bréfið. Getty/Focus on Sport Einn aðdáandi Michael Jordan fékk greinilega ekki að vita nóg um sinn mann með því að horfa á „The Last Dance“ þættina því hann var tilbúinn að borga 25 þúsund dali eða 3,3 milljónir króna til að fá að lesa gamalt ástarbréf frá Michael Jordan. Þetta er reyndar ekkert venjulegt ástarbréf því það er upp á heilar tuttugu síður og Michael Jordan lá þarna greinilega mikið á hjarta. Seljandinn græddi líka mikið á því að bjóða bréfið upp núna á meðan Michael Jordan var mikið í umræðunni. Ástarbréfið keypti hann á 2560 dali árið 2014 og hagnaður hans er því meira 22 þúsund dalir eða 2,9 milljónir íslenskra króna. Michael Jordan's 20-page love letter to Amy Hunter auctioned off for $25,000 https://t.co/aVTJc8aoK7 pic.twitter.com/tOzpgBoQhd— New York Post (@nypost) June 1, 2020 Ástarbréfið skrifaði Michael Jordan til leikkonunnar Amy Hunter sem hann hélt við á sínum tíma. Amy Hunter var þarna 24 til 25 ára gömul en Jordan er þremur árum eldri en hún. Bréfið er talið að hafa verið skrifað nokkrum mánuðum eftir að Jordan giftist Juanitu í september 1989. Þau eru skilin í dag. Jordan nefnir fyrsta barn hans og Juanitu í bréfinu. Jeffrey Michael Jordan fæddist 18. nóvember 1988. Juanita og Michael Jordan áttu tvö önnur börn saman en skildu endanlega í desember 2006. Michael Jordan er nú giftur Yvette Prieto og eiga þau sex ára tvíburadætur saman. „Amy, stundum er ég eigingjarnasti maðurinn á jörðinni af því að í heilt ár hugsaði ég bara um Michael,“ skrifaði Jordan meðal annars í bréfinu. Who is #AmyHunter? #NBA legend #MichaelJordan reportedly wrote a 20-page love letter for the actress in 1989The letter was recently sold for $25,000https://t.co/VKoO5h8ti9— Republic (@republic) June 4, 2020 „Ég viðurkenni það að ég gerði mistök og það var erfitt fyrir mig að breyta því. Segjum sem svo að mér takist að laga mistökin. Þú getur ekki ímyndað þér vandræðin sem við myndum lenda í. Það er óhugsandi. Við gætum ekki átt ánægjulegt samband eða fengið að vera í friði. Allur heimurinn myndi hafa skoðun á okkar einkamálum. Það er pressa sem ég gat ekki lifað við,“ skrifaði Jordan. „Amy, ef ég væri bara Michael Jordan, venjulegur níu til fimm maður, þá væri það ekki erfitt að viðurkenna mistökin. Í staðinn þá er ég Michael Jordan sem fólk setur upp á stall og álítur að sé hin fullkomna fyrirmynd. Fullt af fólki, ekki bara krakkar heldur heilar fjölskyldur. Getur þú ímyndað þér ábyrgðina sem ég þarf að lifa með. Svo er það barnið sem ég á með konu sem ég hef elskað í þrjú og hálft ár,“ skrifaði Michael Jordan í ástarbréfið sitt. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Einn aðdáandi Michael Jordan fékk greinilega ekki að vita nóg um sinn mann með því að horfa á „The Last Dance“ þættina því hann var tilbúinn að borga 25 þúsund dali eða 3,3 milljónir króna til að fá að lesa gamalt ástarbréf frá Michael Jordan. Þetta er reyndar ekkert venjulegt ástarbréf því það er upp á heilar tuttugu síður og Michael Jordan lá þarna greinilega mikið á hjarta. Seljandinn græddi líka mikið á því að bjóða bréfið upp núna á meðan Michael Jordan var mikið í umræðunni. Ástarbréfið keypti hann á 2560 dali árið 2014 og hagnaður hans er því meira 22 þúsund dalir eða 2,9 milljónir íslenskra króna. Michael Jordan's 20-page love letter to Amy Hunter auctioned off for $25,000 https://t.co/aVTJc8aoK7 pic.twitter.com/tOzpgBoQhd— New York Post (@nypost) June 1, 2020 Ástarbréfið skrifaði Michael Jordan til leikkonunnar Amy Hunter sem hann hélt við á sínum tíma. Amy Hunter var þarna 24 til 25 ára gömul en Jordan er þremur árum eldri en hún. Bréfið er talið að hafa verið skrifað nokkrum mánuðum eftir að Jordan giftist Juanitu í september 1989. Þau eru skilin í dag. Jordan nefnir fyrsta barn hans og Juanitu í bréfinu. Jeffrey Michael Jordan fæddist 18. nóvember 1988. Juanita og Michael Jordan áttu tvö önnur börn saman en skildu endanlega í desember 2006. Michael Jordan er nú giftur Yvette Prieto og eiga þau sex ára tvíburadætur saman. „Amy, stundum er ég eigingjarnasti maðurinn á jörðinni af því að í heilt ár hugsaði ég bara um Michael,“ skrifaði Jordan meðal annars í bréfinu. Who is #AmyHunter? #NBA legend #MichaelJordan reportedly wrote a 20-page love letter for the actress in 1989The letter was recently sold for $25,000https://t.co/VKoO5h8ti9— Republic (@republic) June 4, 2020 „Ég viðurkenni það að ég gerði mistök og það var erfitt fyrir mig að breyta því. Segjum sem svo að mér takist að laga mistökin. Þú getur ekki ímyndað þér vandræðin sem við myndum lenda í. Það er óhugsandi. Við gætum ekki átt ánægjulegt samband eða fengið að vera í friði. Allur heimurinn myndi hafa skoðun á okkar einkamálum. Það er pressa sem ég gat ekki lifað við,“ skrifaði Jordan. „Amy, ef ég væri bara Michael Jordan, venjulegur níu til fimm maður, þá væri það ekki erfitt að viðurkenna mistökin. Í staðinn þá er ég Michael Jordan sem fólk setur upp á stall og álítur að sé hin fullkomna fyrirmynd. Fullt af fólki, ekki bara krakkar heldur heilar fjölskyldur. Getur þú ímyndað þér ábyrgðina sem ég þarf að lifa með. Svo er það barnið sem ég á með konu sem ég hef elskað í þrjú og hálft ár,“ skrifaði Michael Jordan í ástarbréfið sitt.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira