Helena setur ekki neina dagsetningu á endurkomuna Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júní 2020 19:00 Helena í viðtalinu í dag en hún er af mörgum talin besta íslenska körfuboltakona sögunnar. vísir/s2s Helena Sverrisdóttir, spilandi aðstoðarþjálfari deildarmeistara Vals í körfubolta, ætlar ekki að setja neina dagsetningu á það hvenær hún ætli sér að snúa aftur á völlinn eftir barnsburð en stefnir á það að vera klár fyrir úrslitakeppnina á komandi leiktíð. Helena var í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum þar sem hún fór yfir hvað bíður hennar á næstu vikum og mánuðum en hún er nýráðin aðstoðarþjálfari Vals og aðstoðar þar Ólaf Jónas Sigurðsson sem tók við liðinu í sumar. „Ég réð mig sem aðstoðarþjálfara svo ég verð mikið í kringum liðið. Ég get ekki spilað fyrir áramót en ég er sett í byrjun desember svo einhvern tímann eftir áramót get ég verið komin aftur,“ segir Helena sem vonast til þess að vera eins lengi á hliðarlínunni og hægt er fram að jólum. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að heilsan mun ráða þessu og hvernig líkaminn bregst við. Vonandi get ég verið eins mikið inn í þessu og hægt er.“ Helena og eiginmaður hennar, Finnur Atli Magnússon, eru að eignast sitt annað barn og Helena þekkir því hvernig er að fara í gegnum það að eignast barn og komast svo aftur út á körfuboltavöllinn með góðum árangri. „Ég veit ekki hvort að þetta verði auðveldara. Ég er náttúrlega orðinn fjórum árum eldri en eiginmaður minn er styrktarþjálfari og mágkona mín er sjúkraþjálfari. Ég hef svo gert þetta einu sinni áður og vonandi get ég nýtt mér þeirra reynslu og fræðslu og komast vel í gegnum þetta,“ en hún vil ekki nefna neina dagsetningu hvenær hún ætlar sér að snúa aftur. „Ég ætla ekki að setja pressu á það sjálf. Þetta snýst allt um það hvernig þetta gengur og fæðingin verður. Mér finnst voðalega erfitt að segja 1. janúar eða 1. febrúar eða eitthvað svoleiðis. Vonandi næ ég allavega skemmtilegasta partinum af tímabilinu sem er seinna um vorið. Ég ætla ekki að setja neina dagsetningu og ætla að láta þetta spilast af því hvernig líkaminn verður. Vonandi get ég verið dugleg að æfa á meðgöngunni. Það gekk ágætlega síðast og er að ganga vel núna svo þetta snýst allt um hvernig heilsan verður,“ sagði Helena. Allt viðtalið má sjá í heildinni hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn: Helena Sverrisdóttir Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Valur Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Sjá meira
Helena Sverrisdóttir, spilandi aðstoðarþjálfari deildarmeistara Vals í körfubolta, ætlar ekki að setja neina dagsetningu á það hvenær hún ætli sér að snúa aftur á völlinn eftir barnsburð en stefnir á það að vera klár fyrir úrslitakeppnina á komandi leiktíð. Helena var í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum þar sem hún fór yfir hvað bíður hennar á næstu vikum og mánuðum en hún er nýráðin aðstoðarþjálfari Vals og aðstoðar þar Ólaf Jónas Sigurðsson sem tók við liðinu í sumar. „Ég réð mig sem aðstoðarþjálfara svo ég verð mikið í kringum liðið. Ég get ekki spilað fyrir áramót en ég er sett í byrjun desember svo einhvern tímann eftir áramót get ég verið komin aftur,“ segir Helena sem vonast til þess að vera eins lengi á hliðarlínunni og hægt er fram að jólum. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að heilsan mun ráða þessu og hvernig líkaminn bregst við. Vonandi get ég verið eins mikið inn í þessu og hægt er.“ Helena og eiginmaður hennar, Finnur Atli Magnússon, eru að eignast sitt annað barn og Helena þekkir því hvernig er að fara í gegnum það að eignast barn og komast svo aftur út á körfuboltavöllinn með góðum árangri. „Ég veit ekki hvort að þetta verði auðveldara. Ég er náttúrlega orðinn fjórum árum eldri en eiginmaður minn er styrktarþjálfari og mágkona mín er sjúkraþjálfari. Ég hef svo gert þetta einu sinni áður og vonandi get ég nýtt mér þeirra reynslu og fræðslu og komast vel í gegnum þetta,“ en hún vil ekki nefna neina dagsetningu hvenær hún ætlar sér að snúa aftur. „Ég ætla ekki að setja pressu á það sjálf. Þetta snýst allt um það hvernig þetta gengur og fæðingin verður. Mér finnst voðalega erfitt að segja 1. janúar eða 1. febrúar eða eitthvað svoleiðis. Vonandi næ ég allavega skemmtilegasta partinum af tímabilinu sem er seinna um vorið. Ég ætla ekki að setja neina dagsetningu og ætla að láta þetta spilast af því hvernig líkaminn verður. Vonandi get ég verið dugleg að æfa á meðgöngunni. Það gekk ágætlega síðast og er að ganga vel núna svo þetta snýst allt um hvernig heilsan verður,“ sagði Helena. Allt viðtalið má sjá í heildinni hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn: Helena Sverrisdóttir
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Valur Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Sjá meira