Körfubolti

Nína Jenný til liðs við Val

Ísak Hallmundarson skrifar
Nína hefur samið við Valsliðið til tveggja ára
Nína hefur samið við Valsliðið til tveggja ára mynd/valur körfubolti

Valur hefur samið við miðherjann Nínu Jenný Kristjánsdóttur til tveggja ára. Nína lék með ÍR í 1. deildinni á síðustu leiktíð en þar var hún með 13,4 stig og 7,1 frákast að meðaltali í leik. 

Nína er 23 ára en hún spilaði með FSU í yngri flokkum en lék með Vali tímabilið 2015-16 áður en hún fór í ÍR. 

Nína segir í tilkynningu frá Val að það verði gaman að vera partur af Valsliðinu. 

,,Ég er spennt fyr­ir kom­andi tíma­bili með Val. Valsliðið er skipað mjög sterk­um leik­mönn­um og verður gam­an að vera part­ur af liðinu á ný. Auk þess verður gam­an að halda áfram að spila und­ir stjórn Óla. Ég ætla að gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu og hlakka mikið til að kom­ast aft­ur af stað eft­ir skrít­inn enda á síðasta tíma­bili,“ segir Nína en Ólafur Jónas Sigurðsson, nýráðinn þjálfari Vals, þjálfaði Nínu hjá ÍR síðustu þrjú ár. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.