Körfubolti

Snæfell fær Palmer sem vann tvöfalt með liðinu

Sindri Sverrisson skrifar
Haiden Palmer snýr aftur í Hólminn.
Haiden Palmer snýr aftur í Hólminn. vísir

Hin bandaríska Haiden Palmer, sem varð Íslands- og bikarmeistari í körfubolta með Snæfelli árið 2016, mun leika með liðinu á nýjan leik á næsta tímabili.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Snæfells. Þegar Palmer vann tvöfalt skoraði hún tæplega 26 stig í leik í úrvalsdeildinni, tók 11 fráköst og gaf 5,2 stoðsendingar.

Palmer lék síðast með Tapiolan Honka í Finnlandi og skoraði þar 19,7 stig, tók 5,5 fráköst og gaf 5,6 stoðsendingar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.