Körfubolti

Martin og félagar komnir í úrslitaeinvígið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin skilaði flottum tölum miðað við lítinn spiltíma í kvöld.
Martin skilaði flottum tölum miðað við lítinn spiltíma í kvöld. Vísir/Getty

Martin Hermannsson og samherjar hans í Alba Berlín eru komnir í úrslitaeinvígið um þýska meistaratitilinn í körfubolta. Vann liðið Oldenburg örugglega í München í kvöld, lokatölur 81-59.

Alba Berlín vann fyrri leik liðanna 92-63 og í raun aldrei spurning hvort liðið færi í úrslit. Í úrslitum bíður Ludwigsburg en úrslitaleikirnir fara fram á föstudagskvöld og sunnudag, einnig í München. 

Martin hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið og lék aðeins fjórtán mínútur í kvöld. Skoraði hann fimm stig, gaf sex stoðsendingar og tók tvö fráköst. Hann verður vonandi búinn að ná sér alveg þegar úrslitaeinvígið hefst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.