Körfubolti

Ísak Örn semur við Fjölni

Ísak Hallmundarson skrifar
Ísak Örn semur við Fjölni.
Ísak Örn semur við Fjölni. mynd/fjölnir

Ísak Örn Baldursson, 16 ára körfuboltaleikmaður, hefur samið við Fjölni og mun leika með liðinu í 1. deild í vetur. Hann kemur til Fjölnis frá uppeldisfélagi sínu Snæfelli.

Fjölnir lék í Dominos-deildinni á síðasta tímabili en endaði í neðsta sæti og féll um deild þegar mótinu var aflýst vegna Kórónuveirufaraldursins. 

Ísak hefur spilað með yngri landsliðum Íslands og var með 8 stig að meðaltali í leik hjá Snæfelli í 1. deildinni á síðustu leiktíð. 

Fjölnir hyggst byggja á ungum leikmönnum á komandi tímabili og hafa nú samið við Ísak sem er fæddur árið 2003. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.