Körfubolti

Martin þýskur meistari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liðsmynd eftir sigurinn.
Liðsmynd eftir sigurinn. vísir/getty

Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74.

Alba Berlín var með pálmann í höndunum eftir fyrri leikinn en þeir unnu leik liðanna á föstudagskvöldið með 23 stiga mun, 88-65.

Leikurinn í dag var því hálfgert formsatriði en Alba menn voru staðráðnir í því að gefa ekkert eftir og leiddu eftir fyrsta leikhluta 21-11. Þeir voru svo 42-35 yfir i hálfleik.

Í síðari hálfleik höfðu Alba menn áfram tögl og haldir á leiknum og Ludwigsburg tók fyrst almennilegt áhlaup undir lok leiksins. Lokatölur þó sigur Alba, 75-74 og liðið því þýskur meistari.

Martin var næst stigahæstur hjá Alba í leiknum. Hann gerði fjórtán stig, tók fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Í úrslitaeinvíginu gerði Martin samtals 28 stig, gaf ellefu stoðsendingar og tók sjö fráköst.

Sigurinn er einn sá stærsti fyrir íslenskan körfuboltamann en enginn íslenskur körfuboltamaður hefur orðið landsmeistari í einum af stærstu deildunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.