Körfubolti

Nikola Jokic greindist með kórónuveiruna

Ísak Hallmundarson skrifar
Jokic og Djokovic á góðri stund
Jokic og Djokovic á góðri stund mynd/dailymail

NBA-stjarnan Nikola Jokic, sem leikur með Denver Nuggets, hefur verið greindur með kórónuveiruna. Hann fór í skimun í heimalandinu Serbíu og reyndist sýnið jákvætt.

Þetta gerist aðeins nokkrum dögum eftir að hann sást faðma vin sinn Novak Djokovic, atvinnumann í tennis sem er efstur á heimslistanum eins og er. Djokovic og konan hans hafa einnig greinst með veiruna.

Jokic og Djokovic hittust í Belgrad og sáust saman á körfuboltaleik þann 11. júní og var tveggja metra reglan svokallaða ekki í hávegum höfð hjá þeim. Það liggja þó engar sannanir fyrir því að annar þeirra hafi smitað hinn.

Djokovic hélt sitt eigið tennis-mót í Serbíu og seinna um kvöldið voru leikmenn myndaðir þar sem þeir dönsuðu nálægt hvorum öðrum á næturklúbbi.

Djokovic hefur sent frá sér afsökunarbeiðni á Twitter-reikningi sínum.

Þetta þýðir að ferð Jokic til Bandaríkjanna, þar sem hann átti að byrja að æfa með liðsfélögum sínum í Denver, frestast í bili. ESPN segir þó að hann muni geta ferðast þangað innan viku.

Jokic er sagður einkennalaus en þarf að greinast með neikvætt sýni tvisvar á sama sólarhringnum til að mega ferðast aftur. NBA-deildin fer aftur af stað 30. júlí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.