Fleiri fréttir

Teitur og félagar halda í við toppliðin

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg unnu góðan fjögurra marka útisigur í þýrku úrvalsdeildinni í handbolta er liðið heimsótti Erlangen í dag. Lokatölur urðu 26-30, en Flensburg lyfti sér upp að hlið Kiel í öðru sæti með sigrinum.

Viktor og félagar unnu nauman sigur

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG unnu nauman tveggja marka sigur gegn Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 32-30.

Bjarki Már til Veszprém

Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, hefur skrifað undir tveggja ára samning við ungverska stórliðið Veszprém samkvæmt heimildum íþróttadeildar.

Akureyringar framlengja við lykilmenn

Rut Jónsdóttir, handknattleikskona ársins 2021, verður áfram í herbúðum KA/Þórs í Olís-deild kvenna næstu tvö árin, en hún skrifaði undir nýjan samning í dag. Þá skrifaði unnusti hennar, Ólafur Gústafsson, einnig undir tveggja ára samning við KA.

Fjórða tap Orra og félaga í röð

Orri Freyr Þorkelsson og félagar hans í Elverum töpuðu sínum fjórða leik í röð í Meistaradeild Evrópu þegar liðið tók á móti þýska liðinu Kiel í kvöld, en lokatölur urðu 31-30, Kiel í vil.

Finnst vanta allt malt í HK-inga

Sérfræðingar Seinni bylgjunnar eru sammála um að HK þurfi að leita aftur í grunninn til að komast á sigurbraut í Olís-deild kvenna á ný.

Öruggur Evrópusigur Magdeburg

Íslendingaliðið Magdeburg lenti ekki í miklum vandræðum er liðið tók á móti Gorenje í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Liðið vann öruggan tíu marka sigur, 34-24.

Þurfum kannski að hafa aðeins meira kontról á okkar leik

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var eðlilega svekktur með þriggja marka tap sinna manna gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi gerst sekir um of mörg aulamistök.

ÍBV úr leik í EHF bikarnum

ÍBV datt fyrr í kvöld út úr átta liða úrslitum EHF bikars kvenna í handbolta eftir að hafa tapað seinni leiknum fyrir Malaga, 34-27. ÍBV tapaði einnig fyrri leiknum í gær stórt og voru lokatölur í einvíginu 68-50. 

Snýr aftur í Olís-deildina eftir 999 daga fjarveru

Þann 22. maí árið 2019 skoraði Sverrir Pálsson eitt mark í tíu marka sigri Selfyssinga gegn Haukum í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handbolta. Sigurinn tryggði Selfyssingum fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins, en Sverrir hefur ekki leikið keppnisleik í handbolta síðan. Í kvöld verður þó breyting á því.

Eyjakonur í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn

ÍBV heimsótti Costa del Sol Malaga í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta á Spáni í dag. Eyjakonur þurftu að sætta sig við ellefu marka tap, 34-23, en Malaga er ríkjandi meistari keppninnar.

Sjá næstu 50 fréttir