Handbolti

Skanderborg vann Íslendingaslaginn | Sandra skoraði fimm í tapi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sandre Erlingsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Álaborg í dag.
Sandre Erlingsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Álaborg í dag. VÍSIR/JÓNÍNA GUÐBJÖRG

Skanderborg og Ringkøbing áttust við í Íslendingaslag dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag þar sem heimakonur í Skanderborg höfðu betur, 27-22. Þá skoraði Sandra Erlingsdóttir fimm mörk og tapi Álaborgar gegn Ringsted.

Gestirnir í Ringkøbing byrjuðu af miklum krafti og komust snemm í fimm marka forystu í stöðunni 6-1. Heimakonur vöknuðu þó til lífsins eftir það. Þær skoruðu næstu sex mörk og komust yfir þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður. Jafnræði var svo með liðunum það sem eftir lifði hálfleiks, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 14-14.

En var jafnt með liðunum í upphafi síðari hálfleiks, en í stöðunni 21-21 tóku heimakonur við sér. Þær náðu fjögurra marka forystu, héldu henni út leikinn og unnu að lokum góðan fimm marka sigur, 27-22.

Steinunn Hansdóttir komst ekki á blað fyrir Skanderborg. Elín Jóna byrjaði í marki Ringkøbing og varði níu skot.

Þá þurftu Sandra Erlingsdóttir og Stöllur hennar í Álaborg að sætta sig við fjögurra marka tap er liðið tók á móti Ringsted, 28-32.

Sandra var næst markahæsti leikmaður Álaborgarliðsins með fimm mörk, en liðið situr nú í fjórða sæti með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×