Handbolti

Allt eftir bókinni í bikarnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Haukar og Valur eru bæði komin áfram í 8-liða úrslit
Haukar og Valur eru bæði komin áfram í 8-liða úrslit vísir/hulda margrét

Engin óvænt úrslit litu dagsins ljós í 16-liða úrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta.

Nokkrum leikjum er nýlokið og hafði það lið sem er ofar í töflunni betur í öllum einvígum kvöldsins.

Úrvalsdeildarlið Selfyssinga gerði góða ferð í Breiðholtið og vann fjögurra marka sigur á toppliði B-deildarinnar, ÍR. 

Á Seltjarnarnesi unnu Haukar sex marka sigur á Gróttu, 24-30, en bæði lið leika í efstu deild og eru Haukar í toppbaráttunni á meðan Grótta er í neðri hluta deildarinnar. 

Í Grafarvogi var botnlið Olís deildarinnar, Víkingur, í heimsókn hjá næstneðsta liði B-deildarinnar, Vængjum Júpiters. Unnu Víkingar öruggan sigur, 19-31.

Tveimur leikjum er ólokið í 16-liða úrslitunum þar sem Hörður og FH eiga eftir að mætast líkt og Kórdrengir og ÍBV en þegar er búið að draga í 8-liða úrslit keppninnar.

8-liða úrslit

Valur – Víkingur

KA – Haukar

Hörður/FH – Þór

Selfoss – Kórdrengir/ÍBV


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×