Sváfu aftur á verðinum í Garðabænum: Leikurinn gekk í rúmar fimmtíu sekúndur án þess klukkan færi í gang Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2022 10:01 Vilhjálmur Bjarnason (fyrir miðju) og félagar á ritaraborðinu í TM-höllinni sváfu á verðinum í gær. Myndin er þó ekki úr leiknum í gær. vísir/vilhelm Tímavörðunum í TM-höllinni í Garðabænum varð á í messunni þegar Stjarnan tók á móti KA í sextán liða úrslitum Coca Cola bikars karla í handbolta í gær. Í stöðunni 23-25 fyrir KA fékk Stjarnan vítakast. Tíminn var stöðvaður á 57:25. Leó Snær Pétursson tók vítakastið, skoraði og minnkaði muninn í 24-25. En tíminn fór ekki aftur í gang eftir að dómararnir flautuðu. Enginn á vellinum virtist þó átta sig á neinu nema Gunnar Birgisson sem lýsti leiknum á RÚV og endurtók í sífellu að klukkan væri ekki í gangi. Leikurinn gekk í rúmar fimmtíu sekúndur áður en menn tóku við sér. Á þeim tíma hafði Allan Norðberg komið KA í 24-26 og Bruno Bernat varið skot frá Tandra Má Konráðssyni. Þegar leikurinn hófst aftur eftir nokkra reikistefnu var klukkan stillt á 57:43. Tímaverðirnir voru þar full nískir á að bæta við sekúndum en samkvæmt óvísindalegri könnum gekk leikurinn í 54 sekúndur án þess að klukkan færi í gang. Atburðarrásina sem hér hefur verið lýst má sjá á vef RÚV, eða með því að smella hér. Hún hefst á 1:35:00. KA vann leikinn, 25-27, og er komið í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins. Auk KA tryggðu Valur, Selfoss, Haukar og Víkingur sér sæti í átta liða úrslitunum í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn á ritaraborðinu í TM-höllinni sofa á verðinum. Frægt er þegar mark KA/Þórs var oftalið í leik gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna 13. febrúar í fyrra. KA/Þór vann leikinn, 26-27, þrátt fyrir að hafa bara skorað 26 mörk. Stjarnan kærði úrslit leiksins en dómstóll HSÍ vísaði kröfu félagsins frá. Áfrýjunardómstóll HSÍ sneri dómnum hins vegar við og féllst á kröfu Stjörnunnar að leikurinn skyldi endurtekinn. KA/Þór óskaði eftir því að málið yrði tekið upp að nýju hjá áfrýjunardómstólnum en skipan hans yrði önnur. Áfrýjunardómstólinn staðfesti svo fyrri niðurstöðu dómstólsins og leikurinn var því endurtekinn. Leikurinn fór aftur fram 27. apríl og skildu liðin þá jöfn, 25-25. Nokkrum dögum síðar tryggðu Akureyringar sér deildarmeistaratitilinn. Íslenski handboltinn Stjarnan KA Tengdar fréttir Patrekur: Það er ömurlegt að tapa, það breytist ekki Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur yfir að hans lið sé fallið úr leik í bikarkeppninni í handbolta. 16. febrúar 2022 20:19 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sjá meira
Í stöðunni 23-25 fyrir KA fékk Stjarnan vítakast. Tíminn var stöðvaður á 57:25. Leó Snær Pétursson tók vítakastið, skoraði og minnkaði muninn í 24-25. En tíminn fór ekki aftur í gang eftir að dómararnir flautuðu. Enginn á vellinum virtist þó átta sig á neinu nema Gunnar Birgisson sem lýsti leiknum á RÚV og endurtók í sífellu að klukkan væri ekki í gangi. Leikurinn gekk í rúmar fimmtíu sekúndur áður en menn tóku við sér. Á þeim tíma hafði Allan Norðberg komið KA í 24-26 og Bruno Bernat varið skot frá Tandra Má Konráðssyni. Þegar leikurinn hófst aftur eftir nokkra reikistefnu var klukkan stillt á 57:43. Tímaverðirnir voru þar full nískir á að bæta við sekúndum en samkvæmt óvísindalegri könnum gekk leikurinn í 54 sekúndur án þess að klukkan færi í gang. Atburðarrásina sem hér hefur verið lýst má sjá á vef RÚV, eða með því að smella hér. Hún hefst á 1:35:00. KA vann leikinn, 25-27, og er komið í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins. Auk KA tryggðu Valur, Selfoss, Haukar og Víkingur sér sæti í átta liða úrslitunum í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn á ritaraborðinu í TM-höllinni sofa á verðinum. Frægt er þegar mark KA/Þórs var oftalið í leik gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna 13. febrúar í fyrra. KA/Þór vann leikinn, 26-27, þrátt fyrir að hafa bara skorað 26 mörk. Stjarnan kærði úrslit leiksins en dómstóll HSÍ vísaði kröfu félagsins frá. Áfrýjunardómstóll HSÍ sneri dómnum hins vegar við og féllst á kröfu Stjörnunnar að leikurinn skyldi endurtekinn. KA/Þór óskaði eftir því að málið yrði tekið upp að nýju hjá áfrýjunardómstólnum en skipan hans yrði önnur. Áfrýjunardómstólinn staðfesti svo fyrri niðurstöðu dómstólsins og leikurinn var því endurtekinn. Leikurinn fór aftur fram 27. apríl og skildu liðin þá jöfn, 25-25. Nokkrum dögum síðar tryggðu Akureyringar sér deildarmeistaratitilinn.
Íslenski handboltinn Stjarnan KA Tengdar fréttir Patrekur: Það er ömurlegt að tapa, það breytist ekki Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur yfir að hans lið sé fallið úr leik í bikarkeppninni í handbolta. 16. febrúar 2022 20:19 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sjá meira
Patrekur: Það er ömurlegt að tapa, það breytist ekki Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur yfir að hans lið sé fallið úr leik í bikarkeppninni í handbolta. 16. febrúar 2022 20:19
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00