Fleiri fréttir

Gaupi gekk á Gumma Gumm: Hefur ekki klárað mót síðan á ÓL 2012

Íslenska handboltalandsliðið náði sjötta sætinu á Evrópumótinu í síðasta mánuði sem er besti árangur liðsins í langan tíma. Liðið náði þessu þrátt fyrir að besti handboltamaður Íslands undanfarin ár hafi misst af meirihluta leikja íslenska liðsins.

Gummi Gumm: Leikmenn á Íslandi þroskast hraðar sem handboltamenn

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir mikilvægi Olís-deildarinnar fyrir landsliðið þegar hann mætti í Seinni bylgjuna í gær. Seinni bylgjan gerði upp Evrópumótið í gær með aðstoð Guðmundar og Guðjóns Guðmundssonar.

Stjarnan tók mikilvæg stig af HK

Stjarnan vann góðan þriggja marka sigur er liðið tók á móti HK í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 27-24, en Stjarnan er nú með fimm stiga forskot á HK í sjötta sæti deildarinnar.

Bjarni Ófeigur markahæstur í sigri Skövde

Bjarni Ófeigur Valdimarsson var markahæsti maður vallarins er Skövde vann góðan fjögurra marka útisigur gegn Hallby, 25-21, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Lærisveinar Aðalsteins styrktu stöðu sína á toppnum

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten unnu góðan fjögurra marka sigur er liðið heimsótti Wacker Thun í svissnesku deildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 30-26, en Kedetten hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu.

Arnar Daði: Það verður hræðilegt að klippa þennan leik.

Í kvöld lauk leik Fram og Gróttu í Olís-deild karla í handbolta. Fram sigraði leikinn 29-27, en hann var æsispennandi á lokakaflanum. Með tapinu færist Grótta enn fjær frá sæti í úrslitakeppninni, en þetta var gullið tækifæri fyrir þá til að nálgast það sæti.

Öruggur sigur Kristjáns og félaga

Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC Aix unnu öruggan sex marka sigur er liðið tók á móti Saran í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 32-26.

Annika kveður Hauka

Færeyski markvörðurinn Annika Friðheim Petersen hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Hauka. Hún hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Nykøbing-Falster.

Jói og Teddi Ponza völdu næstu menn inn í íslenska landsliðið

Olís deild karla í handbolta er komin af stað á ný eftir langt hlé vegna Evrópumótsins þar sem íslenska landsliðið náði frábærum árangri. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar veltu fyrir sér hvaða leikmenn í Olís deildinni eru næstir inn í íslenska landsliðið.

Patrekur: Algjörir klaufar að hafa ekki unnið þennan leik

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið fyrir Haukum í kvöld. Leikurinn var í járnum allan tímann en Haukar tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin.

„Það er númer eitt, tvö og þrjú að vinna“

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, var sáttur með 9 marka sigur er liðið tók á móti HK í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. FH-ingar voru númeri of stórir fyrir HK og sigruðu 33-24. 

Vorum ekkert að reyna standa í vegi fyrir honum

Valur sigraði Víking 33-19 í kvöld í Olís-deild karla í handbolta. Með sigrinum komu Valsmenn sér upp í annað sæti deildarinnar. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals var ánægður að leik loknum.

Tumi steinn skoraði sjö í sigri Coburg

Tumi Steinn Rúnarsson skoraði sjö mörk fyrir Coburg er liðið vann níu marka sigur gegn Emsdettan í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld, 34-25.

Haukur skoraði eitt í enn einum sigri Kielce

Haukur Þrastarson skoraði eitt mark fyrir Vive Kielce er liðið vann öruggan 13 marka sigur gegn Szczecin í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur urðu 34-21, en Kielce hefur unnið alla 14 leiki tímabilsins.

Valskonur fóru illa með botnliðið

Valskonur unnu afar sannfærandi 16 marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild kvenna í dag. Lokatölur urðu 37-21 og Valskonur halda í við topplið Fram.

Leik Fram og Gróttu frestað

Þrátt fyrir að afléttingar á sóttvarnarreglum séu yfirvofandi heldur kórónuveiran áfram að leggja stein í götu íþróttalífsins á Íslandi.

Tvö íslensk töp í danska kvennahandboltanum

Það voru Íslendingar í eldlínunni í efstu tveimur deildum danska handboltans í kvöld. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði tíu skot í marki Ringkøbing er liðið tapaði 32-28 gegn Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni og Sandra Erlingsdóttir og stöllur hennar í Aalborg töpuðu gegn SønderjyskE í B-deildinni 24-22.

Ágúst Elí og félagar fjarlægjast fallsvæðið

Ágúst Elí Björgvinsson og félagar hans í KIF Kolding unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti TMS Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 29-26 og Ágúst og félagar eru nú þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Davíð B. Gíslason látinn

Davíð B. Gíslason, varaformaður Handknattleikssambands Íslands, lést á heimili sínu á laugardaginn eftir baráttu við krabbamein í heila. Hann var 52 ára.

Sjá næstu 50 fréttir