Snýr aftur í Olís-deildina eftir 999 daga fjarveru Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. febrúar 2022 08:00 Sverrir Pálsson verður klár í slaginn í fyrsta skipti í 999 daga þegar Selfyssingar taka á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Vísir/Daníel Þór Þann 22. maí árið 2019 skoraði Sverrir Pálsson eitt mark í tíu marka sigri Selfyssinga gegn Haukum í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handbolta. Sigurinn tryggði Selfyssingum fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins, en Sverrir hefur ekki leikið keppnisleik í handbolta síðan. Í kvöld verður þó breyting á því. Í dag eru nákvæmlega 999 dagar síðan Sverrir fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með Sefyssingum, en leikmaðurinn hefur glímt við löng og erfið meiðsli síðan. Hann sleit krossband í tvígang, en ætlar sér að mæta aftur á völlinn í kvöld þegar Selfoss tekur á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta, sama liði og leikmaðurinn lék sinn seinasta keppnislek gegn. „Það verður bara gaman að komast aftur inn á völlinn og vonandi helst maður bara heill núna,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi. „Ég er búinn að eyða aðeins lengri tíma í recovery heldur en eftir hina aðgerðina og vonandi skilar það sér bara.“ Sverrir hefur vissulega leikið handbolta eftir sigurinn gegn Haukum. Hann hefur þó meiðst illa í tvígang í æfingaleikjum og þetta verður því hans fyrsti keppnisleikur í tæplega þrjú ár. „Ég slít krossband fyrst í æfingaleik á móti Akureyri fyrir tímabilið 2019/2020 og fer í aðgerð. Ég er svo kominn aftur af stað fyrir tímabilið 2020/2021 og slít þá aftur í æfingaleik við FH.“ „Við héldum samt fyrst að það hefði ekki verið slit í seinna skiptið þannig að ég fór ekkert í aðgerð fyrr en í lok janúar í fyrra. Núna er liðið rétt rúmlega ár frá aðgerð.“ „Við ætlum okkur alla leið í ár“ Selfyssingar hafa leikið á lemstruðu liði þetta tímabilið. Margir af lykilmönnum liðsins hafa verið að glíma við erfið meiðsli í nánast allan vetur, og í raun hófust þessi meiðslavandræði undir lok seinasta tímabils. Liðið er þó að skríða saman aftur og flestir lykilmenn liðsins að snúa til baka eftir meiðslin. Menn fengu góða hvíld janúar og Sverrir segir að þegar Selfyssingar geta stillt upp sínu allra sterkasta liði séu í raun fá lið sem ættu að geta stöðvað þá. Sverrir var lykilmaður í vörn Selfyssinga tímabilið sem liðið tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.Vísir/Daníel Þór „Þegar við erum með okkar sterkasta lið og alla í hóp þá getum við unnið hvern sem er. Við erum með einn sterkasta hópinn í deildinni myndi ég segja.“ „Við ætlum okkur alla leið í ár. Það er ekkert leyndarmál,“ sagði Sverrir að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Í dag eru nákvæmlega 999 dagar síðan Sverrir fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með Sefyssingum, en leikmaðurinn hefur glímt við löng og erfið meiðsli síðan. Hann sleit krossband í tvígang, en ætlar sér að mæta aftur á völlinn í kvöld þegar Selfoss tekur á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta, sama liði og leikmaðurinn lék sinn seinasta keppnislek gegn. „Það verður bara gaman að komast aftur inn á völlinn og vonandi helst maður bara heill núna,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi. „Ég er búinn að eyða aðeins lengri tíma í recovery heldur en eftir hina aðgerðina og vonandi skilar það sér bara.“ Sverrir hefur vissulega leikið handbolta eftir sigurinn gegn Haukum. Hann hefur þó meiðst illa í tvígang í æfingaleikjum og þetta verður því hans fyrsti keppnisleikur í tæplega þrjú ár. „Ég slít krossband fyrst í æfingaleik á móti Akureyri fyrir tímabilið 2019/2020 og fer í aðgerð. Ég er svo kominn aftur af stað fyrir tímabilið 2020/2021 og slít þá aftur í æfingaleik við FH.“ „Við héldum samt fyrst að það hefði ekki verið slit í seinna skiptið þannig að ég fór ekkert í aðgerð fyrr en í lok janúar í fyrra. Núna er liðið rétt rúmlega ár frá aðgerð.“ „Við ætlum okkur alla leið í ár“ Selfyssingar hafa leikið á lemstruðu liði þetta tímabilið. Margir af lykilmönnum liðsins hafa verið að glíma við erfið meiðsli í nánast allan vetur, og í raun hófust þessi meiðslavandræði undir lok seinasta tímabils. Liðið er þó að skríða saman aftur og flestir lykilmenn liðsins að snúa til baka eftir meiðslin. Menn fengu góða hvíld janúar og Sverrir segir að þegar Selfyssingar geta stillt upp sínu allra sterkasta liði séu í raun fá lið sem ættu að geta stöðvað þá. Sverrir var lykilmaður í vörn Selfyssinga tímabilið sem liðið tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.Vísir/Daníel Þór „Þegar við erum með okkar sterkasta lið og alla í hóp þá getum við unnið hvern sem er. Við erum með einn sterkasta hópinn í deildinni myndi ég segja.“ „Við ætlum okkur alla leið í ár. Það er ekkert leyndarmál,“ sagði Sverrir að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti