Handbolti

Haukur og félagar höfðu betur í Íslendingaslag Meistaradeildarinnar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Haukur Þrastarson.
Haukur Þrastarson. vísir/getty

Tveir íslenskir handboltamenn komu við sögu í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu þegar Flensburg fékk Kielce í heimsókn.

Teitur Örn Einarsson leikur með þýska stórliðinu Flensburg og sveitungi hans, Haukur Þrastarson, er á mála hjá pólska stórveldinu Kielce.

Haukur, sem er að ná fyrri styrk eftir erfið meiðsli, gerði tvö mörk úr þremur skotum og hjálpaði liði sínu að innbyrða öruggan sigur, 25-33. Sigvaldi Björn Guðjónsson lék ekki með Kielce en Igor Karacic og Nahi Dylan gerðu sex mörk hvor.

Teitur Örn gerði eitt mark úr þremur skotum en Emil Jakobsen var markahæstur Flensburg liðsins með sex mörk.

Teitur og Haukur voru ekki einu Íslendingarnir sem tóku þátt í leiknum því þeir Anton Pálsson og Jónas Elíasson sáu um að dæma leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×