Handbolti

Eyjakonur í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Marija Jovanovic var markahæst Eyjakvenna í dag.
Marija Jovanovic var markahæst Eyjakvenna í dag. Vísir/Hulda Margrét

ÍBV heimsótti Costa del Sol Malaga í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta á Spáni í dag. Eyjakonur þurftu að sætta sig við ellefu marka tap, 34-23, en Malaga er ríkjandi meistari keppninnar.

Það var því ljóst fyrir leik er Eyjakonur væru ekki að mæta einhverjum nýliðum. Heimakonur í Malaga náðu snemma upp góðu forskoti, sem þær svo létu aldrei af hendi.

Marija Jovanovic var marka­hæst í liði ÍBV með átta mörk en Hrafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir kom næst með fimm. Í liði Malaga var So­ledad López Ji­menéz algjörlega frábær og skoraði tólf mörk úr jafn mörgum skotum.

Seinni leikur liðanna fer fram á morgun, en það er alveg ljóst að Ejakonur þurfa nánast á kraftaverki að halda ætli þær sér að slá meistarana úr leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×