Fleiri fréttir

Oddur skoraði fjögur í mikil­vægum sigri

Oddur Gretarsson átti fínan leik er Balingen-Weilstetten vann mikilvægan sigur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Melsungen töpuðu fyrir Kiel og þá vann topplið Flensburgar sinn leik.

Gunnar Steinn semur við Stjörnuna

Handknattleiksdeild Stjörnunnar tilkynnti í dag að Gunnar Steinn Jónsson muni ganga til liðs við félagið í sumar eftir 12 ár í atvinnumennsku. Ásamt því að leika með liðinu mun hann sinna hlutverki aðstoðarþjálfara.

Anna Úrsúla: Ég er rosalega ánægð með tækifærið

,,Ég er ánægð með grimmdina. Það er það sem ég var rosalega ánægð með hjá öllum leikmönnunum inn á vellinum,.“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, fyrrverandi og núverandi landsliðskona í handbolta eftir leik liðsins á móti Slóveníu í kvöld. 

Álaborg staðfestir komu Arons

Aron Pálmarsson hefur samið við Danmerkurmeistara Álaborgar og kemur til liðsins í sumar frá Barcelona.

Enn einn titill Arons

Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona eru spænskir meistarar eftir stórsigur á Puente Genil, 37-21 í kvöld.

Yfir­gefa liðið eftir fall úr efstu deild

Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Steinunn Hansdóttir munu ekki leika með danska handknattleiksliðinu Vendsyssel á næstu leiktíð. Liðið féll á dögunum úr efstu deild og er ljóst að margir leikmenn liðsins hugsa sér til hreyfings.

Oddur markahæstur í tapi og Göppingen misstigu sig

Oddur Grétarsson og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten steinlágu fyrir Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur 22-33, en Niclas Ekberg lék á alls oddi í liði Kiel.

Ómar Ingi hafði betur í Íslendingaslagnum

Ómar Ingi Magnússon og félagar hans í Magdeburg tóku á móti lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Melsungen í þýska handboltanum í dag. Ómar Ingi skoraði fimm mörk og hjálpaði liði sínu að vinna fjögurra marka sigur, 31-27. Arnar Freyr Arnarsson er í liði Melsungen, en hann komst ekki á blað í dag.

Von­brigði að við skyldum ekki gera meiri leik úr þessu

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvenna landsliðsins, var eðlilega ekki súr er hann ræddi við RÚV eftir tíu marka tap Íslands gegn Slóveníu í umspili fyrir HM í handbolta. Síðari leikurinn fer fram hér á landi á miðvikudaginn kemur.

Ýmir Örn öflugur í sigri Ljónanna

Ýmir Örn Gíslason átti mjög góðan leik er Rhein-Neckar Löwen vann Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 33-28.

Olís deildin hefst 22. apríl

Að beiðni formannafundar HSÍ hefur verið tekin ákvörðun um það að breyta leikjafyrirkomulagi Íslandsmótsins í Olís deild karla. Mótið mun hefjast að nýju þann 22. apríl næstkomandi.

Kristianstad með bakið upp við vegg eftir tap í Íslendingaslag

Kristianstad tók á móti Skovde í öðrum leik undanúrslita í úrslitakeppninni í Svíþjóð. Gestirnir, með Bjarna Ófeig Valdimarsson, kláruðu góðan sex marka sigur, 27-33. Staðan í einvíginu er því 2-0 fyrir Skovde, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.

Fullyrða að Aron sé á leið til Álaborgar

Samkvæmt heimildum TV 2 í Danmörku er Aron Pálmarsson á leið í dönsku deildina í sumar. Aron mun ganga til liðs við Aalborg á þriggja ára samning þegar samningur hans við Barcelona rennur út í sumar.

Rúnar Kárason markahæstur í sigri Ribe-Esbjerg

Rúnar Kárason var markahæsti maður vallarins þegar Ribe-Esbjerg lagði Mors-Thy í danska handboltanum 27-21. Daníel Þór Ingason er einnig í liði Ribe-Esbjerg, en hann komst ekki á blað.

Einar Baldvin í Gróttu

Markvörðurinn Einar Baldvin Baldvinsson er genginn í raðir Gróttu í Olís-deild karla en hann kemur frá Val.

Ótrúleg tölfræði Ómars Inga eftir landsleikjahléið

Það er engu logið að Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, hafi verið óstöðvandi að undanförnu. Eftir landsleikjahléið hefur hann verið markahæstur hjá Magdeburg í öllum leikjum liðsins nema tveimur.

Milljónir í sektir vegna dómaraskorts

Handknattleiksfélög landsins hafa ekki staðið sig sem skyldi í að ala upp dómara í sínum röðum og uppfylla aðeins fjögur félög kröfur dómaranefndar HSÍ í þessum efnum.

Árni Bragi snýr aftur í Mosfellsbæinn

Árni Bragi Eyjólfsson hefur samið við sitt gamla félag, Aftureldingu, en þetta er staðfest á Facebook síðu Handknattleiksdeildar Aftureldingar. Árni Bragi steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Aftureldingu og var markahæsti maður liðsins þrjú ár í röð.

Átta mörk Arnórs dugðu ekki til

Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í þýska handboltanum í dag. Arnór Þór Gunnarsson skoraði átta mörk þegar lið hans Bergischer tapaði 33-30 á útivelli gegn Kiel og Alexander Petersson og félagar í Flensburg rétt mörðu Tusem Essen 28-29.

Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann

Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina.

Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni

„Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna.

„Flókið en tekst með góðu skipu­lagi“

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að það sé að mörgu að hyggja hjá HSÍ í kringum landsleikina hjá íslenska kvennalandsliðinu varðandi kórónuveinu ferðatakmarkanir.

Sjá næstu 50 fréttir