Ætlaði að vera áfram hjá Barcelona áður en Álaborg kom inn í myndina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 22:00 FC Barcelona v HC Motor Zaporozhy - EHF Champions League BARCELONA, SPAIN - MARCH 03: (BILD ZEITUNG OUT) Aron Palmarsson of FC Barcelona, Dmytro Horiha of HC Motor Zaporozhye and Eduard Kravchenko of HC Motor Zaporozhye battle for the ball during the EHF Champions League match between FC Barcelona and HC Motor Zaporozhy on March 3, 2021 in Barcelona, Spain. (Photo by Xavi Urgeles/DeFodi Images via Getty Images) Aron Pálmarsson segir að hann hafi ætlað að vera allavega eitt ár í viðbót hjá Barcelona áður en Álaborg kom inn í myndina. Álaborg greindi frá því í morgun að Aron hefði skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Þar á bæ er metnaðurinn mikill og nýtt ofurlið í smíðum. Mikkel Hansen hefur meðal annars samið við Álaborg og í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sagði Aron að það hefði haft áhrif á ákvörðun sína að fara til danska félagsins. Aron hefur leikið með Barcelona síðan 2017 og segir að félagið hafi reynt að halda sér, þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu. „Þeir gerðu það svosem. Það var komin upp staða að framlengja við mig um ár. Það er kannski svolítið löng saga með allar þær samningaviðræður. Fyrstu viðræður hófust rétt fyrir covid en svo var þeim frestað út af því og ástandinu hjá félaginu sem flestir vita hvernig er,“ sagði Aron. „Svo var þannig séð búið að semja um að ég yrði allavega ár í viðbót og svo kæmi kannski lengri samningur seinna. Ég hélt öllu frá mér fram að því þegar Álaborg hafði samband.“ Allt frábært hér Aron segir að ekkert fararsnið hafi verið á sér fyrr en Álaborg sýndi honum áhuga. „Ég hafði kannski ekki mikinn áhuga á að fara eitthvað annað enda allt frábært hér og stórkostlegt félag en þegar Álaborg hafði samband og sagði mér frá sínum framtíðaráætlunum heillaðist ég mjög mikið að því og ákvað að fara í málið og skoða hvað hægt væri að gera þar. Metnaðurinn þarna er gríðarlegur og samningaviðræðurnar tóku ekki langan tíma,“ sagði Aron. Ætlar að vinna þann stóra Hann viðurkennir að það verði erfitt að yfirgefa Barcelona þar sem hann hefur átt afar góðu gengi að fagna. Hann vill kveðja félagið með því að vinna Meistaradeildina með því. „Að sjálfsögðu er það þannig. Það eru tvær hliðar á þessu, það er bisnesshliðin og svo er maður með þessum strákum og öllum í kringum félagið nánast daglega allan ársins hring. Ég er að fara frá gríðarlega sterku liði. Við höfum spilað frábæra handbolta síðustu ár en eigum reyndar eftir að klára þann stóra og það er það eina sem maður horfir á þetta tímabil að klára það í júní,“ sagði Aron. Danski handboltinn Spænski handboltinn Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Lamaður á motocrosshjóli Sport Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Fleiri fréttir „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Sjá meira
Álaborg greindi frá því í morgun að Aron hefði skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Þar á bæ er metnaðurinn mikill og nýtt ofurlið í smíðum. Mikkel Hansen hefur meðal annars samið við Álaborg og í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sagði Aron að það hefði haft áhrif á ákvörðun sína að fara til danska félagsins. Aron hefur leikið með Barcelona síðan 2017 og segir að félagið hafi reynt að halda sér, þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu. „Þeir gerðu það svosem. Það var komin upp staða að framlengja við mig um ár. Það er kannski svolítið löng saga með allar þær samningaviðræður. Fyrstu viðræður hófust rétt fyrir covid en svo var þeim frestað út af því og ástandinu hjá félaginu sem flestir vita hvernig er,“ sagði Aron. „Svo var þannig séð búið að semja um að ég yrði allavega ár í viðbót og svo kæmi kannski lengri samningur seinna. Ég hélt öllu frá mér fram að því þegar Álaborg hafði samband.“ Allt frábært hér Aron segir að ekkert fararsnið hafi verið á sér fyrr en Álaborg sýndi honum áhuga. „Ég hafði kannski ekki mikinn áhuga á að fara eitthvað annað enda allt frábært hér og stórkostlegt félag en þegar Álaborg hafði samband og sagði mér frá sínum framtíðaráætlunum heillaðist ég mjög mikið að því og ákvað að fara í málið og skoða hvað hægt væri að gera þar. Metnaðurinn þarna er gríðarlegur og samningaviðræðurnar tóku ekki langan tíma,“ sagði Aron. Ætlar að vinna þann stóra Hann viðurkennir að það verði erfitt að yfirgefa Barcelona þar sem hann hefur átt afar góðu gengi að fagna. Hann vill kveðja félagið með því að vinna Meistaradeildina með því. „Að sjálfsögðu er það þannig. Það eru tvær hliðar á þessu, það er bisnesshliðin og svo er maður með þessum strákum og öllum í kringum félagið nánast daglega allan ársins hring. Ég er að fara frá gríðarlega sterku liði. Við höfum spilað frábæra handbolta síðustu ár en eigum reyndar eftir að klára þann stóra og það er það eina sem maður horfir á þetta tímabil að klára það í júní,“ sagði Aron.
Danski handboltinn Spænski handboltinn Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Lamaður á motocrosshjóli Sport Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Þjálfari Króata ósáttur við blaðamann Vísis Fótbolti Fleiri fréttir „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Sjá meira