Handbolti

Kristianstad með bakið upp við vegg eftir tap í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kristianstad. Liðið þarf á sigri að halda í næsta leik til að halda sér á lífi.
Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kristianstad. Liðið þarf á sigri að halda í næsta leik til að halda sér á lífi.

Kristianstad tók á móti Skovde í öðrum leik undanúrslita í úrslitakeppninni í Svíþjóð. Gestirnir, með Bjarna Ófeig Valdimarsson, kláruðu góðan sex marka sigur, 27-33. Staðan í einvíginu er því 2-0 fyrir Skovde, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.

Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kristianstad og Ólafur Guðmundsson skoraði tvö. Það dugði þó ekki til og Skovde vann mikilvægan sigur á útivelli.

Jack Thurin var markahæsti maður vallarins, en hann skoraði sjö mörk fyrir Skovde. Bjarni Ófeigur komst ekki á blað.

Þriðji leikur liðanna fer fram á heimavelli Skovde á laugardaginn eftir viku. Þar geta heimemenn tryggt sér farseðilinn í úrslitaeinvígið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.