Handbolti

Guðmundur valdi engan úr íslensku liði

Sindri Sverrisson skrifar
Gunnar Steinn Jónsson í leik á HM í Frakklandi 2017.
Gunnar Steinn Jónsson í leik á HM í Frakklandi 2017. EPA/GUILLAUME HORCAJUELO

Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið átján leikmenn til að spila síðustu þrjá leikina í undankeppni EM karla í handbolta.

Enginn leikmannanna kemur úr íslensku félagsliði en hlé hefur verið á Olís-deildinni í tæpan mánuð vegna samkomutakmarkanna.

Elvar Ásgeirsson er eini leikmaður hópsins sem ekki á að baki landsleik. Gunnar Steinn Jónsson, Daníel Þór Ingason, Teitur Einarsson og Sveinn Jóhannsson snúa allir aftur í landsliðið en voru ekki með á HM í janúar.

Ísland mætir Ísrael í Tel Aviv eftir rúma viku, þriðjudagskvöldið 27. apríl. Liðið ferðast svo til Litáens með einkaflugi og spilar við heimamenn fimmtudaginn 29. apríl. Síðasti leikurinn er svo heimaleikur við Ísrael sunnudaginn 2. maí.

Vinni Ísland leikina þrjá endar liðið í efsta sæti síns riðils. Ísland er með fjögur stig eftir heimasigra gegn Litaáen og Portúgal en tap á útivelli gegn Portúgal.

Landsliðshópur Íslands:

Markverðir: 

  • Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (38/1)
  • Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG (22/1)

Vinstra horn: 

  • Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (79/219)
  • Oddur Gretarsson, Balingen-Weistetten (26/36)

Vinstri skytta: 

  • Aron Pálmarsson, Barcelona (149/579)
  • Daníel Þór Ingason, Ribe Esbjerg HH (31/9) 
  • Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad (131/258)

Leikstjórnendur: 

  • Elvar Ásgeirsson, Nancy (0/0)
  • Elvar Örn Jónsson, Skjern (43/111) 
  • Gunnar Steinn Jónsson, Göppingen (42/36)

Hægri skytta: 

  • Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (53/139)
  • Teitur Einarsson, IFK Kristianstad (18/18) 
  • Viggó Kristjánsson, Stuttgart (18/44)

Hægra horn: 

  • Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCC (120/341)
  • Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce (36/73)

Línumenn: 

  • Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (60/75)
  • Sveinn Jóhansson, SønderjyskE Håndbold (9/15) 
  • Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (50/23)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×