Handbolti

Anna Úrsúla: Ég er rosalega ánægð með tækifærið

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Anna Úrsúla var ein af betri leikmönnum Íslands í kvöld.
Anna Úrsúla var ein af betri leikmönnum Íslands í kvöld. vísir/hulda

,,Ég er ánægð með grimmdina. Það er það sem ég var rosalega ánægð með hjá öllum leikmönnunum inn á vellinum,.“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, fyrrverandi og núverandi landsliðskona í handbolta eftir leik liðsins á móti Slóveníu í kvöld. 

,,Auðvitað vildum við ná góðum úrslitum og við vissum að þetta yrði erfitt með þetta tap úti. Við vildum ná þessar grimmd fram sem við viljum standa fyrir. Við viljum ná árangri og við þurfum að byrja þar.“

Það eru komin nokkur ár síðan að Anna Úrsúla lék síðast fyrir íslenska landsliðið og því blendnar tilfinningar að snúa aftur.

,,Það er allt mjög súrealískt. Ég er rosalega ánægð fyrir tækifærið, að fá að vera valin aftur. Þetta var allt frekar spes eftir að ég eignaðist stelpuna mína en ég er ótrúlega ánægð fyrir tækifærið og að þeir treystu mér. Þótt að mér hafi fundist það mjög spes.“

Anna var búin að leggja skónna á hilluna og talaði um að handboltaskórnir væru farnir í ruslið. Ágúst, þjálfari Vals sannfærði hana að koma á æfingu með Val, svo var hún mætt á völlinn og nú í landsliðið (með Ágúst á hliðarlínunni þar líka) og því deginum ljósara að Ágúst er ansi sannfærandi. 

,,Ef þú bara vissir, hann gæti selt ömmu sína. Svo bætist Arnar við og hann er ekkert minna sannfærandi. Mér fannst gaman að finna fyrir trúnni að ég gæti aðstoðað liðið þrátt fyrir að mér fyndist það fáranlegt.“

,,Mér fannst stelpurnar ánægðar að fá mig, jafnvel þótt að það sé gömul kerling mætt á æfingu með eitthverja stæla. Þetta er ótrúlega gaman frá A-Ö.“

Það er ljóst á meðan Ágúst er við völd bæði hjá Val og í landsliðinu að skórnir fara ekki á hilluna í bráð.

,,Ég þarf nú að fara taka ákvarðanir sjálf, við sjáum bara til,“ sagði Anna hlægjandi að lokum. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.