Handbolti

Rúnar Kárason markahæstur í sigri Ribe-Esbjerg

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ísland - Grikkland. Undankeppni EM 2020. Handbolti, veturinn 2018-19.
Ísland - Grikkland. Undankeppni EM 2020. Handbolti, veturinn 2018-19.

Rúnar Kárason var markahæsti maður vallarins þegar Ribe-Esbjerg lagði Mors-Thy í danska handboltanum 27-21. Daníel Þór Ingason er einnig í liði Ribe-Esbjerg, en hann komst ekki á blað.

Mors-Thy leiddu mest allan fyrri hálfleikinn, en Ribe-Esbjerg voru þó aldrei langt á eftir. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan jöfn, 14-14.

Rúnar og félagar skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiksins, og létu forystuna aldrei af hendi eftir það. Esbjerg náði mest níu marka forskoti, en unnu á endanum góðan sex marka sigur, 27-21.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.